Mamma Saga sem ég samdi. Vonandi líkar ykkur hún. Kommenta á hana!
Afsakið stafsetningarvillur



Vááá hvað það var gaman á Akureyri. Pabbi kom og sótti mig í skólann eftir ferðina. Ég fann strax að það var eitthvað að. Ég þorði ekki að spyrja.
Augun hans vorun útgrátin. Hann þagði alla leiðina heim. Þegar við komum heim tók hann utan um mig og sagði að mamma, að mamma væri dáin. Var að keyra heim úr vinnunni og lenti í hálku og rann útaf. Hún lést samstundis.
Ég trúði þessu varla. Mamma dáin. En hún var mamma. Mamma sem smurði nestið í skólann, mamma sem strauk vangann, með hlýjar mjúkar hendur, mamma sem ilmaði alltaf svo vel. Hún gat ekki verið dáin. Afhverju mamma? Ég hljóp inn í
herbergi og lagðist í rúmið.
Daginn eftir mætti ég ekki í skólann. Pabbi hringdi og fékk leyfi fyrir mig. Ég lá uppi í rúmi og hugsaði um mömmu. Sunna kom til mín með bækur. Hún spurði hvað væri að. Ég svaraði henni ekki en bað hana að láta bækurnar á borðið og fara. Ég mætti ekkert í skólanum þessa viku. Sunna hringdi:
- Hæ,þetta er sunna
- hææ
- afhverju ertu ekkert búin að koma í skólann?
- Afþví bara!!
- Hulda, við erum vinkonur og vinkonur segja hvor annari allt!
- Okei, komdu til mín
- Ok, kem eftir 5
Ég lagði á. Ég varð að segja henni þetta. Kistulagningin var jú á morgun.
Pabbi var aftur farinn að vinna og ég gat ekki talað um þetta við hann.
Sunna kom og ég sagði henni þetta.
- Mamma er dáin
- Haaaaaaa, nei hún getur ekki verið dáin.
- En hún er það, svo hún hlýtur að vera dáin.!!
- Ég samhryggist þér, en ég veit hvernig þér líður
- Neiii , þú veist það ekki neitt. Þú átt 2 foreldra, 2 systkin, hund en hvað á ég? Jú bara pabba. Þú veist ekki hvernig mér líður!!!
- Okei sorry,en….
- Farðu
- Afhverju
- Bara…
Sunna vildi ekki fara svo að ég hljóp út. Ég hljóp niður í Sjoppu og keypti mér uppáhalds súkkulaðið mitt og mömmu, Eitt Sett.
Þegar ég kom aftur heim var Sunna farin. Gott. Ég borðaði helmingin af súkkulaðinu. Ég borðaði alltaf helminginn og mamma helminginn. Það var bara alltaf þannig. Ég geymdi hinn helminginn ofan í skúffu og lagðist til svefns.
Ég vaknaði við það að pabbi fór. Klukkan var 10 á föstudegi.Skipulagsdagur í skólanum, hefði hvort sem er ekki farið.
Ég heyrði einvhern umgang í eldhúsinu. Mamma! Þetta hafði bara verið draumur, eða hvað? Ég opnaði skúffuna og sá hálft súkkulaði. Þetta var enginn draumur.
Mamma var dáin.