——–
Þetta er framhald af sögunni minni “Sjálfsmorð!” http://hugi.is/smasogur/articles.php?page=view&contentId=2837889
——–

Ég klæddi mig í náttfötin og ætlaði að fara koma mér í háttinn. Ég leit út um gluggan og horfði yfir borgina, borgina sem ég hafði varla farið út fyrir síðan ég fæddist.. og núna átti ég að flytja! Ég burstaði tennurnar og horfði á andlitið mitt í speglinum.. Úff það var greinilegt að ég þyrfti að fara að sofa eða að minnsta kosti fara í sturtu. Baugarnir, sem náðu marga sentimetra fyrir neðan augun, voru dökkfjólubláir, stutt hrokkið hárið, sem leit út eins og það hafi verið sprenging í því, var orðið fitugt og stóð í allar áttir, og víða mátti sjá bólur. Ojj bara að ég, þrítugur maðurinn, en þá með bólur út um allt andlit! Hneyksli! O jæja það skásta sem ég gat gert í stöðunni var að fara sofa.

Ég lagðist upp í rúm og horfði upp í loftið. Afhverju þurfti hún að deyja! Og fyrst hún dó afhverju drap ég mig ekki bara á meðan ég gat. Ekki gat ég látið þessa foreldra stjórna mér! Ég er þó búin að ákveða að flytja. Reyna við eitthvað nýtt, ekki gat ég lifað við þessar aðstæður?

Eftir nokkra svefnlausa klukkutíma stend ég upp. Ég fer í baðsloppinn minn og svo í skó. Ég ætlaði að fara í göngutúr. Ég labbaði út í ískalda nóttina. Það hefði verið sniðugra að fara betur klæddur en ég áleit það of seint þó ég væri bara búin að labba nokkur skref. Ég labbaði alveg inní hverfið þar sem ég bjó þegar ég var krakki. Ég labbaði framhjá gamla skólanum mínum. Skólalóðin var grá og kuldaleg og rólurnar hreyfðust eftir vindinum. Ég sast í eina. Á þessum stað, reyndar í öðrum rólum, hafði fyrsti koss okkar Thelmu átt sér stað. Þarna höfðum við setið og viðurkennt að við værum ástfangin, sem var mikið afrek þar sem við vorum bæði feimin. Hvernig gat guð látið svona yndislega manneskju deyja? Raunar þá hafði hún framið sjálfsmorð en Guð hlaut að vita fyrir fram hvað Thelma myndi gera! Ég hafði alltaf haft það á tilfiningunni! “Andskotans Rugl!!” öskraði ég og sparkaði í stóran stein. “Áts!” okii þetta var ekki gáfulegt. Ég rölti áfram, haltur, og alveg bálreiður. Þegar ég var komin rétt fyrir utan lóðinna þá tók ég eftir hóli. Ég mundi eftir honum. Þarna hafði ég setið klukkutímum saman eftir að Thelma var nýdáin. Fyrst vorkenndu krakkarnir mér og svo virtust þau gera grín af mér og hættu alveg að vera vinir mínir. Mér var alveg sama! Ég vildi hvort eð er bara Thelmu! Ég settist þar sem ég hafði setið í fríminótunum það sem eftir var skólagöngu minnar. Ég get svarið það að það var sár í jörðinni á staðnum sem ég hafði setið á. Þetta verkaði eins og sæti! Ég settist niður í sárið og lét fara vel um mig. Ég hafði alltaf farið í kirkjugarðinn en eftir 2 daga gæti ég það ekki! Þá væri ég fluttur! Ég stóð upp og ætlaði að fara í kirkjugarðinn en hætti við, það var orðið of áliðið.

Ég rölti heim og þegar ég var kominn klæddi ég mig úr skónnum. Svo fór ég líka úr sloppnum og lagðist upp í rúm. Í þetta sinn var ég ekki lengi að sofna. Eftir ekki langan tíma vaknaði ég. Ég var mjög þreyttur og vildi bara sofa. Það tók mig tíma að opna augun sem voru eins og blý. Þegar mér tókst það loksins leit ég upp. Mér brá allsvaðalega. Fyrir framan mig stóð hún. Það var ekki um að villast. Þetta var hún Thelma. Reyndar var hún ekki eins sæt og hún hafði verið en hún var falleg og það var ekki um að villast. Hún var öll grá og þaað var eins og hún svifi en samt var hún standandi á gólfinu mínu! Þegar ég tók eftir því að birta stafaði af henni áttaði ég mig á því að þetta var ekki hún, þetta var annaðhvort draumur eða sýn. Hún virtist döpur og sektarkennd ljómaði úr augum hennar. Hún tók í hendina mína og þá sá ég skurðinn. Hann var mjög djúpur. Hún hélt þægilega um hendinna og strauk henni. Ég leit í augu hennar en hún leit undann. Henni leið ekki vel. Allt í einu heyrði ég rödd hennar. Samt hreifði hún ekki munninn.. “Fyrirgefðu.” Ég ætlaði að fara opna munninn og segja eitthvað en ég gat það ekki. Hún lagði utan um mig og kyssti mig á munninn. Ég fann fyrir miklum sársauka. Þetta var svo gott að sjá hana en sársaukinn sem með fylgdi. Hausinn minn var að springa. Mér sveið í tunguna og það virtist vera rokktónleikar í hjartanu mínu.
Svo varð allt svart!



Takk fyrir lesturinn =)
Deyr fé, deyja frændur,