Hún gengur með vinkonum sínum eftir stígnum til tjaldsins. Hún kemur að því og þar er strákur, ekki mikið eldri en hún. Hann virðist ekki mikið eldri en hún og þau tala saman yfir léttum bjór og fara svo á ball að skemmta sér. Hann vill fara lengra, en ekki hún. Hann kyssir hana. Hún hrindir honum frá sér. Hann tekur fast í öxlina á henni —

Hún vaknar.. Hvar eru fötin mín, guð. Hún horfir á líkama sinn sem er blóðugur, nakinn og hún grætur, grætur og grætur. Tárin streyma niður kinnar þessar stelpu sem var annars mjög lagleg. —

Daginn eftir skolaði líki upp á höfnina í Vestmannaeyjum. Það er lagleg stúlka, ekki eldri en 18 ára. Á líkinu finnst miði.
Á honum stendur.. Fyrirgefðu mér, mamma