Ég er umkringdur af fólki sem ég þekki ekki, sem ég vill ekki kynnast. Þetta herbergi er svo þröngt, ég næ ekki andanum.. Mér langar heim, ég vill ekki vera hérna en þá.

Fangelsi, fólk heldur að ég sé í fangelsi, þetta er ekki fangelsi, þetta er eitthvað miklu verra en fangelsi, þetta er helvíti.

Hver kom mér hingað inn, ég sofnaði, og núna er ég fastur hérna.

Ég er ekki vondur, hef aldrei drepið neinn, og gert neitt slæmt, alla mína ævi. Nema kannski einusinni, þá stal ég spólu í búð í nágrenninu sem ég átti heima í þegar ég var krakki, en fyrir utan það þá hef ég verið góður strákur, ég hef alltaf verið góður strákur.

Ég á erfitt með að ná andanum, það eru allir að kafæra mér í tækifærum sem mér finnst ég ekki eiga skilið að fá, og ég veit að ég á aldrei eftir að fá þessi tækifæri.

,, Hvað gerðir þú við þau, hvar faldir þú líkin?’’
Það er maður að tala við mig, við þetta skrifborð, hann sagði að ég hafi drepið fullt af fólki, sagað af þeim alla líkamspartana og dreift þeim víðsvegar um landið. ´
Það var ekki satt, ég geri ekki þannig hluti, ég er góður strákur.

Ég næ ekki andanum, maðurinn horfir á mig djúpum augum, og er að bíða eftir svari, en ekki samt því svari sem ég síðan gef honum.

,, Ég hef engan drepið’’ kjökra ég út úr mér.

Ég sé að hann verður pirraður á svip, og mjög vonsvikinn yfir því að ég sagði honum ekki hvar líkin voru. En hvaða lík, ég hef engan drepið, og get því ekki sagt honum hvar þau eru.

,,Við vitum alveg að þú drapst þau, við erum með allar þær sannanir sem benda á þig, benda á þig Pálmi, þú drapst þau.

Hvað meinar hann með Pálmi, ég heiti ekki Pálmi, ég heiti eitthvað allt annað, hann er með rangann mann.

Maðurinn slær höndunum á borðið sem ég sit á, og er að bíða eftir einhverju svari, en ég horfi bara skelkaður á hann, af hverju er hann að kalla mig Pálmi, ég heiti ekki Pálmi.

Herbergið byrjar að þrengjast að mér, ég svitna allur, og næ varla andanum. Er ég að fá einhverskonar kast.

,,Svaraðu drengur, svaraðu mér anskotinn hafi það’’.

Ég reyni að svara, ég vill svara en ég get það ekki, ég græt bara.

,,Hættu að grenja ógeðið þitt, þú átt ekki skilið mína vorkunn, þú átt ekki skilið neina vorkunn morðingi’’.

,,Ég er enginn morðingi’’ öskra ég há grenjandi.
Ég vill fá mömmu mína, hún getur þó huggað mig, hún getur alltaf huggað mig. Ég elska hana.

Maðurinn hristir hausinn, og bakkar aðeins frá mér.

,, Pálmi, þú ert morðingi það vita það allir, og ef þú villt fá móðir þína, sem ég veit að þú villt, þá máttu það ekki, mamma þín vill ekkert með þig lengur hafa’’.
Ég horf á manninn, hví er hann að segja svona vonda hluti, mamma mín elskar mig, þó svo að ég hef ekki talað við hanna í næstum ár, þá veit ég að hún elskar mig.
Hvað hef ég gert, ég hef ýtt öllum mínum ást vinum í burtu.

,, Segðu mér hvar þú faldir líkin Pálmi, segðu mér það núna’’ öskrar maðurinn í eyrað á mér.

,,Ég heiti ekki Pálmi’’ öskra ég eins hátt og ég get, ég mundi núna hvað ég hét, ég hét Gunnar. ,, Ég heiti Gunnar’’ öskra ég næstum jafn hátt og áður.

Maðurinn labbar frá mér og snýr sér síðan við og glottir.

,, Gunnar segiru, ég hélt að hann væri löngu búinn að drepa þig’’.