Staðurinn var troðfullur. Fullt af kvenlegum körlum sem horfðu girndaraugum á sviðið, og svo fullt af fólki sem kom bara fyrir kickið. Uska fékk í magann. Hann átti að vera næstur. Klæðskiptingurinn Uska. í bláum pallíettukjól og háum hælum, málaður mjög kvenlega, hann leit út eins og ‘80’s hóra. Og naut sín. Fram á sviðið, passa sig, ekki detta, vera sexí, hugsaði hann. Kynnirinn tók á móti honum.
“Herrar m´nir og frúr,” sagði hann. “Þetta er Uska! Hún er tvítug og úr borginni, og nýtur þess að horfa á Nágranna. En heyrum nú meira frá henni sjálfri!” Hann otaði míkrófóninum að Usku. Hann ræskti sig.
“Ehm, hæ!” stundu hann upp. “´Já, eins og var sagt, þá elska ég Nágranna. Og líka að horfa á Fréttir. En það gera flestir, híhí..” Hann reyndi að flissa kvenlega. ó guð, af hverju var hann að þessu?!
“Ég leita að góðmennsku í strákum,” hélt hann hins vegar áfram. “Og..auðvitað sæta rassa!”
Fyrr en varði var þetta búið. Hann andaði léttar, og gekk af sviðinu. Hann hafði gert þetta, strákarnir mundu eltast við hann héðan í frá. Vonaði hann.