Myrkur… var það eina sem ég sá þegar ég rankaði við mér. “Hvern andskotann gerðist í gær maður” Hugsaði ég og reyndi síðan að hreyfa mig.
“Fjandinn hafi það hendurnar mínar eru bundnar! Ábyggilega lélegur brandari hjá strákunum” Hugsaði ég áður en ég öskrað : STRÁKAR ÞETTA ER EKKI FYNDIÐ!
Þögn… eina sem heyrðist var skrölt úti og ekkert annað.Ég skimaði hratt í kringum og reyndi að sá eitthvað sem gæti hjálpað úr… hverju sem ég ver fastur í.”Rændur… rændur” umlaði ég við sjálfan. “HLEYPIÐ MÉR ÚT FOKKING HÁLFVITAR” öskraði ég úti myrkrið en ekkert svar kom
. Ég byrjaði sprikla um einsog óður væri þangað til að ég missti móðinn byrjaði að hugsa hvern andskotann hefði gerst í gær.
Eina sem ég mundi var að ég var á barnum með vinum mínum og slagsmál við einhvern peyja… kannski ekki alveg slagsmál heldur algjört rúst!
Þetta ætti að kenna þessum peyja að horfa ekki svona á mig Ég flissaði þegar ég hugsaði til gærdagsins.
“Fjandinn hafi það helvítis homminn hefur rænt mér, ég hefði átt að berja hann þangað til að hann hreyfði sig ekki lengur!”
Ég tek annað brjálæðiskast í von um að eitthvað gott kemur úr þessu. “Þetta virkar ekkert!” Öskra ég og ligg síðan kurr og bíð eftir að eitthvað gerist… en ekkert gerist bara þögn og ekkert annað “Er ég í bíl?” Hugsa ég og reyni að hreyfa mig.


Ég tek andköf af ánægju þegar ég hreyfi fæturna “AHA! yes aulinn þinn gleymdir að binda fæturna mínar!” kallaði ég, en áttaði mig strax á hvor er aulinn sá sem batt mig eða ég að taka ekki eftir því. Ég þreifi mig um með fæturna og finn að ég er í kassalögum hlut um miðlungstórum allavega nógu stór svo ég get snúið mér við og næ til lofts með fæturna. “Frelsi hér kem ég” sagði ég og lyfti fæturna og hóf mig að sparka í loftið til frelsis.Ég hef séð nógu margar action-myndir til vita hvernig þetta virkar.Ég þrusaði eins fast og ég gat í loftið og heyrði gríðarlegan brest, í fyrstu öskraði ég af ánægju en þau öskur breytist í sársauka öskur þegar ég áttaði mig á því að bresturinn var ekki lokið á því sem ég er inní heldur fóturinn minn…
Ég fann blóðið leka niður af fætinum mínum og fann fyrir hita blóðsins þegar það byrjaði að mynda poll fyrir neðan mig og fór hægt að stækka og dreifast um allt. “sársaukinn. Sársaukinn.” Emjaði ég. “hleypir mér út! Hleypið mér út! Sagði ég snöktandi og byrjaði að gráta einsog smábarn. “plís hleyptu mér út PLÍS ég bið þig”.
Öskraði ég.
Mínútur liðu kannski klukkutímar tíminn leið svo hægt og eina sem ég gat gert var að liggja í eigin blóð og gráta af sársauka og hræðslu.
Eftir stuttu stund finn ég blóðið hjá hálsinum og byrja að snökta aftur “mu..mun ég dey..dey..deyja? aleinn?
Ég vill ekki deyja ég vill ekki deyja” endurtók ég sífelt að mér.Skrunið stoppaði og ég heyrði dauft fótatak rétt hjá og hurð vera opnast. “HJÁLP! HJÁLP! HLEYPTU MÉR ÚT!” Öskraði ég, en í þetta skipti heyrði ég fliss frekar kvenlegt fliss.
Ábyggilega homminn að fara gera þarfir sínar við mig. Hugsaði ég.
“hleyptu mér út maður fyrirgefðu, bara ekki meiða mig.. fyrirgefðu… fyrirgefðu ég vill ekki deyja!.
Eftir smá þögn heyrði ég kunnuglega rödd sem ég bjóst síst við kvenmannsrödd…. “Fyrirgefðu bætir ekki sársaukann sem þú valdi mér!” Sagði hún hvasst.
Áður en ég náði að svara hreyfðist ég og fann hvernig allt snérist við.Til að gera allt verra lenti ég á brotna fætinum og öskraði af sársauka ég snéri mér sjálfsátt við og tók eftir litlu gati rétt fyrir ofan mig… skáagat. “helvítis tíkin hefur hent mér í kassa og snúið honum við.
Þá áttaði ég af hverju röddin var svona kunnugleg þetta var mín minn fyrirverandi, tíkin sem “stalkaði” mig þegar ég sleit sambandið.
Það passaði allt, ég man eftir stórum kassa sem hún geymdi dótið sitt og hún keyrir sendiferðabíl, en samt passaði ekki eitt vinkona hennar sagði mér að hún hefði skorið sig á púls af ástarsorg…
Ég fann fyrir skruðning og kassinn byrjaði að hreyfast.
“Dí… Díana plís ekki gera þetta! “sagði ég snöktandi.
“Of seint elskan þú vilt mig ekki þannig að ég vill vera viss að enginn annar fær þig í staðinn, því þú átt ekki skilið betra!
Hvernig í andskotanum fer hún að því að bera mig þetta?
Hún var algjör beinagrind þegar ég sá hana seinast.”Vertu blessaður elskan vot gröf handa þér. “
Áður en ég náði að segja eitt orð byrjaði ég að falla, algjör skelfing tók tök yfir mig og öskraði eins hátt og rödd mín gat en ekkert gerðist, ég féll í sjó, ég fann ískalt vatn byrjað að flæða inn og ég vissi að ég væri jafn gott sem dauður.

Ég heiti Jón og þetta var dauði minn…..

————————————————–
Þetta er mín fyrsta saga hér svo endilega segja mér hvað ætti að breyta og hvað ætti að bæta.