Þessa sögu skrifaði ég fyrir skólan og gerði hana einum degi áður en ég átti að skila henni, þannig þetta er svona dálítið bull og ekkert alltof mikill söguþráður í henni finns mér. En ég vona samt að þið lesið hana, þar sem ég er búinn að skrifa hana langar mig að sjá hvað fólki finnst um hana. Enjoy

Ferðalagið í stríðinu

Ég man eftir að hafa vaknað upp úr rotinu á yfir gefnum spítala.
Ég tók eftir því að fjölskyldan mín var í sama herbergi , engin þeirra hreyfði sig. Þegar ég gekk fram á gang tók ég eftir að húsið vari fullt af líkum, ég heyriði skothljóð. Ég var illa slasaður en ég gat samt gengið. Þegar ég kom út sá ég að ég var staddur á niðurníddum stað í úthverfi Berlínar. Ég tók eftir því að dánir hermenn voru liggjandi á götunni, það voru Rússar, ég tók byssu eins þeirra til öryggis. Öll húsin voru ónýt, ég reyndi að finna mér mat í rústunum. Eftir dágóða stund gafst ég upp, ég var orðin glorhungraður, ég gekk í öfuga átt við skothljóðin, ég var búin að ganga í kringum klukkutíma þegar ég heyrði menn tala saman, ég fikraði mig nær til þess að geta heyrt hvað þeir voru að segja, þetta voru hermenn, rússneskir hermenn. Ég stóð upp og gekk til þeirra með uppréttar hendur, þeir kipptust við og miðuðu byssunum á mig, ég sagði þeim að ég væri þýskur og væri að reyna að forðast styrjöldina. Þeir tóku eftir að ég var bara unglingur en treystu mér samt ekki, þar sem ég var með byssu og unglingar tóku alveg jafn mikinn þátt í stríðinu og fullorðnir menn.

Ég sagði þeim að fjölskilda mín væri dáin og vildi bara halda lífi sjálfur. Þeir létu byssurnar síga og gáfu mér brauð að borða. Ég spurði þá af hverju þeir væru bara tveir, þeir sögðu að þjóðverjarnir hefðu drepið allt liðið en þeir sluppu og væru nú á flótta eins og ég. Næsta dag byrjuðum við að labba í leit að betra skjóli, það var líka ekki sniðugt að halda sig lengi á sama stað. Við höfðum verið á gangi í um hálftíma þegar við sáum þýska hermenn koma á móti okkur. Það vildi svo óheppilega til að að þeir sáu okkur líka og byrjuðu að skjóta á okkur Rússarnir hlupu strax í burtu og ég hljóp í öfuga átt við þá. Ég sá ekki hvort þeir náðust eða hvert þeir hlupu og þegar ég leit við til að gá hvort einhver væri á eftir mér þá datt ég um grjót sem var í vegi fyrir mér. Hermennirnir náðu mér strax.

Ég laug að þeim að ég hefði verið að njósna um Rússana þegar sveitin þeirra var drepin og hefði verið að reyna að ná mikilvægum upplýsingum uppúr þeim en ekkert hafði gengið. Þeir gleyptu við sögunni minn og þeir keyrðu með mig í búðirnar. Þar var ég látinn fá búning og mat og var síðan sendur til Berlínar. Þaðan átti ég síðan að vera sendur til Póllands með stórri sveit hermanna. Ég vildi ekki deyja þannig að ég strauk úr bílnum áður en við komum að landamærunum. Ég fann mér góðan stað til að sofa á, í niður níddum og yfirgefnum bæ rétt hjá bráðabyrgða herstöð. Daginn eftir laumaðist ég inní herstöðina og fékk mér að borða með hermönunum þar, ég spurði hvað þeir voru að gera hér hjá yfirgefnum bæ, þeir sögðust vera á leiðinni aftur í einhvern bæ rétt hjá Berlín, það var neflinlega kallað á liðsauka. Ég fór með þeim þangað og gekk svo í um 6-7 daga þangað ég kom til berlinar. Ég klæddi mig úr búningnum en hélt byssunum. Þegar ég var kominn inní bæinn bankaði ég uppá á húsum og bað um skjól, eftir nokkrar tilraunir fékk ég skjól hjá lítilli fjölskyldu. Það var hjónin sem bjuggu þarna áttu bara eitt barn.

Eftir nokkra daga fór ég út og fékk vinnu við vegalagningar, launin voru ekki góð en ég gat ekki verið að sníkja af fólkinu endalaust og þetta var betra en ekkert. Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Þýskaland varð allt vitlaust, það var reynt að fá mig í herinn aftur en ég stakk af. Flestir menn og unglingsstrákar voru sendir í herinn til að berjast við Kanann. Það var skylda nema að þú værir ekki í neinu ástandi til að berjast til dæmis ef það vantaði á þig hendur eða fætur eða ef þú værir það slasaður til að geta hreyft þig. Ég þurfti aftur að vera á flótta nema að ég vildi vera í hernum. Ég gat ekki einu sinni farið útí búð og keypt mér mat. Ég þurfti að stela á nóttunni þegar engin var á ferli. Meðan ég var í felum hitti ég annan strák, einu eða tveimur árum eldri en ég. Hann var líka að fela sig fyrir hernum.
Hann sagðist ætla keyra til Danmerkur. Hann hafði stolið bíl frá hernum þegar hann strauk. Hann spurði hvort ég vildi koma með honum, ég spurði hann af hverju hann ætlaði til Danmerkur en ekki Póllands. Hann sagði að það væri öruggast og að bróðir hans hefði farið þangað og hann ætlaði að hitta hann þar. Ég féllst á það, eftir sona tvo og hálfan klukkutíma komum við til Hamborgar þar þurftum við að skipta um bíl vegna þess að þessi sem við komum á var að verða bensínlaus. Við þurftum að fara með gát svo að enginn myndi sjá okkur. Við gistum í Hamborg og stálum bíla af hersvæði um morguninn áður en hermennirnir vöknuðu. Eftir svona þriggja tíma keyrslu komum við að landamærunum. Þar var einn ein herstöðin, en þar sem við vorum á hermanna bíl létum við sem við sáum ekki stöðina. Strákurinn keyrði yfir og stoppaði bílinn, hann sagði að ég þyrfti að fara inn í herstöðina og ná í meira bensín. Þó að við værum ekki bensínlausir þá áttum við næga keyrslu eftir, þannig að ég fór eftir fyrirmælum hans. Það var dálítið bras að finna bensín í herstöðinni, bæði vegna þess að ég var ekki í búning og ég þurfti að skoða hvert einasta skýli eftir dágóða stund fann ég bíla skýlið, það var engin hreyfing þar inn þannig ég hljóp inn og náði mér í tvo bensínbrúsa.

Það var miklu erfiðara að koma sér út heldur en það var að koma sér inn þar sem ég var núna með tvo bensín brúsa. Eftir svona hálftíma fann ég bílinn og strákinn aftur. Við keyrðum áfram en vissum eiginlega ekkert hvert við áttum að fara. Við héldum að við værum sloppnir, en þá sáum við sprengjuna. Það næsta sem ég man eftir er að hafa vaknað upp úr rotinu á yfir gefnum spítala. Strákurinn sem kom með mér lá við hliðina á mér hreyfði sig ekki, ég fann heldur engan púls, hann var dáinn.