Smá formáli þar sem höfundur útskýrir verk sitt auk þess að sýna gremju í stjórnendur huga

Þetta verk er hugsað sem útvarpsleikrit fremur en nokkuð annað. Ástæðan fyrir því að þetta er hér er eingöngu sú að stjórnendur Huga hafa ekki séð sér þann leik á borði að stofna leiklistaráhugamál. Og til að gefa smá útvarpsleikhússtemningu hef ég áhveðið að skipta þessu í tvennt. Hví ekki í fleiri búta? Það kæmi einfaldlega niður á gæðunum. Nóg komið af blaðri, njótið!

Þulur:
Hér fyrir neðan er ritaður fyrri hluti útvarpsleikritsins „Álfaskart“ eftir Rúnar Berg Baugsson. Þessi hluti ber nafnið Heiðabýlið og verður seinni hlutinn, sem heitir í höfuðið á verkinu, byrtur síðar (allt undir stjórnanda þessa áhugamáls komið).

I

Jóhann:
Það er sagt að álfar eða huldufólk heimsæki þennan bæ hvert einasta gamlárskvöld og dansi alla nóttina. Þær mannverur sem dansa með verða drepnar, hinum sem ekki dansa er gefið verðlaun, ýmislegt álfaskart og annað slíkt.

Bergur:
Þetta er bara þjóðsaga og rugl. Það er ekki séns að einhverjir álfar eða huldufólk eigi eftir að gefa okkur eitthvað gullúr og armband og þannig. Fyrir það eitt að eyða nótt í einhverjum löngu yfirgefnum kofa.

Dísa:
Ekki vera svona leiðinlegur. Við vitum það öll að álfar eru ekki til. Þetta er bara svona til að skemmta okkur. Bara við þrjú.

Bergur:
Að dröslast lengst upp á heiði og sofa í einhverjum eld ævagömlun og drullu ísköldum kofa á meðan allir hérna heima eru að djamma er ekki mín uppskrift að skemmtun. Þið getið farið, ég verð bara hérna hjá pabba.

Jóhann:
Láttu ekki svona Bergur! Hvenar héldum við uppá áramót síðast án þess að vera saman? Ha?

Bergur:
Aldrei.

Jóhann:
Nákvæmlega.

Dísa:
Þú kemur þá með okkur?

Bergur:
Jú ætli það ekki. En hvað með pabba? Hann verður pott þétt ekki ánægður með að ég skuli halda upp á áramótin upp á heiði.

Jóhann:
Þú segir honum bara eitthvað sniðugt. Þér hugkvænist eitthvað. Pabba þínum verður sama, hann mun hvort eð er sitja á snæðingi með móðurforeldrunum þínum og svo verður hann orðin of ölvaður til að vita nafnið þitt fyrr en varir. Hann mun ekkert sakna þín þó þú hverfir einn sólarhring eða svo. Melurinn sá arna.

Bergur:
Jæja þá, ég segi honum eitthvað flippað.

Dísa:
Fínt! Er þá allt reddí?

Jóhann:
Ja… svo til allt, bara eftir að fá millimann í vínbúðina. Já, það og… þú veist, handa okkur, Dísa, í næturhúminu. S – m – o…

Bergur:
Kommon krakkar. Ég er ekki fjögra.

Dísa:
Híhí, skil þig.

II

Jóhann:
Sjáið nú til. Hér fyrr um tíð, er bær þessi var enn mönnum byggður, var fólkið vannt að fá vökukonu til að vera í bænum á meðan hitt fólkið sótti kyrkju þann seinasta dag gamlárs. Þegar fólkið var hins vegar farið gerðu álfar sig hinsvegar sig heimakjært í býlinu og dönsuðu með skrípalátum alla nóttina. Vökukonan gaf sér það bessaleyfi að ganga til liðs við álfana og dansaði með. Það hefur hins vegar ekki orðið álfunum að skapi því þegar skarinn snéri til bæja hafði vökukonan verið drepin. Næstu áramót endurtók sama sagan sig og fólkið kom heim af aftanmessu að drepni vökukonu. Þriðja árið var einnig skilin eftir vökukona. En hún, ólíkt hinum, faldi sig á meðan álfarnir dönsuðu. Þegar dagurinn loks rann í hlað, mælti konan: „Guði sér lof, dagur er á loft kominn“ Setti þá einn af álfamönnunum flík sína upp á pallslána og bað vökukonuna að þyggja hana og bera það skart sem í henni var á brúðkaupsdegi hennar. Konan gerði svo og varð þá eftir rík af álfaskarti.

Bergur:
Hey, ég hef heyrt þessa sögu áður. Nema þá skeði sagan á jólunum og var um strák sem síðan varð sýslumaður í álfheimum, eða eitthvað álíka.

Jóhann:
Ertu heimskur hálfviti? Ha?

Bergur:
Uhh, neih… ég held ekki.

Jóhann:
Jú, þú hlítur að vera það. Það var allt annar bær.

Bergur:
Jááá, auðvitað. Hvernig fattaði ég það ekki? En má ég samt spyrja að einu?

Jóhann:
Hvað?

