Ég sat á kaffihúsinu með kókið í hendini. Veit ekki eftir hverju ég var að bíða. Engu trúlegast. Bara láta tímann líða allt í kringum mig eins og ég geri oftast eftir skólann. Allt í einu byrjaði hungrið að hrjá mig.
“Ekki núúúna” hugsaði ég með mér. Ég byrjaði að svitna smávegis. “Plís, góði guð, ekki núna”. En ég varð bara. Örsnöggt, fékk ég mér bita. Vonandi að enginn hefði séð mig, hallaði ég mér aftur með sælubros á vör.

“Ojjjjjj, sástu þetta???” heyrði ég hvíslað. Ég leit allt í kringum, í von um að þær ættu við eitthvað annað. En svo var ekki. Birgitta og Hlíf höfðu séð mig! Og nú mundu þær trúlega setja þetta á þessar heimskulegu bloggsíður sínar og segja öllum hversu mikið “freak-o” ég er. Andskotinn hafi það!

Ég fann aftur fyrir stingandi hungrinu og ég bölvaði sjálfum mér. En svo hugsaði ég: “Skólinn er hvort sem er ónýtur fyrir mér.” og fékk mér annað munnfylli. Óaðfinnanlegt. Eins og fullnæging kjaftsins. Þvílíkur unaður. Ég sá hvernig stelpurnar horfðu á mig en mér var alveg skítsama núna. Ég horfði til þeirra með bros á vör, eins og ég væri að segja: “Gerið ykkar versta.” “Þetta er allt í lagi” hugsaði ég áfram. “Skólin verður búinn áður en ég veit af”.

Allt í einu heyrði ég orðin sem mundu senda hjartað oní buxurnar. “Jéremías, Jesper minn, sástu hvað drengurinn gerði?”. “ Ertu ekki að djóka??? C,mon!!! Eldgömul kona með manninum sínum og tvær mestu gelgjur skólans höfðu sér mig!! Nú varð ég að hætta. ”Gamla beyglan á trúlega eftir að segja öllum þetta.“

Þjónustustúlkan var hjá stelpunum og Birgitta pantaði eitthvað. Ég heyrði ekki beint hvað hún sagði en heirði samt ekkert: ”Strákurinn þarna… eða “hornefurinn”. Það var gott. Kanski voru þær ekki svona miklar tíkur. Þær voru með fullt af blöðum á borðinu sínu. Trúlega að læra eða plana eitthvað fyrir ball eða eitthvað nemendaráðslegt eins og þær gera alltaf.

Maður með konuni sinni (mundi ég trúa) löbbuðu nú inn. Aftur fann ég stinginn frá maganum. “ÞRISVAR???” hugsaði ég og fékk mér einn lítin bita, eins snögglega og laumulega og ég gat. Samt heyrði ég frá manninum: “Djöfull ertu heppin að þessi vinnur ekki hjá þér í bakaríinu.” sagði hann og hló. “Og þú spyrð af hverju ég vil ekki börn.” sagði hún eins og ég væri þroskaheftur eða eitthvað.

Reiðin sauð innra með mér. Þjónustustúlkan kallaðu núna í stelpurnar og Hlíf stóð og sótti pöntunina. Er hún gekk framhjá mér hvíslaði hún að mér: “Passaðu að fá ekki blóðnasir”. Ég stóð örsnöggt upp svo að Hlíf bakkaði um tvö skref og öskraði á hana: HALTU FOKKIN KJAFTI ANDSKOTANS TÍKIN ÞÍN. “Hvað er að þér”? kallaði Birgitta yfir til mín. “ÞIД!!! SVARAÐI ÉG. “ÞIÐ HALDIÐ ÖLL AÐ ÞIÐ SÉUÐ YFIR MIG HAFIN EN ALLIR HAFA SÍNA KÆKI!!! GAMLIR SIÐIR DEYJA EKKI LÉTTILEGA!!!

”Rólegur kallinn“. heyrði ég úr þessum þrítuga manni sem hélt inní sér hlátrinum. ”Ó, ALLT Í LAGI! UM LEIÐ OG ÞÚ OG ÞESSI ÓDÝRA HÓRA ÞÍN HÆTTIÐ AÐ TALA UM MIG!“ Nú varð hann pirraður. Ég sá á honum að hann vildi kýla mig til dauða. Greinilega auðvelt að gera hann reiðan. En áður en hann gat snert mig sagði þjónustustúlkan: ”Stefán, ég held að þú ættir að fara núna.“

Karen var góð vinkona mín og þess vegna hlýddi ég en í hurðinni trúlega af pirringi sagði ég: ”Af hverju geriði ekki heiminum greiða og dettið þið niður dauð?“

”Guð minn almáttugur!.“ heyrði ég úr gömlu tíkinni og greyið Karen var nú þegar byrjuð að þrífa kókið eftir mig. Konan var að róa mannin sinn og stelpurnar voru enn í sjokki yfir að ég svaraði þeim loksins. Á leiðinni út rakst ég á mann. Svoldið aldraður. ”Sælinú.“ sagði hann rólegur. ”Hæbb“ svaraði ég og byrjaði að ganga heim.

Þegar ég var kominn heim fór ég að læra, fór aðeins í tölvuna og fékk mér loks að borða. 1944 af því að mamma var í vinnuni. Ég sá eftir því að hafa sagt þetta, sérstaklega við Karen sem átti það alls ekki skilið. Ég ætlaði að biðjast afsökunar næst þegar ég mundi hitta hana. Ég kveikti á sjónvarpinu og horfði á barnaefnið. Svo komu fréttirnar. Ég byrjaði bara á ritgerðinni sem átti að skila eftir viku í íslensku. En þá heyrði ég eina frétt sem kom mér til að líta við.

” Svo virðist sem að Halldór Sveinson, eigandi Kaffihúss Halla hafi skotið alla sem voru og það á meðal sjálfan sig. Ástæðan er óljós en sögusagnir herma að einhver hafi reynt að kaupa staðinn af honum sem hann neitaði en honum var víst gert boð sem hann gat ekki hafnað. Selja eða staðurinn yrði brotinn niður. Auðvitað eru þetta bara sögusagnir en við komum aftur að þessu seinna, um leið og við vitum meira. Um það bil átta manneskjur misstu líf sitt að auki Halldórs. Í öðrum fréttum…“

Ég slökkti á sjónvarpinu. Agndöfa hugsaði ég með mér hvað það munaði litlu að ég gæti verið dáinn núna. Svo hugsaði ég: ”Heppinn", fékk mér annan bita og fór að sofa.

Endir.
Let me in, I’ll bury the pain