Ég tók þátt í sköpunarkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs fyrr í vetur og tókst að vinna en þemað var framtíð. Datt í hug að skella sögunni hingað inn. Takið tilit til þess að ég skrifaði þessa sögu á 20 mínútum.
Staðurinn sem við stöndum á núna er langt frá þínum heimaslóðum, hver sem er nú að lesa þetta. Við erum enn á jörðinni, en á því herrans ári 2851. Með mikilli baráttu er mannkynið nú búið að útrýma sjúkdómum, stríði, hungursneyð og öðrum plágum sem að öngruðu líklega plánetuna á þínum tíma.
Mannkynið er búið að kanna himingeiminn á enda, eða að minnsta kosti eins og langt og fólk nennti að ferðast og flestir ef ekki allir eru búnir að horfast í augu við að það eru engar geimverur til. Það er einnig búið að uppgötva að það eru ekki til neinar tilviljanir. Allar tilviljanirnar svokölluðu stjórnuðust af afar flóknu kerfi og nú er mannkynið loksins búið að átta sig á þessu kerfi. Engar tilviljanir eru til í heiminum lengur. Það er einnig búið að uppgötva leyndardóminn á bak við mannlegt eðli og afhverju fólk hegðar sér líkt og það gerir. Líkt og leyndardómar tilviljana, eða fyrrum leyndardómar tilviljunina þá var þetta bara eitt stórt flókið kerfi. Núna eru bæði kerfin kennd í grunnskóla. Ef að það ætti að kallast grunnskóli. Börn eru tengd við tölvur á meðan þau sofa og menntunin sem að háskólanemar á þínum tíma lærðu ekki einu sinni er send inn í heila þeirra á meðan þau eru í djúpsvefni.
Á þínum tíma var haldið að ef fólk hlustaði á upplýsingar í djúpsvefni þá lærði það þær. Þessi kenning var ekki alveg röng en engu að síður fremur röng á miðað við tæknina sem að er byrjað að beita núna.
Fólk þarf einnig að gera mjög lítið núna. Vélmenni gera flestar erfiðisvinnur og hluti sem að mannfólkinu þykir leiðinlegt að gera. Ég get sagt þér með vissu að vélmennin sem að vísindarmenn voru svo stoltir af á þínum tíma eru hlægileg á miðað við það sem er búið að finna upp núna. Vélmennin sem hafa verið gerð í dag eru hönnuð til að geta gert flest sem að mannfólkið getur gert. Að vísu eru þau núna gjörsamlega sneydd sjálfstæði og tilfinningum.
,,Hvað gæti verið vandamál í þessari fullkomnu veröld?” spyrð þú þig líklega nú eftir að hafa séð það sem heimurinn þinn verður eftir nokkur hundruð ár.
Vandamálið er doði. Eðli manneskjunnar er að spurja sjálfa sig spurninga um eðli sitt og hlutina í kringum sig. Ein af mestu ánægjum manneskjunnar felst í að leita svara á bak við hluti sem að áður voru óupplýstir. Nú þegar var búið að uppgötva allt sem hægt var að uppgötva í gervallri veröldinni þá hafði manneskjan ekkert til að leita að lengur. Nú gat enginn heldur komið neinum á óvart því að það var búið að uppgötva kerfið sem að mannleg hegðun er byggð á.
Þess vegna ætla ég að segja þér hvað ég geri í svona ástandi. Án þess að neinn hafi neina hugmynd þá eyði ég öllu. Öllum afrekunum sem að manneskjur hafa gert í gegnum árþúsundin, öllum uppgötvununum og allri vitneskjunni.
Ég þurrka út öll ummerki um manneskjur nema náttúrulegar manneskjurnar sjálfar. Þá standa þær aftur eins og í upphafi, ja að minnsta kosti þeirra upphafi, allslausar uppi á guðsgrænni jörðinni.
Kannski byrja þær einn daginn aftur að velta fyrir sér eðli sínu og úr hverju heimurinn sé gerður. Núna er ég samt viss um að þær einbeiti sér að grunnþörfunum, mati, svefni og að hafa öruggt skjól.
En treystu mér, einn daginn munu þær aftur fara að velta fyrir sér ráðgátum lífsins. Mig grunar það ekki, ég veit það. Ekki halda að þetta sér í fyrsta skiptið sem ég geri þetta. Ónei. Ég hef gert þetta svo oft áður. Ég veit að það er tilgangur manneskjunnar að leita svara við öllu mögulegu. Ég veit mikið og vitneskjan sem mér líkar best við er líklega sú að allt fólkið sem að gengur á jörðinni mun aldrei komast að því hver ég er, hvar ég er eða hvort ég sé til almennt, sama hversu mikið það mun leita svara.

Núna er komið að því að ég kveðji þig, lesandi góður, og sendi þig aftur til þíns eigin tíma. En ég skal svara einni spurningu í viðbót sem ég veit að brennur á vörum þínum.
Hver er ég?
Ég er Guð.