viðvörun: þessi saga er ekki fyrir þá viðkvæmustu þó svo að þetta sé alls engin rosalegur viðbjóður
_________________________

A, B, C… Nei A, Á, B, D, E, F… nenni þessu ekki. Ég hef aldrei kunnað stafrófið og held ég muni ekkert læra það í bráð. Íslenska er fremur leiðinlegt tungumál. Það er einsog fólk tali með tungum. Það er ekki fólkið sem talar heldur eru það tungurnar. Þegar fólk á í samræðum fléttast tungurnar saman og orðin komast ekki út. Íslenska er einsog viðbjóðslegur koss, það liggur við að maður kafni við að tala hana. Það er svo sem í lagi ef maður segir ekkert því þá er tungan í manni örugg en strax og maður gefur frá sér hljóð er tungan horfin ofan í kok næstu manneskju að reyna að koma orðum til skila.

Og hvað er ég nú að rugla, íslenska er ekkert ljótt tungumál. Íslenska er talin vera eitt það fallegasta tungumál sem til er. Ætli þetta sé ekki einsog læknirinn sagði að þetta yrði. Að ég gæti orðið svolítið fúll, að ég gæti verið með einhverjar skapsveiflur á meðan ég er á lyfjunum.

Ég man frekar óskýrt eftir slysinu en það er svo sem ágætt, ég held að það sé ekkert hollt að muna eftir einhverju svona. Ég man bara eftir hníf og svo var allt svart. svart eins og kráka, kráka djöfulsins. Sem fer með skilaboð. Skilaboðin voru skýr: þú átt að deyja. Eða hvað? Voru kannski einhver önnur skilaboð, ég er nú lifandi eins og er, er það ekki? Er það ekki? jú jú ég er lifandi, eða kannski er ég einhversstaðar á milli. Lifandi dauður. dautt líf. Ætli maður geti heitið það? Dautt Líf. Og nú er ég aftur farinn að bulla.

Þessi djöfulsins lyf eru alveg að fara með mig. Þau eiga að lyfta mér upp, sagði læknirinn og þau gera það svo sannarlega. Þau lyfta mér upp og fara með mig til helvítis. Þau eru alveg að fara með mig. Eða er ég kannski að fara með þau. Er ég að fara með lyfin, nei það meikar ekkert sens. Hvert væri ég svo sem að fara með þau. Í ferðalag? Lag í ferð. Leg í ferð. Lög í ferð. Nei helvítis ég er að bulla aftur.

Hnífurinn, já hnífurinn. Hann fór inn í mig, í magann ef ég veit rétt. Annars eru til svo mörg tæknileg heiti nú til dags að maður veit aldrei hvað maður á að kalla neitt. Læknirinn sagði eitthvað en lyfin bundu hnút á heilan á mér svo ég skildi ekkert af því sem hann sagði. En já hann stakkst inn í mig. Hnífurinn. Hún stakk honum inn í mig. Ætli hún hafi ekki átt það inni hjá mér þar sem ég hafði svo oft stungið mínu verkfæri inn í hana í leyfisleysi. He he. Við stungum hvort annað, stungum saman nefjum. Stungum saman typpi og hníf. Spurning hvort verkfærið er öflugra. Hvort vopnið gerir meiri skaða, typpi eða hnífur? En ég var alltaf fullur. Það er nógu góð afsökun er það ekki? Fullur af áfengi og fullur af sæði sem vildi fara að komast út. Sæði? Flott orð. Sæði sem hvatti mig til æðis. Æðis. Allir komnir með æði fyrir S-inu. Að vera með æði fyrir S. Flott leið til að segjast vera með sæði. Hefði passað vel hér fyrr á steinaldaröldinni þegar mennirnir gerðu það bara þegar þeir vildu. Þegar þeir voru fullir af sæði. Þá hefði verið flott að segja við kellingarnar “Halló elskan, ég er með æði fyrir S” og svo hefði maður losað um æðisgengna sæðið sitt. Kannski að ég hefði fittað betur inn í steinaldarsamfélagið þar sem maður fær að ríða út um allt og dregur konuna sínu um á hárinu… nei held ekki.