Bergur:
Hérna. Í sögunni þá hefur kofin verið í svona ókei ástandi, skilurðu? Álfar, þeir, láta ekki sjá sig í einhverjum niðurrifnum kofarústum.

Dísa:
Það er bara fínt. Þá höfum við kofan útaf fyrir okkur.

Bergur:
Já, þú meinar það.

Jóhann:
Nei. Skiljið þið, ég fór þangað um daginn og þessi “kofi” var í skikkalegu ástandi. Auk þess verður að gefa gaum að því að álfarnir búa í grjótum og hólum. Hverslags hræsi er höll í þeirra augum. Ef sagan er sönn, þá verða þeir viðstaddir. Sannið þið til.

Bergur:
Hvað tókuð þið?

Dísa:
Eina Jack Daniels, Chaptain, nokkra breezera, kassa og Hot n’ Sweet flösku. Þú?

Bergur:
Vá, eruð þið brjáluð? Allt þetta á einni nótt? Ég tók bara eina kippu.

Jóhann:
Æj, æj. Svo þú getur ekki drukkið meira en eina kippu á kvöldi.

Dísa:
Já greyið Bergur.

Bergur:
Hva? Erum við komin?

Jóhann:
Nei, bíllinn festist. Við neyðumst víst til að fara smá spöl á tvem jafnfljótum.

Bergur:
Þurfum við þá að bera allt sem við tókum með okkur? Vínið, sprengjurnar?

Jóhann:
Stilltu þig drengur. Ég tók með mér sleða.

III

Bergur:
Ekki er þetta ruslahaugurinn sem við ætlum að eyða áramótunum í?

Jóhann:
Júbb.

Bergur:
Ekki skrýtið að vökukonurnar sem eyddu áramótunum þarna enduðu dauðar. Þær hafa dáið úr kulda.

Dísa:
Nei nei, okkur verður ekkert kalt, við kveikjum okkur bara bál og drekkum okkur hlandfull. Við látum engan kulda drepa okkur.

Dísa:
Jæja. Þá erum við saman komin, bara við þrjú í kvöldhúminu, alein einhversstaðar lengst uppá heiði. Ef þá er ekki tilefni til að skála? Þá veit ég ekki.

Öll:
Skál.

IV

Bergur:
Vá hvað ég er fullur.

Jóhann:
Ég ætla aðeins að skreppa krakkar, kem að vörmu.

Dísa:
Ókei

Dísa:
Bergur. Komdu aðeins, ég þarf að tala við þig.

Dísa:
Heyrðu Bergur.

Bergur:
Já.

Dísa:
Hérna… Mér langaði að segja þér að eina ástæðan fyrir að ég byrjaði með Jóhanni var að þá gæti ég verið með þér.

Bergur:
Í alvörunni. Vá. Ertu að meina þetta?

Dísa:
Viltu kyssa mig.

Bergur:
Auðvitað, en ég þori því ekki. Hvað ef Jóhann kemur að okkur.

Dísa:
Þú ert alltaf svo áhyggjufullur. Hann Jóhann er úti að sprauta sig. Þó hann tæki eftir okkur þá yrði hann hvort eð er of útdópaður til að spá í því. Svona kysstu mig.

Bergur:
Er hann byrjaður að sprauta sig? Hefur þú aldrei reynt að fá hann til að hætta.

Dísa:
Jú margoft. En í hvert skipti hunsar hann mig og lætur sem hann heyri ekki í mér. Þú?

Bergur:
Ég var nú bara að komast að þessu núna.

Dísa:
Já. En þú vissir að hann væri í dópinu.

Bergur:
Jú, en hann nær alltaf að sannfæra mig um að þetta sé allt í lagi. Komdu!

Dísa:
En hvað um kossinn?

Bergur:
Já, alveg rétt.

V

Bergur:
Varstu að sprauta þig?

Jóhann:
Só?

Bergur:
Þetta er ekkert sniðugt. Þú dregur okkur hingað til þess að þú getir verið útdópaður í friði.

Dísa:
Já!

Jóhann:
Æj látið ekki svona krakkar. Það er ég sem er að þessu, þetta er mitt líf, mín efni og mitt mál. Kemur ykkur ekkert við.

Bergur:
Ég sagði þér það. Þetta virkar ekki.

Dísa:
Nei. Jóhann, nú lofar þú okkur að hætta. Annars læt ég mig bara hverfa.

Bergur:
Já. Og ég fer með.

Jóhann:
Æj krakkar. Við skulum bara sættast. Nú eru nokkrar múnútur í áramót. Nýtt upphaf, fattiði? Hérna Hot n Sweet í boði mín í tilefni áramóta.

Dísa:
Ekki séns, fyrr en þú hefur lofað.

Bergur:
Allt í lagi. Ég skal þá lofa að sprauta mig ekki meir þegar þið, krakkar, eruð í náundan við mig. Hot n Sweet?

Dísa og Bergur:
Ókei.

Jóhann:
Frábært komum að skjóta.

Bergur:
Uss… heyriði?

(Fjarlægir söngvar heyrast í bakgrunninum)

Dísa:
Álfarnir. Fljót! Felum okkur.