,,Já það var það” sagði Jónatan óöruggur.

,,Þú ert eflaust að velta fyrir þér hvernig ég veit hvar þú varst” sagði hann svo.

,,Já ég var reyndar af því” svarði Jónatan, ætli hann les hugsanir? Hugsaði hann með sér.

,,Nei ég les ekki hugsanir” sagði hann svo er hann sá skelfingar svipinn á Jónatani, sem reyndar skánaði ekkert við þessa setningu.

,,eftir það sem gerðist í vöruskemmunni gat ég ekki annað en lagt á þig álög þannig að ég gæti séð hvert þú færir, ég geri þetta við alla nemendur sem ég treysti ekki” sagði hann og brosti blíðlega til Jónatans.

,,En að sjá svipinn á þér þarna væri ég svo sannalega til í að ná, æj hvað segir þetta fólk, ljósmynd af þér?”

,,Já sagði Jónatan og hló, ertu að meina að það eru ekki myndavélar í galdraheiminum?” spurði hann

,,það voru allaveganna myndavélar í Harry Potter bókunum.”

En af einhverjum ástæðum dáði Jónatan bækurnar jafnvel þótt hann þoldi ekki Harry Potter sjálfan.

,,Nei við höfum ekki mynda… hvað sem þú sagðir” sagði Skólameistarinn og átti augljóslega erfitt með orðið.

,,en þið eruð með dagblöð og svoleiðis, er það ekki?”

,,Jú auðvitað” sagði Anita

,,og eruð þið ekki með myndir sem fylgja fréttunum í dagblöðunum” spurði Jónatan og reyndi að gera allt eins auðvelt og hann gat fyrir þau.

,,aha já þú meinar, notið þið myndavjular til að hafa myndir?” sagði skólameistarinn sem var eitthvað að átta sig á stöðu mála.

,,já nema það heitir myndavélar, hvað notið þið”

,,teiknarana auðvitað” sagði Aníta, hálf hneyksluð á hvað þessi nýi vinur hennar vissi lítið.

,,eru menn sem teikna allar myndir sem eru í dagblöðunum?” sagði Jónatan en meir hneykslaður yfir því að svona þjóð hafi ekki enn fundið upp myndavélar

,,Nei ekki beint, hver og einn galdramaður hefur sína einstöku hæfileika og sumir hafa þann hæfileika að geta látið safa sýna það sem þeir sáu og svo þá festa þeir þann safa á blað” sagði Aníta dreymin á svip augljóst að hún væri ekkert á móti því að hafa þann hæfileika.

,,Takk fyrir góða útskýringu ég sé að þú hefur lært vel um hæfileika teiknaranna en vil þú ekki vera svo væna að hafa okkur Jónatan afsakaðan á meðan ég held áfram að tala við hann,
og aftur hneigði Aníta sig og sagði:

,,að sjálfsögðu skólameistari.” og gekk út.

Séra Baldvin snéri sér að Jónatani og gerði sig líklegan til að tala en hann Jónatan var á undan.

,,Er það mér að kenna að allt fór í háaloft? hvarf pabbi af ástæðum eitthvað tengt þessu?“

Jónatan horfði beint í augun á Séra Baldvini.

,,það er enn verið að reyna að komast að því, það veit enginn hvað gerðist við föður þinn, hvert hann fór eða hvernig. Það er bæði búið að tala við ætt föður þíns og móður þinnar og enginn veit neitt.”

,,En þau gætu alveg logið, ekki satt?

,,Þegar þú horfir framan í manneskju sem að gæti logið að þér þá hlustarðu ekki á svar manneskjunnar heldur hvernig hún sagði svarið, ég sá það í augum þeirra sem að rændu fólkinu og píndu þau, það var enginn lygi”

Séra Baldvin gerði hlé á máli sínu, stóð upp og gekk að glugganum

,,Klukkan er að verða margt og það er margt fyrir þig að læra, þú verður að leggja hart að þér að læra núna í sumar og í haust þú ert þegar búinn að missa af tveimur árum úr skólanum og kannt ekki einu sinni að nota mátt þinn”

,,Skóli? Ég get ekki farið í skóla, hvað verður um hana Rósulind? Ég skil hana ekki nein staðar eftir, sama hversu gott fólkið sé”

,,Já þú segir það, þá er bara eitt til
ráða, hún kemur með þér, hún verður að gera það, ég meina hún hefur áður komið með þér í alla aðra skóla er það ekki?

,,Jú það hefur hún gert.”

,,þá er það ákveðið, þú kemur í skólann, það verður auka rúm við hliðin á þínu í herbergi þínu og ef Aníta vill þá getur hún hjálpað þér að læra tungumálin sem eru töluð hérna og hún getur einnig passað Rósulind, en hún getur bara passað Rósulind næstu 2 vikur því að þá verður hún að fara aftur í skólann og ljúka skóla ári sínu.”
Séra Baldvin bjóst til að fara sótti hattinn sinn og stafinn.

,,Ætlaður bara að skilja mig eftir hér aleinann, hvert á ég að fara?

,,Já ég get ekki sýnt þér það nema þú drattist á fætur” sagði Séra Baldvin og brosti.

