<center><h3>Feiti tannstöngullinn</h3></center>
Vorið var komið og sólin skein á lítinn feitan tannstöngul sem lá ásamt fleiri tannstönglum í sólbaði á borði inni í stofu. Að vísu voru allir hinir tannstönglarnir mjóir og þeir voru alltaf að stríða feita tannstönglinum. Feiti tannstöngullinn hét Klumpur Frumskógarson. Pabbi hans hét Frumskógur af því að það uxu á honum lauf. Klumpur var orðin afar þreyttur á því að vera strítt af því að hann var feitur svo hann ákvað að fara í megrun. Hann byrjaði á því að fara út að skokka í 2 klukkutíma á hverjum degi.
Gera 10 armbeygjur og 20 magaæfingar á hverju kvöldi áður en hann fór að sofa. Og svona gekk þetta í 1 mánuð og þá var hann búinn að missa 13 kíló af 19. Nú var hann orðin alveg eins og allir hinir tannstönglarnir. Þeir urðu alveg steinhissa þegar þeir sáu Klump, og ákváðu að stríða honum vegna þess hve hann var orðinn afbrigðilega mjór og kölluðu hann mjóna.

ENDIR