Klukkan er sjö. Nú verða sagðar fréttir miðvikadaginn sjöunda desember. Þetta hafði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson heyrt á hverjum morgni þegar hann kveikti á útvarpinu (dagsetningin breitist auðvitað) meðan hann hellti úr bláu nýmjólkurfernunni út á Korn Fleksið sitt. Þetta var orðin rútína, vakna klukkan sjö, fara í sturtu, þurrka sér og fara svo inn í eldhús. Standa fyrir framan eldhúsgluggann á íbúðinni sinni og horfa á nýfallinn snjóinn tindra eins og stjörnur. Hlusta á útvarpið meðan hann borðaði, bíða eftir því að Bjössi póstur komi að húsinu sínu og láti einn eða tvo reikninga og smá ruslpóst falla inn um póstlúguna ofan á Moggann sem Lalli úr næsta húsi ber út á hverjum morgni. Taka upp allan póstinn og skoða reikningana og svo íþróttasíðurnar í Mogganum og Sudo Ku þrautina ef hann hafði tíma. Skoða reikninginn frá VISA, ESSÓ eða…. bréf frá skrifstofunni þar sem hann vinnur. „Hvað er þetta?” hugsaði hann með sér meðan hann opnaði umslagið með Verk hf. merkinu. Innihald bréfsins kom honum heldur á óvart…..

Kæri Ásgeir Gunnar Ásgeirsson

Þér tilkynnist hér með að þér er sagt upp störfum. Sem þýðir að þú þarft ekki að mæta í vinnuna í dag. Þér eru þökkuð góð störf. Við sendum þér launaseðilinn þinn við næstu mánaðarmót.

Fyrir hönd Verk hf.
Örn Hrannar Úlfsson forstjóri


Þetta kom honum mjög á óvart. Hann sem var einmitt farinn að venjast því að setjast niður við skrifborðið sitt og strika undir innkoma á reikningum fyrirtækisins. Núna þurfti þessi þrjátíu og níu ára gamli einstæðingur að leita sér að vinnu.



Þannig þessi dagur sem átti að verða venjulegur vinnudagur breyttist í atvinnuleitardag.
Jakkafötin sem hann hafði ætlað að vera í vinnunni í dag urðu fötin sem hann var í þegar hann fór að leita sér að vinnu. Rauði Volvoinn sem hann ætlaði á í vinnuna sína varð bíllinn sem hann ætlaði á í atvinnuleit.
Hann keyrði um bæinn og skoðaði eins vel og hann gat í alla glugga á skrifstofum og vonaði að þar væri miði þar sem á stæði “Starfskraftur óskast” en það stóð ekki í einum einasta glugga. Það vantaði ekki einu sinni skúringamann/konu. Þannig Ásgeir Gunnar fór jafn tómhentur heim og hann hafði lagt af stað. Umferðarljósin breyttu um lit á meðan vegavinnan vann að gerð nýrrar göngubrúar. Gömul kona gekk út úr pennanum, örugglega að kaupa jólapappír. Ungur maður staulaðist út af Grand Rock Café með sígarettu á milli tannanna og var frekar valtur…… Allt í einu þrumaði hægri fóturinn hans á bremsuna… Grand Rock Café… hugsaði hann meðan flautur bílanna fyrir aftan hann hljómuðu eins og lúðrasveit. Nú mundi hann eftir Grand Rock Café… Ásgeir faðir hans hafði stundum farið þangað um það leiti að skákæðið braust út eftir að Bobby og Spasskí telfdu um heimsmeistaratignina í skák ´72. Einvígi aldarinnar hafði það verið kallað. Meðan hann lagði Volvonum í stæði fyrir utan Grand Rock Café rifjaði hann það upp þegar pabbi hans fór klukkan átta á kvöldin og kom heim klukkan tíu, veifandi peningum eins og hverju öðru rusli. „Ég vann þá með því að tefla á Grand Rock Café!” sagði hann stoltur þegar hann kom heim með nokkra tíkallanna. Og nú ætlaði ég, Ásgeir Gunnar Ásgeirson, að feta í fótspor hans! Úpps.. smá babb í bátinn. Ég hafði ekki telft í áraraðir! Hvað átti ég til bragðs að taka? Ekki gat ég telft eins og smákrakki, né reynt að breyta mannganginum og segja svo að ég hefði lært þetta svona. En ég mundi allt í einu eftir dálitlu. Góðvinur minn, Margeir Pétursson hafði einhverntíman sýnt mér afbrigði í Enska leiknum, hér með verður það kallað Margeirs-afbrigðið. Galvaskur stefndi ég á dyrnar, viss um að enginn gæti stöðvað mig.

Ég gekk inn um dyrnar. Reykingastybban mætti mér eins og veggur. Ég hóstaði. Og ég hóstaði aftur. Og ég hóstaði þangað til að ég var búinn að venjast þessu skíta andrúmslofti. Lokuð augu. Ég opnaði augun hægt og rólega svo ég fengi ekki sviða í augun af öllum eiturefnunum úr nikótíninu og tjörunni sem var í herberginu eins og ský sem ætlaði bara að vera á þessum stað. En á endanum opnuðust þau og hvað blasti við? Litlir strákar sem voru jafn saklausir og þeir litu út fyrir að vera. Svo ég gekk enn galvaskari en áður.

„Eina skák,” sagði ég við sigurvegarann á einu borðinu. „Ég verð með hvítt, fimm mínútur og fimmþúsari undir!” sagði ég en mundi að hann átti engan fimmþúsara. Ég verð bara að vinna, hugsaði ég með sjálfum sér. Margeirs-afbrigðið brást mér ekki. Gaurinn tapaði á “nó tæm” Auðveldur fimmþúsari þetta, hugsaði ég með sjálfum mér. „Taka aðra?” sagði hinn og var sakleysið uppmálað. Ég sagði nei takk og fór út, settist upp í Volvoinn minn og keyrði í burtu. Ég get lifað á þessu í viku hugsaði ég sigri hrósandi.

Þetta gerði ég meðan ég var atvinnulaus, Margeirs-afbrigðið klikkaði ekki. Ég kom alltaf heim a.m.k. fimmþúsundkalli ríkari en þegar ég fór. Peningavandamál eru úr sögunni! Eða það hélt ég. Gömul fórnarlömb komu aftur of vildu aðra skák með öðrum skilyrðum, lengri tími, þeir með hvítt o.s.frv. Þá vissi ég að ég þyrfti að hætta að tefla á Grand Rock Café. En það var allt í lagi því á einni ferð minni um bæinn í leit að “Starfskraftur óskast” miðum þá fann ég eitt svoleiðis. Svo nú vakna ég og kveiki á útvarpinu á meðan ég helli út bláu nýmjólkurfernunni út á Korn Fleksið mitt, geng út í frostið og tindrandi snjóinn, sest upp í Volvoinn og keyri í vinnuna mína, skrifstofur ReMax hafa eignast mann sem gatar, heftar og setur bréfaklemmur á blöð!

Þessi saga er tileinkuð minningu skákklúbbsins Grand Rock







Aftur en ekki hægt