Ohh. Ég þarf bara að liggja hérna í rúminu og gera ekki neitt, bara hugsa. Vona að ég sleppi héðan sem fyrst, nenni ekki að hugsa mikið lengur.Vá hvað það er leiðinlegt að hugsa. Leikfimi hugans. Nei, bíddu. Það er skák. Ætli hugsun sé ekki bara… hvað er hugsun. Er hugsun ekki bara alveg tilgangslaus? Af hverju þarf ég endilega að vera að hugsa þegar ég gæti bara verið sofandi að dreyma eitthvað skemmtilegt? Það er spurning. Já, það er spurning. Mig langar að sofa. En ég var að vakna svo ég sé ekki fram á að sá draumur rætist. Var að hætta að dreyma og það er draumur minn að fara aftur að dreyma. Mmmmm góður draumur maður. Nei sjitt maður, ég verð að fara að hætta þessu rugli.

Var konan mín virkilega svona reið yfir því að ég reið henni stundum. Reið yfir því að ég reið. Fórum í Reiðferð. Það er nú ekki einsog ég hafi nauðgað henni. Ég var bara stundum fullur og með æði fyrir S svo ég þurfti að losa um spennuna. Ókei ég gerði það kannski smá fast en samt ekki nógu fast til þess að hægt sé að kalla það nauðgun. Ég færi aldrei að nauðga konunni minni. Fokk, Ég ríð henni nokkrum sinnum og hún stingur mig. Týpískt. Ég meina, það gera þetta allir karlmenn, en ekki eru allar konur að stinga eiginmenn sína. Nei, þær eru ekki að stinga einsog einhverjar bölvaðar býflugur. Já, konan mín var og er einsog býfluga. Suðaði og suðaði og stakk mig svo. Ég skal sko beita verkfærinu mínu á hana þegar ég kem heim af spítalanum. Ég skal sko stinga hana, fast. Stinga hana með typpinu mínu. Stinga, stinga.

Og nú kemur læknirinn inn í herbergið. Hann kemur. En kemur nú ekki jafn fast og þegar ég mun koma í andlitið á konunni minni. Komdu bara fokking læknir.

“komdu sæll” segir læknirinn og brosir “ég sé að þú ert vaknaður”

ég þegi og sýni honum að ég er ekki í góðu skapi. Ég skal sko taka konuna mína í bæði götin þegar ég kem heim. En reyndar lítur út fyrir að læknirinn sé ekkert í mikið betra skapi heldur en ég.

“ég hef slæmar fréttir handa þér” segir læknirinn og tekur svo af sér gleraugun.

Hann er ungur og greinilega nýbyrjaður. Hvað er þetta djöfulsins sjúkrahús að láta mig fá einhvern byrjanda. Ég vil alvöru lækni, ekki einhvern stráksstaula.

“það vill svo til að hnífurinn skarst á milli kvatrus elektus og grotjanus ringus sem eru rétt fyrir neðan magann. Þegar þessir tveir liðir fóru úr sambandi þá missti heilinn sambandið við mænuna og afleiðingar slíks geta verið mjög alvarlegar.” Læknirinn setur gleraugun aftur á sig og ég er varla að hlusta á hann - er að reyna að hugsa upp á eins mörgum götum á líkama konu minnar til að stinga verkfærinu mínu inn í - þegar hann segir: “Þú ert lamaður Valgeir.”
___________________________

viljið þið sem gagnrýnið vinsamlegast segja eitthvað almennilegt í staðin fyrir að segja eitthvað eins og: “flott saga” eða “leiðinlegt”… ég græði ekkert á því að heyra svona tilgangslaus gagnrýni… ég vil fá að heyra hvað er að, hvað má bæta. hvað fannst ykkur flott? segið einhverjar alvöru skoðanir á þessari sögu
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…