Randver labbaði huldu höfði í gegnum þessa eldhringi áhættunar sem maður kallar vini, hann stal hér og þar og lét greipar sópa hvert sem hann fór.

Hann átti erfitt með það að vera í kringum fólk og láta eðlilega án þess að gefa þeim langt nef eða eitthvað þvíumlíkt.

Það var aðeins tvennskonar fólk í hans lífi “Fólk sem hataði hann” og “fólk sem þekkti hann ekki” það var ekkert þar á milli.

Honum var sama um alla og öllum var sama um hann, hann hataði alla og allir hötuðu hann.

Þannig virkaði kerfið hans, engum tókst að snúa á tilvistar kerfi Randvers því engum líkaði við hann.

Þangað til þetta örlagaríkakvöld mánudagur, klukkan var átta að kveldi 9 október tímin var komin.

Randver var knúinn af hatri og labbaði úti með eitt í huga og ekkert annað.. að pirra fólk.

Hann var að labba er hann sá konu sem byrjaði að tala við hann, gat þetta verið? kona sem yrti orð á hann, hann gaf henni langt nef og hljóp í burtu.

Konunni líkaði greinilega vel við hann því hún elti hann, hann hljóp hraðar og leit alltaf um öxl til að gá hvort hún væri ekki farinn, hann hljóp framhjá
bleiku fílunum og í kringum sveppina, þangað til hann datt um bekk, hann datt ofan í kalda jörðina sem var mjúk sem steypulagað gras.

skinnið straukst hægt við jörðina og skinnið skrapaðist af, það blæddi úr fótleggnum og kinninni.
Konan kom nálægt honum og snerti öxl hans, þá greip hann um fótin á henni og kyppti í hann, hún datt með hausinn ofan á rafmagnskassa.

Rauður vökvi rann niður rafmagnskassan.

“Ætli þetta storkni?” var það eina sem fór í gegnum hug Randvers, hann skreið burt inn í sýrukenndu þokuna.
Hann lagðist ofan í gúmmíkennda glæra, plast sófan sinn og rann í gegnum sárið með tusku.

Hann lagði kalt hrátt kjöt sem var ennþá í umbúðunum ofan á sárið.. hann byrjaði að brynna músum vegna sársauka og þunglyndi.
Þegar hann jafnaði sig ætlaði hann að ná í peninga til að kaupa sér einhvern mat.

Hann fór i bankan.
Kona í bankanum aðstoðaði hann “Góðan daginn hvað get ég gert?”
“þegiðu og gefðu mér peninga, Nafn : Randver M. Gunnlaugsson númerið : 5219
Konan stimplaði eitthvað inn á tölvuna sína og nagaði síðan neglunar í móðursýkiskasti.
”Heyrðu.. greinilega hefur þú sagt það einhverntíman við einhvern hérna að þú hataðir lífið þannig við hirtum alla peningana þína“
Randver átti ekki orð… hann gjörsamlega brjálaðist.
”Er þetta leiðin sem samfélagið bítur í mann?, rassgatið þitt!!“

”Ærumeiðingar bæta engan“ sagði konan voða róleg.

Randver hló og lamdi síðan í afgreiðsluborðið og bráðnaði úr reiði og heimtaði peningana, unga konan, með ljósahárið, stóru eirnalokkana sem var að drukkna í maskara blés kúlu úr tyggjóinu sínu og sagði
”Sorrí en ég get það bara því miður ekki“ Greinilega gat konunni ekki verið meira sama.

Randver hló enn hærra.
Svo labbaði hann út.

Hann fór heim til sín í nintendo 64 í mario bros.
”Ahh.. lífið er yndislegt" hugsaði Randver og sofnaði.