Þegar ég var í níunda bekk skrifuðum ég og vinkona mín þetta á eftir að hafa lesið Laxælu. Datt í hug að setja þetta hérna inn, þetta er mjög skemmtilegt og vel skrifað miðað við hversu gamlar við vorum. Veit samt ekki hvort þið hafið gaman að þessu. Okkur fannst Bolli miklu skemmtilegri persóna en Kjartan og þess vegna umrituðum við lýsinguna á Kjartani til þess að passa Bolla og bættum inn smá ástarævintýri milli hans og Þuríðar. Taka skal fram að nauðsynlegt er að kannst við Laxdælu til þess að skilja eitthvað í textanum.

Nálagst má Laxdæla Sögu hér: http://www.snerpa.is/net/isl/laxdal.htm



Maður hét Bolli og var Þorleiksson, Höskuldssonar, Dala-Kollssonar, Þorsteinssonar, sonur Unnar djúpugðu, dóttir Ketils flatnefs, sonar Bjarna bunu.

Hann var allra manna fríðastur, þeirra er fæðst hafa á Íslandi; hann var mikilleitur og andlistfríður, manna best eygður og dökklitaður; mikið hár hafði hann og fagurt sem silki og féll með lokkum, mikill maður og sterkur. Bolli var hverjum manni betur á sig kominn, svo að allir undruðust, þeir er sá hann, betur var hann vígur en allir menn aðrir; vel var hann hagur og syndur manna best; allar íþróttir hafði hann mjög umfram aðra menn, hverjum manni var hann lítillátari og vinsæll, svo að hvert barn unni honum, hann var léttúðugur og mildur á fé. Ólafur fóstri hans unni honum mest allra barna á bæ sínum. Kjartan fósturbróðir hans stóð honum næst í öllu.

Þuríður hét ein dóttir Ólafs, fóstursystir Bolla. Var hún skörungur mikill, fríð og falleg í alla staði; fallegri og en allar konur Íslands, með mikið hár og liðaðist niður á læri og skolleitt og augu blá af visku; snör sem fjallageit og lauslát, elskuð af öllum eins og Bolli.

Var mesta skemmtun Bolla að sitja út við túngarð og ræða við Þuríði fóstursystur sína, þar sem enginn sá til þeirra. Var bæjarfólki í Hjarðarholti að öllu ókunnað um fundi þeirra þessa.



Eitt sumarkvöld við sólsetur sátu þau við túngarðinn og horfðu á hestana snæða sem fyrr. Var bæjarfólk allt og gengið til náða utan Bolli og Þuríður.

Sótti nú að Bolla geispi mikill og teygði hann út höndina en hafnaði hún á öxl Þuríðar. Mælti hann þá: Þuríður, ann þú mér? Því er það að vísu mín ætlan að elski ég þig.

Svaraði hún þá: Bolli, unnað hef ég þér frá því er fulltíða varð ég. Kyssti hann hana þá kossi heitum og lét Þuríður því vel. Lágu þau saman við túngarðinn um nóttina og margar aðrar nætur þetta sumar.



Um vorið hafði Ólafur komið heim úr för sinni til Noregs og Geirmundur með honum. Hafði Geirmundur ýjað að hjónabandi við Þuríði fyrr um sumarið. Vildi Þorgerður nú að Þuríður væri gift Geirmundi en tók hún því illa og sagði móður sinni að fremur vildi hún giftast Bolla. En Þorgerði hafði dreymt að Bolli vægi þann son hennar er henni þótti mest um og tók hún því illa. Þorgerður sagðist þessu ráða vilja og var Þuríður því gift Geirmundi um haustið. Heldu fundi þeirra Bolla þó áfram á laun.



Tveimur vetrum eftir brúðkaup Þuríðar og Geirmundar hitti Þuríður Bolla út við túngarðinn sem fyrr. Tjáði hún honum þá að hún væri með barni, og að barnið væri hans, því að Geirmundur hafi verið á Blönduósi er barnið hefði átt að koma undir.

Vildi Bolli þá segja Ólafi allt af létta um hugi þeirra hvort til annars og taka afleiðingunum, en Þuríður sagði að eigi myndi það stoða neinu. Hún sagði að hún skyldi segja að Geirmundur ætti barnið, og ljúga til um þann tíma er það ætti að fæðast. Varð Bolli ekki glaður við, en sá þó engan annan kost, því bæði voru ung og óreynd.



Um vorið fæddist Bolla og Þuríði dóttur og var hún skýrð Gróa Geirmundsdóttir, en það vissi Geirmundur að barnið væri eigi hans heldur Bolla. Hafði Geirmundur lengi vitað um fundi þeirra Bolla og Þuríðar.



Um vorið er Gróa var eins árs vildi Geirmundur aftur til Noregs og sagði að Þuríður skildi eftir verða með barn þeirra Bolla.

Vildi Þuríður nú enn á ný giftast Bolla en Þorgerði líkaði það illa og gifti hana Geirmundi nokkrum Sölmundarsyni og gat hann hana með miklu fé. Bolli varð við þetta vonlaus mjög og sáust þau ekki aftur.



Þegar fréttirnar um víg Bolla bárust að Ásbjarnarnesi varð Þuríður harmi sleginn og minntist dagsins er hún hafði gefið Bolla sverðið Fótbít. Tók hún gleði sína ekki aftur.



Varð Þuríður gömul kona mjög og er sagt að við dánarbeð sitt hafi hún sagt: Bolli, hér kem ég. Síðan hafi lífandi hennar yfirgefið líkama hennar.