Séra Baldvin fylgdi Jónatani að gullfallegu húsi sem að var ekkert svo rosalega stórt en Jónatan fékk alveg frábært útsýni

,,Já þetta er ekkert svo slæmt” sagði Jónatan þegar hann var búinn að skoða húsið.

,,Verðum við Rósalind hérna ein þangað til að skólinn byrjar?

,,Já og Aníta, það verður að vera einhver til að hjálpa ykkur því að þú munt læra það sem eftir er ársins.”

Séra Baldvin hafði varla lokið setningunni þegar lítil skotta kom og hljóp hann Jónatan næstum niður, Aníta stóð bara rólega í gættinni og brosti.

,,Jónatan það er svo mikið sem að ég þarf að segja þér, þegar þú varst að vinna og ég var að sofna og þá kom Séra Baldvin og vakti mig og sagði mér að vera ekki hrædd og, og við flugum og það varð svo kalt og ég sá ekkert en kallarnir voru að tala um að borgin væri núna sjást en ég sá hana ekki en svo þá er hérna svo hlýtt allt svo flott eins og töfrar og vissirðu að Hanna hérna sem á heima við vatnið hún kann að láta blóm koma og fara ég vil gera það Jónatan má ég það?”

Rósalind var að fara yfir um hún var svo æst, hún hafði sagt allt þetta í einni runu og ekkert andað á milli.
Jónatan gat ekki annað en brosið, hann var svo ánægður.


Dagurinn eftir var enn fallegri en dagurinn á undan. Jónatan og Aníta vöknuðu eldsnemma, þó að þau höfðu verið að tala saman langt fram eftir nóttu.
Rósalind var enn sofandi enda var klukkan eitthvað um 6 að morgni áleit Jónatan miðað við birtuna úti það var eitt að því sem hann varð að læra á vistaverum sínum þarna vegna þess að úrið hans hafði ekki virkað frá því hann kom þangað en samt gekk hann með það af gömlum ávana. Aníta var strax farin að taka eitthvað til í morgunmat á meðan Jónatan skoðaði restina af húsinu.

,,Vá Aníta ertu búin að sjá útsýnið? þetta er næstum eins gott og á syllunni sem að þú sýndir mér”

Hann fór aftur inni í eldhús en stoppaði í dyragættinni, Aníta var svo falleg, bara ef að hann þyrði, ef hann hefði kjark í það, nei Aníta yrði aldrei hrifin af strák eins og honum,
Jónatan hélt áfram inni í eldhús.

,,Ég trúi því ekki að við verðum hér það sem eftir er sumarsins” Stundi Jónatan upp eins og honum liði eitthvað betur á að segja þetta oft.

,,Sumarsins? Þið verðið hérna þangað til í janúar, ég verð hér þangað til að skólinn byrjar aftur eftir sumarfræíið mitt en þú byrjar þegar ný önn byrjar og, og hún byrjar í janúar”

,,ó ég er bara svo vanur að skólinn byrji á haustin og endi á vorin og sumarið aðskilur skólaárin, en við fáum samt frí um Jólin og svoleiðis”

,,Jólin? hvað er það”

Nei það gat ekki verið,eru engin jól hérna, hugsaði Jónatan með sér.

,,Jólin er hátíð sem að fólk út í heimi heldur uppá, þetta er einnig hátíð ljóssins, friðar og fyrirgefningu. Jólin eru í lok desember og fram að 6. janúar eða í tvær vikur, fólk hengir upp jólaljós setur upp sjólastyttur og hlustar á jólalög, baka jólakökur og margt fleira rétt fyrir jólin og svo á aðfangadag gefur fólk sínum nánustu jólagjafir”

,,Þetta er rosalega líkt einni hátíð, nema það að sú hátíð sem að er haldin hér er haldin í þrjár vikur og ekki nóg með að hver og einn skreytir sína holu heldur er skreytt aðaltorgið og stóru trén þrjú sem að tákna stofnendur þessa bæjar, sú hátíð er í desember líka en hún byrjar í annarri vikunni í desember og er búin þegar nýja árið tekur við, sú hátíð táknar storminn ógurlega,
því að þegar mennirnir sem að stofnuðu þennan bæ voru hér á sínu fyrsta ári kom yfir þessi stormur sem að geisaði heillengi,
þegar honum lauk sem sagt í annarri vikunni í desember ákváðu þeir að halda hátíð til að þakka guði fyrir að fá að lifa af og hreinsa jörðina.
Þessi hátíð er einnig hátíð ljóss og friðar því að lokum kom ljósið og næturnar urðu styttri, hún snýst um fyrirgefningu því að í sögunni segir að þeir höfðu verið alveg bálreiðir út í almáttugan en þeir ákváðu að fyrirgefa honum því að það var enginn annar en hann sem að gaf þeim þennan stað.”

Aníta var á þessari stundu að setja síðasta plattann, sem að líktist svona mitt á milli skonsu og pönnuköku, á diskinn og setti diskinn á borðið, á meðan hún hafði verið að tala hafði Jónatan fundið saft og glös,diska og hnífapör og lagt á borð, Rósalind kom inn hlaupandi og skælbrosandi tilbúin að hefja nýjan dag á þessum nýja stað.
Gæti lífið orðið betra?