Ég er til.

Það er staðreynd. Það er eitt af því fáa sem ég er alveg vissum varðandi sjálfan mig.
Ég sit í sófanum herberginu mínu fitlandi við plásturinn á hendinni á mér starandi á símann sem liggur við hlið mér.
Ég hafði látið plástuinn á hendina á mér fyrir kurteisis sakir. Fólk tekur því alltaf alvarlega þegar að það sér örin og skurðina á höndunum á mér.
Það er ekki eins og ég sé geðveik. Ég er ekki að reyna að drepa mig. Ég er bara að láta mér líða betur.
Sumir drekka, neyta vímvuefna, borða, spila íþróttir eða á hljóðfæri. Ég sker mig.

Fyrsta skiptið sem ég gerði þetta, þá hafði ég ekki heyrt lengi í pabba mínum, besta vinkona mín sagði mér óbeint að hún vildi ekkert með mig hafa og eina manneskjan sem skildi mig eitthvað pínu byrjaði með stelpu og varð og upptekin til að tala við mig. Mamma var búin að öskra eitthvað í allan dag um að ég hjalpaði ekki nógu mikið til heima og að ég eyddi of miklum pening.
Þegar að hún loksins fór út í leikfimi, strunsaði ég inná bað tók hrein rakvélar blöð og settistá klósettsetuna.
Ég þorði þessu ekki, en varð samt að prófa. Hefuru ykkur aldrei liði svo illa að ykkur verkjar í líkamann og þið viljið gera allt til þess að losna við sársaukann? þannig leið mér. Og ég losaði mig við þá líðan með því að leggja blaðið fast að úlnliðnum á mér og draga hægt að mér. Það var vont fyrst, en um leið og ég sá rautt blóðið vætla í skurðinum fylltist ég undarlegri ró. Ég horfði lengi á blóðið vætla á úlnliðnum á mér.
Ég tók klósett pappír og þurkaði blaðið og faldi það.

Svo varð þetta af fíkn. Ég var meira að segja hætt að nota úlnliðinn. Skar bara þar sem mér datt í hug.
Ef maður elst upp við að líða illa þá verður það af fíkn og ef manni líður vel þá verður maður að eyðileggja það.
Ég held að það sé málið.

Fyrir stuttu hringdi síminn. Það var beggi. Beggi er bróðir Matta sem er kærastinn minn.
Beggi var hálf hás í símann. Kom valla úr sér orði. Ég skildi samt það sem hann sagði. hann byrjaði að bulla eitthvað um að það væri slys, að þeir hefðu ekki verið að keyra svo hratt.
Ég skildi ekki í fyrstu um hvað hann var að tala, svo áttaði ég mig á því og spurði hann :
“Beggi, hvar er Matti, er allti lagi”
“hann keyrði ekkert hratt, þetta var slys, þetta var ekki okkur að kenna”
“Beggi, hvar í fjandanum er Matti, leyfðu mér að tala við hann” Ég var komin með kökkin í hálsin og hálf volandi í ´simann
“Hann, hann er er dáinn. sorry” Beggi gat ekki lengur haldið aftur að sér og var næstum organdi i símann “Hann er dáinn, matti minn er dáinn”

Eftir að ég lagði á, lagði ég síman frá mér í sófann. Ég get ekki hætt að hugsa um matta. Matti var það eina sem var gott í lífi mínu. Ég gat gert allt ef hann var með mér.
Ég set fæturnar niður á gólf og finn eitthvað kalt liggja þar. Ég seilist eftir því og sé að það er vinnuhnífurinn hans matta.

Núna eru sirka 3 ár síðan ég skar mig fyrst og núna sker ég mig eiginlega aldrei.

Nema núna. Núna er góð ástæða fyrir því. Núna sker ég dýpra. Þangað til að ég finn ekki fyrir neinu.