tíst sagði litli fuglinn áður en rándýrið kötturinn át hann.

Þetta hafði verið undarlegur dagur í lífi þessa unga fugls. Dagarnir í lífi hans höfðu fram að þessu allir verið eins. Hann hafði legið í hreiðrinu og haft það kósí allan daginn og mamma hans kom þrisvar á dag og gaf honum hálf melta ánamaðka, en í dag var hún allt of sein og þegar hún loksins kom var enginn matur á boðstólnum. “Ohhh afhverju ertu ekki búinn að taka til í hreiðrinu, leggja á borð og læra að fljúga??? farðu!, nú stenduru á eigin fótum, ég er allavega búin að fá nóg.” Þetta sagði hans eigin móðir sem fram að þessu hafði verið allt hans líf! “Bíddu viltu aldrei sjá mig framar, má ég koma í skordýrastöppu á sunnudögum?” “jájá” sagði hún “en drífðu þig nú” mamma þurfti samt að koma nokkrum sinnum og hjálpa honum á loft því aldrei hafði litli fuglinn flogið áður og hrundi alloft niður úr tréinu áður en hann náði tökum á þessu

En þegar það gerðist, þá sá litli fuglinn hvers vegna hinir fuglarnir flugu, þetta var dásamlegt. Þvílíkt frelsi! Þvílíkur unaður. Að finna loftið smjúga á milli fjaðranna í vængjunum. En svo varð hann svangur, lenti á túni og gróf sér upp nokkra maðka eins og mamma hans hafði sagt og hélt svo flugi sínu áfram.

Hvað var þetta? Á þakskeggi sátu margir fuglar og þarna var hún, hann sá hana og vissi að það var hún sem hann átti að eyða ævinni með, þvílík fegurð. Hann gaf sig á tal við hana, og þetta virtist bara hin yndælasta snót. Hann spurði hvað hún væri að gera þarna og hún sagðist vera að bíða eftir færi á að næla sér í jarðaber. “Jarðaber!? hvað er nú það” hún sagði honum að jarðaber væru besti og sætasti matur sem til var og benti honum á rauð ber sem lágu í hrúgu á borði á jörðinni.

Hann ákvað um leið að hann yrði að smakka, bað hana að bíða rólega og flaug niður, heyrði hana kalla eitthvað en heyrði ekki hvað.

Þegar hann settist á rauðu berin fékk hann sér einn smakk og það var sko sannarlega rétt hjá henni, það var áræðanlega ekki til neitt betra en þetta, fékk sér annan smakk, greip svo eitt ber með sér og ætlaði að fljúga upp. En allt í einu var allt búið.



Tíst!