Sólin skein skært þetta miðvikudags eftirmiðdegi og Lilja rölti upp laugarveginn á heimleið. Um þessar mundir var lítið sem ekkert að gera í vinnunni hjá henni og þar sem henni hafði leiðst alveg ofboðslega ákvað hún að rúlla sér upp einni og fá sér í haus.

Lilja er góð stelpa með fallegt hjarta og brothætta sál. Lengi hafði hún leitað leiða til fóta sig í þessum heimi og það sem hún fann var allt annað en samþykkt af samfélaginu. Hún hafði fyrir mörgum árum kynnst efni sem kallast amfetamín. Þetta hafði verið hálfgerð vakning, slenið og depurðin hurfu eins og dögg fyrir sólu. Hugsanirnar hættu sínum brjálaða dansi og fóru að skírast og skerpast.

Nú var hlutunum háttað þannig að hún daglega fékk sér hressingu sem gerði vinnu og leik auðveldari viðureignar. Vandamálið er auðvitað að þetta er ávanabindandi efni, og þar sem hún vildi sofa á næturnar þurfti hún að hætta notkun um fimm sex leitið. Það sem gerist þá er losun dópamíns og serótóníns hættir og líkaminn kallar á meira. Til þess að koma í veg fyrir þetta komst hún að því að með því að reykja smá gras urðu fráhvarfseinkennin að engu.

En eitt af fjölmörgum vandamálum þess að nota daglega spítt og gras er paranojan sem Lilja var fullkomlega meðvituð um. Oftast náði hún að sannfæra sig um að allt það “óeðlilega” sem henni fannst fólk segja og gera væri í raun og veru aðeins hausinn á henni að plata hana, oftast. Þó kom fyrir að nojan náði helljartökum á henni og virtist sem öll skynsemi væri lamin úr henni. Í þessum tilfellum var það oft þannig að fólk í kringum hana var að “tala” um hana á dulmáli með óræðum merkingum, leit á hana eins og það vissi um alla hennar antí-samfélags gjörðir og að það væri aðeins tímaspursmál hvenær þau myndu fronta hana. Raunveruleikinn var oft á tíðum hættur að meika sens, og þess vegna reyndi hún allt sem hún gat til að láta óttann ekki ná tökum á sér.

Þar sem hún gekk núna upp laugarveginn sem var fullur af fólki að spóka sig varð hún skyndilega ofur meðvituð um sjálfa sig. Hún var orðin frekar stoned og var farinn að gleyma hvað hún var að hugsa fyrir andartaki síðan, þetta var ekki góðs viti. Svo hún ákvað að stoppa á pöbb sem hún var vön að fara á um helgar og leyfa vímunni að fjara út.

Hún opnaði dyrnar og fyrir framan hana stóðu skelfingu lostin gamalmenni. Lilju brá svo að hún sneri strax við og strunsaði í burtu. Hjartað hamaðist og hún fann hvernig svitinn streymdi um hana alla. “Fokk, ég verð að koma mér heim!” hugsaði hún með sér.

Þegar hún nálgaðist Hlemm varð henni litið afturfyrir sig og brá henni heldur í brún þegar hún sá gamalmennin tvö ganga hratt á eftir henni. “Oh fokk, þau vita.” Og hún gekk enn hraðar af stað. Við alla þessa hreyfingu varð víman enn sterkar og Lilja gleymdi hvers vegna hún var að flýta sér, það eina sem hún vissi var að einhver ógurleg ógn steðjaði að henni.

Óttinn heltók hana og hún fór að eiga erfiðara með andardrátt. Það þyrmdi svo að henni að hún hneig niður alveg máttlaus. Einhver hringdi á sjúkrabíl, fólk safnaðist saman í kringum hana, þar á meðal gamalmennin. Hún var flutt á slysavarðarstofuna og svo þaðan á geðdeildarsvið Landspítalans þar sem enn, mörgum mánuðum seinna, hún lifir enn í sama ótta, alltaf með þá tilfinningu að einhver ógurleg ógn steðjaði að henni. Hún hugsar oft með sér hvernig þetta gat orðið svona. Þetta sem hafði byrjað svo sakleysislega.

Endir.