Þennan dag vaknaði ég í 4744 skiptið á ævi minni. En ég vissi ekki þá að þetta mundi vera í síðasti skiptið sem ég myndi vakna.
Allt virtist vera venjulegt og friðsamlegt, en þegar ég leit á klukkuna þá sá ég að hún var orðin níu. Ég hrökk upp og hljóp um herbergið mitt í leit að fötum. Öll fötin mín lágu í hrúgu á stólnum mínum og í þessu augnabliki sá ég eftir því að hafa ekki tekið til um daginn eins og mamma hafði sagt mér.
Loks þegar ég var búin að rífa mig út úr húsinu þá var hún orðin hálf tíu og átti að fara í stærðfræði próf eftir 40 mínútur.
Ég reyndi að hlaupa í skólan en eftir að hafa dottið þrisvar sinnum gafst ég upp á því og hægði á mér.

Það var komið í miðjan desember og húsin í kringum mig lýst litríkum jólaseríum. Hinsvegar var húsið mitt ekkert skreytt. Mamma var alltaf í vinnuni og pabbi sat allan daginn við tölvuna og pikkaði á lyklaborðið hvað eftir annað. Hvað um mig varðar þá hef ég enga afsökun. Ég gæti alveg gert þetta sjálf, ég get gert marga hluti sjálf en ég læt fullorðna fólkið sjá um allt erfiða eða leiðinlega. Stundum er ég svo bjargarlaus að ég hringi í mömmu og spyr hvort að það sé ekki allt í laga að poppa eða eitthvað slíkt.

Þegar ég kom loks á skóla lóðina þá var klukkan orðin tíu og enginn sjáanlegur á skólalóðinni. Eina ljósið var birtan frá gluggunum á skólanum sem gerði umhverfið eitthvað svo óhuggnarlegt. En hvað með það ég var svoleiðis manneskja sem var hrædd við köngulær og myrkrið, þannig ég hljóp inn í skólan.

Fyrr en varði var skólinn búinn og krakkar voru hlaupandi um gangana æstir og ánægðir þar sem síðasta prófið á árinu væri lokið. Ég hinsvegar var ekkert spennt fyrir því. Mér fannst gaman að skóla og lærdómi og það sama um alla í fjölskyldu minni. Mamma og pabbi höfðu unnið alla ævi sína og eina fríið sem mamma hefur tekið var þegar ég var að koma í heiminn. Það er líka megin ástæðan afhverju ég er einkabarn, of mikil tímasóun að taka sér barneignarfrí þegar maður gæti verið að vinna.

Allt í einu hurfu allar hugsanir úr huga mínum og ég leit í kringum mig. Ég var komin eitthvert lengst út í buskan og ég hafði ekki tekið eftir því. “Vá, ég hugsa einum of mikið” muldraði ég við sjálfan mig. Umhverfið var skrítið, gangstéttin virtist vera endalaus og allt í kringum mig voru stór gul strá. Ég leit við en sama sjón blasti við mér.
Venjulega hefði ég panikkað, farið að grenja og vorkennt sjálfum mér, en ekki núna, mér fannst ég eitthvað svo örugg. Eitthvað við þetta rólega umhverfi hafði áhrif á mig, svo ég hélt bara rólega áfram gangstéttina.

Tíminn leið og ekkert breittist umhverfið né neitt annað. Þessi staður var svo ótrúlegur, ekki líkur neinu sem ég hafði áður séð. Ég fór úr úlpunni og bynti hana um mittið á mér því að sólin skein hátt á lofti eins og það væri júlí en ekki desemer.

Klukkutímar í viðót liðu og ég var orðin svöng og þreitt. En samt varð ég ekkert hrædd, þó að ég myndi örugglega aldrei sjá mömmu og pabba aftur.
Einmitt við þessa hugsun varð breyting á landslaginu. Í fjarska sá ég fjöll og ský virtust að birtast. Mér brá við þessa undarlegu sjón og fékk þá tilhneyingu að hlaupa að fjöllunum.
Ég stökk af stað og hljóp eins hratt og ég gat að fjöllunum. Vindurinn feykti af mér húfunni en ég stoppaði ekki við það. Það var frekar þægilegt að láta vindinn leika við hárið og frábær tilfinning fór um mig. Ég var frjáls.

Sorgmæt móðir lá upp í rúmmi og grét. “Afhverju hún, afhverju?” hugsaði hún og tárin runnu niður kinnarnar. Það hafði verið hringt í hana í vinnuna og sagt henni hvað hefði gerst. Ökumaðurinn hafði stungið af og ekki var búið af finna hann. Hann hafði bara skilið litlu stelpuna hennar eina eftir út á miðri götunni.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."