Einu sinni var lítill refur. Hann hér Patrekur. Patrekur vildi ekkert frekar en að komast í herinn en var alltaf neitað vegna þess að hann var refur. Hann grét sig í svefn á hverju kvöldi þangað til honum datt það snjallræði í hug að dulbúa sig sem manneskja og sækja um aftur. Og viti menn, hann fékk aðgang. Eftir mikil fagnaðarlæti með besta vini sínum, vatnsmelónunni Aroni, þá fór hann að pakka niður í litlu grænu ferðatöskuna sína tilbúinn að fara af stað í herinn. Hann gekk og gekk þangað til að hann kom að litlum kofa. Utan á kofanum stóð stórum, gulum stöfum “HERINN”. Patrekur gekk inn í litla kofann og sá fullt fullt af fólki þar, allt karlmenn á aldrinum 20-30 ára. Honum leið ekki vel þarna, honum fannst hann lítill og ljótur og mennirnir tóku strax eftir honum vegna þess hve hann var loðinn. Og einn þeirra fór yfir til hans og sagði
“Þú ert ekki hæfur í herinn, þú ert of lítill og loðinn.” Patrekur fór að gráta og sagðist alveg jafn hæfur í herinn og þeir þo hann væri lítill og loðinn og e.t.v refur..hann kynni að skjóta af byssu og væri klókur. Þeir hlógu bara að honum og hröktu hann út úr litla kofanum. Hann kom grátandi heim til Arons, vatnsmelónunnar og sagði honum alla söguna. Aron fór í höfuðstöðvar hersins til að kvarta en þeir hlógu að honum og sögðust ekki hlusta á vatnsmelónu. Aron og Patrekur þurftu að lifa í holu í tré það sem eftir var.