Þetta er fyrsta sagan mín hér inná huga ég vona að ykkur líki hana. Þetta er meira að segja reyndar ritunarverkefni í skólanum sem gekk of langt. P.S Ég afsaka allar stafsetningarvillur


Undarlegur nágranni.

Guðmundur var rannsóknarlögreglumaður bjó í fyrir Reykjavík. Hliðina hjá honum voru tvö hús. Eitt hús og einn hrörlegur yfirgefinn kofi. Guðmundur átti tvö börn Mörtu og Helga. Marta var 5 ára en Helgi var 9. Þau léku sér oft úti en pabbi þeirra bannaði þeim að fara inní kofan sem stóð þarna einn. Pabbi þeirra hafði sagt þeim sögur að það væri draugur inni í kofanum.

Dag einn fagran sumardag voru krakkarnir einir heima þau voru að leika sér úti með fótbolta, enda var hann Helgi nýbyrjaður að æfa fótbolta og átti glænýjan bolta. Svo í miðjum leik þá sparkar Helgi svo fast í boltann að hann flýgur inní næsta garð þar sem kofinn er. Helgi varð skíthræddur og spurði sjálfan sig hvort hann ætti að fara inn í garðinn og ná í boltann eða geyma þangað til pabbi kæmi heim en hann ákvað að fara. Hann tók litlu systur sína með sér sem var mjög hugrökk 5 ára stelpa. Þau þurftu að klifra yfir grindverk, þau komust bæði yfir. Vá Helgi hafði sparkað svo fast í boltann að hann hafði farið inn um gluggan á húsinu, og hann hafði brotið gluggann. Nú var Helgi litli í klípu. Hann ákvað svo að fara inn. Hann bankaði á dyrnar en enginn svaraði, hann prófaði að opna. Það var opið þau fóru inn. Löbbuðu um Helgi sá boltann. Honum var létt það var engir draugar í þessu húsi, þetta var bara einhver vitleysa. Hann sneri sér við og þá sá hann mann.


Guðmundur var þreyttur og svangur þegar hann kom úr vinnunni, hann hugsaði sér hvað krakkarnir væru að gera. Hann var ekki viss um hvort hann hefði átt að skilja þau ein eftir Helgi var ekki nema níu ára. En jú það hlýtur að vera allt í lagi með þau. Hann renndi heim á Volvonum. Það var kveikt inní húsinu klukkan var orðinn 6. Krakkarnir hljóta að vera orðnir svangir. Hann opnaði hurðina og öskraði ,,krakkar ég er kominn heim’’ enginn svaraði. Hann kíkti inní herbergin þeirra. Hann hugsaði. Þau hljóta að vera útí garði að leika sér ennþá. Hann kíkti útí garð. Enginn þar, hann var orðinn áhyggjufullur. Hann öskraði ,,krakkar Marta, Helgi!’’ Enginn svaraði. Honum var litið yfir í kofan hliðina á. Það var kveikt ljós þar. Höfðu krakkarnir kannski farið þarna inn já ábyggilega.

Hann labbaði að kofanum og bankaði. Enginn svaraði hann bankaði aftur. Ekkert svar. Hann heyrði í einhverjum fyrir innan. Hann reyndi að sparka upp hurðina hún brotnaði smá. Honum þóttist heyra barnagrátur að innan. Hann nelgdi upp hurðina og sá hryllilega sjón. Börnin hans lágu þarna í rúmi og yfir þeim stóð ógeðslegur maður með grímu. Hann hljóp að honum og lamdi hann maðurinn rotaðist. Hann sá að að Helgi var sofandi eða meðvitindarlaus eða….hann gat ekki einu sinni hugsað sér það….dáinn en hún Marta var vakandi og grátandi. Hann spurði hana hvað hafði gert. Hún sagði honum alla sólarsöguna með fótboltann og það. Svo sagði hún að þegar maðurinn hafði lamið hann Helga mikið þangað til hann sofnaði. Hún sagði að maðurinn hafði verið með eitthvað hvítt í tösku. Svo hélt hún áfram að gráta. Hann leytaði í húsinu og fann poka af Kókaíni.
Hann tékkaði síðan á púlsin á Helgi. Það var enginn púls. Hann fékk tár í augun. Var hann dáinn? Hann þreyf strákinn og dreyf sig með hann á spítalann og tók Mörtu með. Hann var hræddur um að hann Helgi væri dáinn. Þau fóru með hann á Landspítalann og hann fór með sjúkrarúmi inná einhverja stofu þar sem voru notaðar lífgunaraðgerðir og þeir náðu að bjarga Helga. Guðmundur grét af gleði. Helgi þurfti að vera á spítala marga daga eftir. En maðurinn var farinn þegar þau komu til baka.

Endir!