Stundum, og þá sérstaklega á ákveðnum æviskeiðum, eiga hin ýmsu vandamál og verkefni það til að vaxa okkur í augum. Hver kannast ekki við það að eiga eftir að læra og vegna þess sé dagurinn gersamlega ónýtur. Dagur minn hefur verið svona fram að þessu:

“hmm,” morgun, vaknivakn. “Óvenju hress að morgni til.” Þrammiþramm í skólann. Setjast. Danska. Hlé. Svengd, étiét. Skóla lokið, þramma heim. Fresta hinum ýmsu verkefnum og sest við kassan. Glápigláp. Móðirinn æpir, uss! Nenni ekki. “Fjandinn!>=( Þarf að fara í inter sport, kaupa hitt og þetta, þarf að tala við sverðapiltinn, þarf að heimsækja foreldra móður minnar, þarf að rita í skruddur! ARG! enginn tími eða nenn.”

20 mínútum síðar:

Labbilabb. “æji, amma og afi mega bíða, sverðapilturinn afgreiddur á morgunn, líka skruddur, inter sport afgreitt nú þegar, ég held ég fari á subway”