Það var rétt byrjað að sjást í sólina á þessum Sunnudegi. Danni þorði ekki að opna augun, afþví hann vissi ef hann gerði það..þá myndi hann rjúfa svefninn, og ekki geta sofnað aftur. En hann gerði það nú samt, dröslaðist framúr og í fötin og beinustu leið útum gluggann til að vekja ekki Andra bróðir og mömmu. Hann gekk þungum skrefum útí sjoppu og keypti sér langloku og svala. Hann gleypti þetta í næstum einum bita því hann fékk engan kvöldmat í gær vegna veikina mömmu. Eftir “morgunmatinn” gekk hann leiðina uppá róló, til að gá hvort hann gæti ekki slórað þar bara í sólbaði þangað til að klukkann yrði svona 10, hálf 11..þá næði hann svona 2 stundum, fyrst að klukkann var 8 núna. Hann lagðist niður, ætlaði sér ekki að sofna..en gerði það.

Nokkru síðar hrökk hann upp við það að tveir menn stóðu við hlið hans! Hvur djöfullinn ertu að gera hér drengur??!? Danni svarði hinn allra rólegasti að hann væri bara að “tjilla”! Mennirnir rifu hann upp af jörðinni og héldu á honum spriklandi og æpandi útí bíl sem var þarna rétt hjá. Danni var skelfingu lostinn, enda aðeins 12 og hálfs ára! Alltaf lendi ég einhverju svona hugsaði Danni er honum var kastað inn í bílinn og annar maðurinn við hlið hans hélt honum niðri svo hann gæti ekki séð hvert þeir væru að fara..stuttu seinna leið yfir Danna af súrefnisskorti!

Þegar hann vaknaði var hann einn ofan í skurði.. Hann stóð upp og leit í kringum sig. Hann sá ekkert nema land, og eitt pííínu lítið fjall lengst í burtu. Hann brast í grát. Hann byrjaði að öskra á grasið í kringum hann og ill orð um allt og alla. Svo áttaði hann sig á því að það yrði kalt þegar nóttinn kæmi svo hann byrjaði að labba gegnum..túnin.. Þegar hann var búinn að ganga í svona hálftíma settist hann niður og fór yfir vísuna sem bróðir hans hafði kennti honum síðasta sumar þegar hann fékk martraðir:

Óvættur farðu burt, það er ekki þú sem ræður hér!
Það er ég og enginn annar! Farðu segi ég!
Þú ert eigi velkomin hér, því það er ÉG sem ræð hér!

Honum leið ekkert betur, allavega ekki eins og þegar hann fór með þetta í rúminu sínu..
Hann stóð upp og hljóp, og hann sem hafði unnið langhlaupið í skólanum í síðasta mánuði! Hann hljóp, og hljóp en fjallið sem hann stefndi á virtist ekkert stækka. Svo hann gaf í. Eftir sæmilegan hlaupatíma hægði hann á sér og hvíldi sig. Hann hugsaði með sér:ég get þetta ekki, ég get þetta ekki, ég dey!! Ég dey áður en ég kemst að fjallinu!! Svo hugsaði hann um að komast heim..til Andra og mömmu..þau eru öruggæega að leita að mér einmitt núna.

Heima hjá Danna var móðir hans rúmliggjandi útaf veikindum, og bróðir hans Andri var úti með vinum sínum að reykja og drekka á sunndagseftirmiðdagi. Andri æeit á klukkuna..hún var hálf sex. Danni var vanur að koma heim frá..hvar sem hann var um þetta leiti, svo Andri kvaddi strákana og hélt heim á leið. Þegar hann kom heim var Danni ekki heima þannig að hann beið, ooog beið….hann nennti þessu ekki lengur, grillaði sér samloku og gaf mömmu sinni vatnsglas. Fór svo út að leita af Danna. Hann fann hann ekki útá róló, ekki hjá Gumma vini hans! Hann ákvað að leita af honum bara þegar hann var búinn að grípa einn “smók” með félögunum.

Danni var nú farinn að nálgast fjallið og hann sá ekki betur en það væri bóndabær þarna rétt hjá! Nú glaðnaði yfir Danna og hann gaf aðeins í, þótt hann væri að drepast úr hlaupasting.
Hann var nú nokkra tugi metra frá húsinu en þá sá hann einhvern koma útúr bænum! Hann bókstaflega öskraði að kæti og hægði á sér. Maðurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá Danna koma æðandi! þAð voru nokkrar rollur þarna og Danni stökk yfir eina þeirra léttilega, en komst ekki yfir fleiri af þreytu. Þegar hann leit upp var bóndinn horfinn. Hann kom svo út strax aftur, með ryffil..Danna brá ekkert smá, stoppaði hægt og byrjaði að bakka. Bóndinn var snöggur í sporum og skaut Danna í öxlina! Danni kastaðist niður og greið um öxlina af kvölum.. Áður en hann vissi af stóð bóndinn yfir honum og sagði: Ég vissi ekki að útsendarar hans væri svona ungir! Og skaut hann í hausinn.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið