Örlagastafurinn (3. Kafli. “Draumurinn”)

Nokkur ár eru liðin frá því Pétur var settur í fangelsið. Pétur er 21 árs. Það er að fara láta hann lausan með skilorði. Hann labbar inn á skrifstofu. Þar er maður sem er með kassa með eignum Péturs. Neðst í kassanum var bókin sem Stefán gaf honum. Hann labbar út af lögreglustöðinni. Í bílastæðinu er bíll og foreldrar hans eru þar. Hann sest inn í bílinn.
“Það er gott að fá þig heim” segir mamma hans. Pétur horfir dauflega út um gluggan. Pabbi hans er með einhvern fýlu svip á sér. Hvað er að? Spyr Pétur. Heldur þú virkilega að ég hafi gert þetta? “Ég sagði það aldrei, svarar faðir hans gremjulega.
En þú heldur það, ansar Pétur. NEI öskrar faðir hans. Ég hef bara saknað þín, ég veit að þú myndir aldrei gera svona lagað. Takk pabbi svarar Pétur. Leið og Pétur fór heim settist hann upp í sófa og horfði á sjónvapið. Stuttu seinna var hann sofnaður. Um miðja nótt. Hann kíkir út um gluggan og sér Stefán. Hann hleypur út og sér Stefán. Hann segir ekki neitt en gefur honum merki að koma með sér. Þeir labba rétt fyrir utan bæinn þar sem lítið hús er. Stefán bendir á það og sveiflar síðan höndinni í átt að Pétri. Pétur skýst í burtu. Allt í einu vaknar hann í sófanum .
Morgunnin eftir fer hann sömu leið og í draumnum. Hann sér húsið. Hann labbar upp að því og bankar á hurðina. Allt í einu kemur maður til dyra. Hvað vilt þú barn? Spyr maðurinn. Ég á hér erindi. Hvurslags erindi spyr maðurinn. Þekkir þú Stefán sem er galdrakarl. Karlinn stamar.Ert þú Pétur? Já svaraði hann. Komdu inn barn.
Svo þú ert Pétur, segir karlinn er hann hellir Pepsi í glasið hans. Ég heiti Höskuldur, ég og Stefán lærðum saman galdra. Ert þú galdrakarl? Já, svarar Höskuldur í nöldurtón. Eftir pínu stund og pínu spjall spyr Höskuldur: Pétur, hvað getur þú svosem gert? Pétur tekur málverk sem var á veggnum og kastar því í áttina að Höskuldi. Hann sveiflar síðan höndinni og málverkið stoppar hársbreidd frá auganu hans. Jæja segir Höskuldur. Höskuldur tekur upp glerkönnu. Kastar henni í átt að glugganum. Hann skýtur eldkúlu í hana svo hún springur. Glerbrotin fara gegn um gluggan og sameinast aftur í könnuna úti. Pétur stamar á fullu. Höskuldur brosir til hans og segir: Þú átt mikið ólært. Pétur þakkar fyrir sig og fer heim.
Um nóttina læðist Pétur út. Hann hleypur heim til Höskulds.
Hann bankar fast á hurðina. Höskuldur kemur til dyra. Hvað gengur á barn?
Það er tími til að skreppa út í sveit.