Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég hitti hana fyrst. Við vorum bæði frá austurlandi, nánar tiltekið Egilstöðum.

Það var vetur, allt í kafi í snjó en þó þetta fallega veður, ekki ský á himni og blanka logn. Ég var 19 ára og var að leita mér af vinnu. Ég ákvað að fara á kaffihúsið þarna í bænum og fá mér einn kakóbolla til að ylja mér aðeins. Þar sem ég þekkti eigandann þá slapp ég við að borga í þetta skiptið. Ég sat við afgreiðsluborðið og leit í kringum mig yfir staðinn. Þá sá ég fegurstu sýn sem ég hef á æfinni séð.

Stelpa sat við eitt borðið í horninu á staðnum og var að glugga í einhver blöð, ég þekkti hana ekki og hélt því að hún væri ný flutt í bæinn. Ég spjallaði við hann Einar sem átti staðinn og spurði hver þetta væri. Hann svaraði að hún héti Heiður og væri á svipuðum aldri og ég. Ég brosti og gékk í áttina til hennar. Það var eitthvað sem heillaði mig við hana, veit ekki hvað það var en andskotinn ég ætlaði að komast að því.

Ég stóð yfir borðinu hennar en hún tók ekkert eftir mér þar sem hún var niðursokkin í einhverja grein í mogganum. Ég spurði hana hvort ég mætti setjast hjá henni. Hún átti greinilega ekki von á þessu þar sem hún tók augun af mogganum og leit undunaraugum á mig, ég stóð þarna eins og lítill skólastrákur og beið eftir svari og eftir nokkrar sekúndur sem liðu eins og mínútur jánkaði hún og benti mér á stól til að setjast. Ég fékk mér sæti og spurði hvað hún væri að lesa. Hún sagðist vera að lesa grein eftir þýskan stjórnmálamann um mengun á þýskalandi. Ég leit á hana undrunaraugum en þá sagðist hún vera að lesa fyrir skólann. Ég spurði hana til nafns svona uppá kurteisisakir og þá sagðist hún heita Heiður. Ég sagði eitthvað mjög bjánalegt eins og það er heiður að hitta þig Heiður ánþess að hugsa og mér leið eins og fífl þegar ég sagði þetta en þrátt fyrir leit hún uppúr mogganum og brosti til mín. Þetta var fegursta sýn sem ég hafði séð. Hún spurði mig hvað ég héti og ég sagðist heita Kári.

Ég var loksins kominn heim eftir erfiðan dag og settist niður fyrir framan sjónvarpið. Eftir smá stund pípti síminn, ég var að fá sms frá Heiður. Hún spurði mig hvort ég vildi kíkja eitthvað í bæinn, ég sendi henni til baka að ég væri að leiðinni.

Veturinn leið og við vorum orðnir bestu vinir.

Það var eitthvað í kringum maí þar sem ég fékk vinnu hjá bæjarvinnunni. Ég var kominn í vinnugallann minn og hitti svo vinnufélaga mína fyrir utan og við gengum niðrí bæ þar sem við áttum að vinna. Þegar þangað var komið brá mér heldur betur í brún því hún Heiður stóð þarna skælbrosandi í vinnugallanum. Hún gekk í áttina til mín þar sem ég stóð enn bara og gapti eins og fáviti. Hún tók utan um mig og hvíslaði “óvænt” í eyrað á mér. Ég hafði nefnilega ekki heyrt í henni í langann tíma. Hún sagðist hafa frétt af vinkonu sinni að ég hefði fengið vinnu hjá bæjarvinnunni og því hafi hún sótt líka um þar sem henni vantaði vinnu og hvergi væri betri félagsskapur en hjá mér. Ég tók þessu auðvitað mjög vel og var skælbrosandi marga daga eftir á.

Við unnum þarna hjá bæjarvinnunni tvö sumur í röð og ég get sagt það að þetta voru bestu sumur æfi minnar. Þriðja sumarið bauðst mér svo vinna annarstaðar með miklu betri launum sem iðnaðarmaður þannig auðvitað þuggði ég þá vinnu. Enn á ný missti ég og Heiður samband og hún fór að vinna sem skrifstofustúlka á læknastofunni í bænum en hún sendi mér sms reglulega þar sem við hittumst ekki það oft.

Dag einn mætti ég bara eins og vanalega klukkan 7 að þessari blokk sem við vorum að byggja en það var eitthvað í andrúmsloftinu sem mér líkaði ekki. Himininn var grámyglulegur og blankalogn úti. Ég var þarna uppi á fjórðu hæð að negla fjalir á eitt gólfið þarna þegar ég rakst í einhvern steypubitann og hrasaði niður. Ég gat ekki hreyft vöðva og mér leið eins og valtari hefði valtað yfir mig. Hringt var á sjúkrabíl og hann kom þarna á stundinni. Ég var keyrður á spítalann á Egilsstöðum en svo var sagt að ég þyrfti að fara til Reykjavíkur þar sem ég var mikið slasaður. Pantað var sjúkraflug og það var flogið með mig samstundis.

Sem betur fer var ég ekki lamaður en þó alvarlega brotinn á nokkrum stöðum. Ég lá þarna í rúmmi á borgarspítalanum þegar ég lít að hurðinni. Stendur Heiður ekki í dyragættinni háskælandi. Hún gengur að rúmminu mínu og ég spyr hana hvað sé að eins og ekkert hafi gerst. Hún horfir á mig alveg skelfingu lostin og hvíslar að mér “ég elska þig Kári, ég veit ekki hvað ég hefði gert hefðiru dáið” svo beygði hún sig niður og kyssti mig. Nákvæmlega á þessum tímapunkti var ég ósigrandi, ég hefði getað stoppað heilann her einn.

Eftir þetta mætti segja að við vorum titluð sem par og get ég sagt ykkur að án hennar hefði þetta verið enn verra. Ástin læknar öll sár.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius