Ég labbaði úr skólanum.. Ég hafði reynt að ná í Thelmu, ástina mína, í gegnum símann. Afhverju svaraði hún ekki? Mamma hennar og pabbi höfðu verið að vinna í nótt og kæmu ekki heim fyrr en klukkan fjögur. klukkann var 15 30. Ég labbaði heim og ætlaði að fara úr skónnum en leið svo illa af því að Thelma var ein heima í þessu sjokki. Hún hafði ekkert mætt í skólan síðasta mánuðinn eða frá því að Tanja dó. Hún hafði heldur aldrei brosað né hlegið og verið svo niðurdreginn. Ég fann svo til með henni enda var hún mér allt! Ég henti skólatöskunni inn og fór til Thelmu.. Alla leiðinn hugsaði ég um hana það var eitthvað ekki eins og að átti að vera. Skrefin sem ég tók byrjuðu að vera lengri og lengri, hraðari og hraðara þangað til að ég var nánast byrjaður að hlaupa. Þegar ég loksins komst að húsinu þá dinglaði ég bjöllunni. Ég beið fyrir utan.. ekkert svar. Ég dinglaði aftur, fékk enginn viðbrögð. Nú var ég byrjaður að vera virkilega hræddur og dinglaði á fullu og fór að tárast. Ég hringdi í símann hennar og heyrði í honum fyrir innan. Í kastinu mínu þrykkti ég símanum í burtu og hann brotnaði. Ég þurrkaði tárin og reyndi að harka að mér. Svo labbaði ég í kringum húsið og sá opinn glugga. Ég braut gluggan upp og klifraði inn. Ég kallaði “Halló” en það kom ekkert svar. Ég kallaði á fullu og hljóp um húsið. Þegar ég kom að eldhúsinu sá ég hana. Blóðið var út um allt. Hún lá á gólfinu, hreyfingarlaus. Ég öskraði. Ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Þetta var stelpan sem ég elskaði.. elskaði út af lífinu. Ég hafði verið til að eyða restinni af lífi mínu með henni. Hún sem var alltaf svo sæt og skemmtileg. Ég treysti henni fyrir öllum mínum leyndardómum. Ég byrjaði að gráta. Ég grét eins og ég hafði aldrei grátið áður. Afhverju Guð!?! AFHVERJU HÚN!?!! Ég tók upp hnífinn.. ég varð að binda endingar á þjáningar mínar. Svo sá ég miða á gólfinu.. ég las á hann og grét ennþá meira. Thelma afhverju geriru mér þetta. Síðan tók ég hnífinn og öskraði ég gat ekki lifað við þetta!! Ég setti hnífinn á loftið leið og ég ætlaði að skera heyrði ég að lykli var snúið í dyrunum. Mér brá svo mikið að ég missti hnífinn..

- Thelma! Thelma hvar ertu? Var kallað.

Þetta voru foreldrar hennar.. þau byrjuðu líka að hlaupa um húsið. NEI! ég gat ekki horft á þau þegar þau mundu finna líkið hennar. Ég tók upp hnífinn og skar.. djúpt! Það byrjaði að blæða og ég horfði á sárið í hendinni minni ég var ekkert að reyna að stöðva blæðingunna.

- Guðminn góður! Sigmar komdu strax!! Sagði mamma Thelmu

Hún hljóp að mér og stöðvaði blæðingunna. Ég reyndi að ýta henni frá mér en hafði ekki mátt til þess. Fiona mamma Thelmu tók skjálfandi upp símann og hringdi á 112. Pabbi hennar kom og sá bréfið.. Svo leið yfir mig



Ég vaknaði nokkrum dögum seinna á spítalanum. Mamma og Pabbi voru hjá mér. Mér leið mjög illa og það virtist vera þannig að ég gæti ekki lifað á þess að vera í öndunar vél

- Sindri!
- Mamma ég..ég…

Lengra komst ég ekki því að mamma og pabbi knúsuðu mig og kysstu..

- Ég vil ekki lifa..
- Æjji Sindri þú kemst yfir þetta… Mamma fékk tár í augun
- Gerðu það mamma leyfðu mér að deyja…
- Sindri ekki…
- Pabbi gerðu það…
- Sindri gefðu þessu sjens gerðu það fyrir okkur….
- En hvað um mig… ég get ekki hætt að hugsa um hana…
- Sindri minn ég er viss um að Thelma muni ekki vilja það að þú deyjir hennar vegna.. annars hefði hún ekki skilið eftir miðann.. gerðu það fyrir Thelmu….

Þetta var átakanlegt



Mörg ár eru liðinn. Ég er 30 ára og bý í blokkaríbúð í garðabæ.. Ég er í ágætri vinnu og á yfirborðinnu mætti halda að ég væru hamingjusamur.. ég fer á hverjum einasta degi í kirkjugarðinn til Thelmu.. Ég hef aldrei verið með annari stelpu! stundum sé ég eftir því að hafa lifað…

************
Þess má geta að þetta er framhaldssaga á netinu. Í sögunni skildi Tanja eftir miða með skilboðum til allra nánustu ættingja og vina áður en hún drap sig. Tanja var fyrsta og besta vinkona hennar á Íslandi.
Deyr fé, deyja frændur,