Ég ligg á rúminu mínu ofan á sænginni í öllum fötunum, ég fer að íhuga eitthvað og hugsa of stíft, loka augunum og sekk ofan í sjálfan mig. Allt í einu finnst mér eins og það snúist allt í kringum mig og ég byrja að sökkva dýpra og dýpra í sængina, hvað er að gerast? Ég fer í gegnum sængina, gegnum rúmdýnuna, gegnum gormana í dýnunni. Allt í einu er eins og ég sé ekki háður neinum lögmálum náttúrunnar, ég get svifið, svifið í gegnum vegginn á fimm hæða blokkinni sem ég bý í, ég get svifið fimmtán metra fyrir ofan jörðina, það eru engar takmarkanir! Ég get svifið fimmtán þúsund metrum fyrir ofan jörðina, ég get svifið í gegnum tré og steina, ég finn ilminn af jörðinni og lyktina af skýjunum.
Ég get ferðast í kringum heiminn á örskotsstundu, ég get gert það sem ég vill…

Ég er í innhverfu sjálfsins.

Ég vakna…