Hin hliðin á sögunni ‘Skildi ég guggna?’

———-

Hann starir á mig og ég þori ekki annað en að stara til baka. Mér finnst eins og að ef ég lít undan, að þá eigi hann eftir að ráðast á mig. Ég sé samt hvað hann er hræddur við mig. Ég skil samt ekki afhverju. Hann hefur yfirhöndina. Ef það er eitthvað sem hann vill gera mér - sem mér finnst nokkuð augljóst - þá getur hann það. Ég sit hér ein og varnarlaus. ,,Hvað get ég gert?'' hugsa ég og stari ennþá á hann.

Allt í einu sé ég samt hvernig hann lítur snögglega upp. Svona eins og hann sé að athuga hvort að einhver sé að fylgjast með honum. Ég fyllist vonar, kannski þorir hann ekki að gera neitt með allt þetta fólk í kring.

Nei, hann lítur aftur á mig. Að horfast í augu við hann er líklega það erfiðasta sem ég hef nokkurntíman þurft að standa frammi fyrir.

Fyrirvaralaust stendur hann svo upp. Labbar hægt en örugglega í áttina að mér. Ég heyri hvernig gólfið brakar með hverju skrefinu sem hann tekur. Allt í einu fer ég að taka eftir kaffilyktinni sem umlykur mig. Hann er kominn alveg að mér, lýtur upp og segir ,,Ætli ég fái ekki kökuna þarna, þessa sem ég er búinn að stara á síðan ég kom inn''. Þá veit ég að það er ekki aftur snúið.