Mizzeeh stolið partur III og IV Mizzeeh stolið - Furðulegt símtal - Partur III

Devotion situr í hægindastól fyrir framan sjónvarpið.
Hádegisfréttirnar eru að fara í loftið.
Kyra byrjar á því að segja frá aðalfrétt kvöldsins en það er mikil umsókn í herinn.
“Tiger13 búinn að biðja um aðstoð við skrifborðsvinnu og reddaði Xavier honum með því að senda skólamenn í skrifborðsvinnu til hans.
Nú þegar hafa 364 gengið í herinn nú þegar og talan fer vaxandi með hverri mínútunni.
Devotion er búinn að skipa hershöfðingja en hershöfðinginn k vera Lily2 og hefur hún reynslu af skátamennsku svo hún kann að binda hnúta.
Enn hefur Lily2 ekki sagt hverja eða hvern hún hefur skipað sem fánabera en hún segist vera búin að skipa fánaberann.”

Devotion slökkti á sjónvarpinu og stóð upp úr hægindastólnum.
Hann hugsaði hvort þetta hefði verið svo góð hugmynd að skipa fréttaritara í stöðu hershöfðingja, þar sem hún var fréttaritari, það gat þýtt að allt í sambandi við herinn færi í fréttir.
En hann varð að treysta Lily2 þar sem hún var með mesta reynslu af öllum Sorpurunum.

Allt í einu hringdi síminn hjá Devotion.
Það stóð á skjánum “allidude”.
Devotion svaraði þó svo að hann kannaðist ekki við nafnið.
Samtalið var stutt en Devotion græddi þó örlítið á samtalinu.

Samtalið var nokkurnvegin svona:
Devotion:“Halló, hver er þetta eiginlega?”
Allidude:“Það breytir engu hver ég er, en ég get gefið þér örlitlar upplýsingar og þjónustu.”
Devotion:“Hvernig upplýsingur og hvernig þjónustu?”
Allidude:“Hittu mig á Hotel Sorp eftir 2 klukkutíma”
Devotion:“Hvaða herbergi?”
Allidude:“Herbergi númer 407”

Allidude hafði skellt á.

Devotion sló inn númerið hjá MadClaw.
Hann svaraði:“Sæll.”
Devotion:“Enginn tími fyrir spjall. Ég þar að vera kominn á Hotel Sorp eftir 2 klukkutíma og ég vill mæta að eins áður en ég þarf að mæta.”
MadClaw:“Hotel Sorp. 2 klukkutímar. Eitthvað fleira?”
Devotion:“Já, þetta er háleynilegt svo komdu á Jaguarnum en ekki á limósínunni.”
MadClaw:“Kem eftir smá.”

Mizzeeh stolið – Hotel Sorp – Partur IV

MadClaw keyrði Devotion að Hotel Sorp á Jagúarnum.
Devotion gekk inn og tók lyftuna á 4 hæð og þegar hann var kominn upp þá leitaði hann að svítu númer 407.
Fljótlega þá fann Devotion herbergið.
Hann bankaði þrisvar sinnum á hurðina.
Rödd sagði:”Gakk inn.”
Þetta var sama röddinn og hafði talað við hann í símann fyrr um daginn.
Devotion gekk inn án þess að hugsa sig um.
Allidude bauð Devotion sæti.
Devotion settist.
Allidude:”Geturðu reddað mér tveimur Austin Mini Cooper 2001 árgerð?”
Devotion ég bara veit það ekki en ég get komist að því með einu símtali.”
Allidude:”Hringdu, ef þú reddar mér ekki bílunum þá færðu engar upplýsingar né þjónustu!”

Devotion sló inn númerið hjá Pottlok.

Pottlok:”Nei sæll Devotion. Eitthvað nýtt um Mizzeeh?”
Devotion:”Nei ekki enn, en ef þú gætir reddað mér tveimur Austin Mini Cooper 2001 árgerð þá fáum við bæði upplýsingar um geimverurnar og hjálp við að ná honum til baka.”
Pottlok:”2001 árgerð? Strákarnir á Bílar eiga tvo Austin Mini Cooper Monte Carlo Edition 2001 árgerð og það getur náttúrulega verið að þeir eigi fleiri Mini-a.”
Devotion:”Okey, takk. Vertu sæll.”
Pottlok:”Heyrumst.”

Allidude sagði:”Og?” um leið og Devotion skellti á.
Devotion:”Strákarnir á Bílar eiga allavega tvo Austin Mini Cooper Monte Carlo Edition.”
Allidude:”Það er nógu gott.”
Devotion:”Og upplýsingarnar eru?”
Allidude:”Já upplýsingarnar og þjónustan. Hlustaðu mjög vel þar sem ég segi upplýsingarnar bara einu sinni.
Geimverurnar eru eru frá plánetu sem heitir Endurskoða. Geimverurnar eru Endurskoðendur. Geimverurnar tala mál sem heitir Yfirlit. Það er vitað um tvo Sorpara sem tala Yfirlit, en það eru ég og Foringinn.
Ég er búinn að tala við Foringjann um að hjálpa ykkur að tala við Endurskoðendurna, geimverurnar, gegn því að við fáum sitthvorn Mini-inn.
Devotion:”Má ég sofa á þessu?”
Allidude:”Já, en þú verður að vera búinn að láta mig vita fyrir miðnætti á morgun[3. nóvember] annars förum við báðir, ég og Foringinn.
Ég tala við þig seinna.”

*Allidude gegnur út en rétt áður en hann lokar hurðinni þá segir hann::”Viltu skila lyklinum að svítunni fyrir mig? Hann er í skúffunni á náttborðinu hægra megin við rúmið.
Þú þarft ekki að borga ég borgaði svítuna fyrirfram.”*

Devotion leitaði að lyklinum og fann hann nákvæmlega þar sem Allidude sagði að hann væri .

Devotion tók lyftuna niður á jarðhæð, skilaði lyklinum og hringdi í MadClaw og bað hann um að koma að sækja sig.