Ég sá hana sitja við borðið í sjoppunni.
Hún var að borða franskar og drekka kók.
Ég settist við hliðina á henni.
-Hey babe
-Hey
-Ertu að borða franskar
-já
-Ég væri alveg til í franskar
-So
-Face á mig babe

Við þögðum í stutta stund. Ég horfði á hana og lét mig dreyma. Þetta var svona stelpa sem að strákur eins og ég gæti reynt við alla mína æfi en aldrey fengið. Ég verð að sætta mig við einhverja búttaða, jafnvel með gleraugu. Hún verður kannski skemmtileg en öllum er sama um það, hún verður alltaf búttuð.

-þú ert bara að verða búin
-Ég veit

Hún stendur upp og horfir í augun á mér og segir

-Viltu franskar

Það lifnar yfir mér. Þessi gyðja er að bjóða mér franskar. Þessi vinsæla fallega stelpa er að bjóða mér af frönskunum sínum. Þetta er besti dagur lífs míns. Dagurinn þegar ég varð meira en einhver lúði sem að situr heima allann daginn í World Of Warcraft eða Counter strike.

-Já takk
-Fáðu þér þá

Hún fleygir frönskunum í ruslið og hlær. Hún horfir svo framan í mig og segir

-Lúði

Ég sé ekki neitt. Allar mínar vonir og draumar eru eyðilagðir. Þessi gyðja bjó til skýjaborg fyrir mig aðeins til að brjóta hana niður aftur. Mér líður hræðilega, verr heldur en fyrr. Hún gaf mér von. Það er allt búið núna. Ég get ekki áfellst hana. Hún er falleg ég er lúði. Þetta er allt mér að kenna.
Ég rölti heim. Opna ískápinn, tek út tvo lítra af kók. Kveiki á tölvunni, hún er eini vinur minn hún dæmir ekki. Um leið og ég er búinn að kveikja á tölvunni slökknar aftur á henni. Rauðir stafir fylla út skjáinn.

-Þú ert lúði…..
Takk fyrir vasann maður, hann er fallegur. Svo get ég geynt blóm í honum líka.