Ég ligg á beddanum kvalinn. Verkirnir hika hvergi við að minna mig á að ég er að upplifa mitt síðasta. Ég upplifi það á versta veg – eins og hundgamall maður, svekktur út í lífið og ákvarðanir fyrndarinnar. Hamingjan heldur sig hjá öðrum og ekki einu sinni kona mín til tuttugu ára gleður mig hið minnsta. Ég stari tómum augum fram fyrir mig og tek varla eftir því að Katrín haldi í hönd mína. Ég hætti að elska hana þegar ég hitti hana, held ég. Hafði hvorki kjarkinn né grimmdina til að rétta fram höndina og segja stopp – að nú væri nóg komið. ég hélt alltaf að hún væri yfir sig ástfangin af mér og fannst ég ekki geta svipt henni ánægjunni. Ég hefði átta að hugsa meira um sjálfan mig – smá sjálfselska hefði ekki drepið neinn.

Samband okkur hefur alla tíð verið dauft og karakterlaust. Við töluðumst varla við öll þessi ár. Kannski ekki skrítið, við áttum í raun ekkert sameiginlegt, nema þá kannski þörfina fyrir líkamlegri fullnægingu þegar við kynntumst, fyrir um tuttugu árum. Ég var ekki einu sinni mikið fyrir það, kynlífið. Mér hefur alltaf liðið best horfandi á kvikmyndir, hlustandi á tónlist eða lesandi ljóð. Hún kunni ekki almennilega að meta neitt af þessu, að minnsta kosti ekki á sama hátt og ég gerði. Í öll þau skipti sem ég hlustaði á Tom Waits eða Megas minnti hún mig á helvítis söguna um keisarann og nýju fínu fötin hans. “Þú lifir í blekkingu góði, þér getur ekki líkað við tuðið í þessum karlskörfum”, sagði hún ósjaldan. Ég var vanur að þegja bara, hækka í tónlistinni, loka augunum og útiloka kerlinguna. Hún hefur eflaust hugsað eins um mig, þrátt fyrir að ég hafi í raun sinnt henni nóg til að gera mig brjálaðan. Hún hefur firrtar hugmyndir um skemmtun, ég sagði henni þó aldrei að mér þætti það – muldraði bara hinum og þessum einna atkvæðaorðum einhvert í áttina að henni. Ég hefði nú haldið að það væri nægilegt til að hún næði skilaboðunum; mér var skítsamana.

Barneignir voru eitthvað sem okkur kom ekki einu sinni til hugar, ræddum ekki, ætli við höfum ekki verið svipað áhugalaus. Mig langaði satt best að segja ekki að eiga barn með þessari konu. Væri þó óneitanlega nokkuð ljúft að vera að kveðja son sinn núna – uppfullur af stolti og ást, þ.e ef ég hefði einhverju fengið ráðið um uppeldið. Eftir á að hyggja hefðu barneignir ekki verið svo slæmur kostur – við hefðum allavega eitthvað til að slást yfir, eitthvað til að skapa ósætti og og ef allt hefði farið að mínum núverandi firrtu óskum leitt til skilnaðar.

“Ef þú smælar framan í heiminn smælar heimurinn framan í þig”, heyrðist í Megasi. Lífspeki sem ég reyndi margoft að teileinka mér, en hún fúnkeraði alls ekkií mínum raunheimum, kannski var smælið ekki nægilega einlægt, ekki beint framan í rétta fólkið. Ég stóð mig stundum að verki við að velta því fyrir mér hversu gott væri að getað byrjað upp á nýtt, með nýju fólki. Ég vild ég hefði verið kjarkmeiri, búið yfir aðeins meira sjálfstrausti. Af hverju ég mannaði mig ekki upp í að kynnast Rósu betur er mér algjör ráðgáta. Henni virtist líka vel við mig. Við áttum skemmtilegar samræður, áttum allt sameiginlegt – ætlaðir sálufélagar – vil ég meina, en hvorugt okkar hafði þorið sem þurfti – þorið til að taka stóra krefið. Sambandið fjaraði svo út eins og öll önnur áþreyfanleg ánægja í lífi mínu…

Ég er bara alls ekki tilbúinn til að kveðja heiminn – segja bless. Minn tími var illa nýttur, ég lít til baka og sé ekki neitt, það er sorglegt að hugsa til þess að fyrir utan barnæsku mina, sem var fín, var Rósa það besta sem kom fyrir mig. Það veraldlega að minnsta kosti. Öll mín ánægja síðustu árin hefur verið áhugamálatengd, kvikmyndagláp, bókmenntir, tónlist, stekin af grillinu eða kaffibollinn árla morguns. Ég þarf vart að minnsta á að hún drakk ekki kaffi, smakkaði það aldrei, gat engan veginn notið með mér morgunsólarinnar og súpið með mér drykk og lesið blaðið. “Það er miklu ódýrara að drekka bara vatn, svo er það líka ódýrara” sagði hún einhvern tíma. Þetta var jarðbundnasta, leiðinlegasta og venjulegasta manneskja sem ég þekki. Hvernig er hægt að fara í gegnum heilt lífskeið án þess að eiga sér áhugamál? Eitthvað til að drepa tómu eyðurnar, eitthvað aðeins meira en að leggja enn einn kapalinn meðan hún hlustaði á slúðrið í vinkonum sínum í gegnum símaógeðið.

“Svaraðu mér Sigurður”, sagði hún. Ég tók augun af hvítum veggnum og beindi að henni, “hvað?” svaraði ég. “Það er nú meiri kurteisin, hvað hefur hlaupið í þig? – þetta eru þakkirnar fyrir að ég dvelji hérna hjá þér” tuðar hún. “Þegiðu kerling”¸ svara ég án þess að hugsa., “farðu nú út í sjoppu og kauptu fyrir mig sígarettupakka”, held ég áfram, “þessar í grænu pökkunum.” –“En þú reykir ekki einu sinni! Og hvað er þetta með talsmátann?” svaraði hún á móti. “Kauptu bara fyrir mig helvítis pakkann” svara ég ákveðinn, “gætirðu mögulega gert það deyjandi mann?”.Hún stendur upp, opnar hurðina, lítur mig illu auga, gengur út um dyrnar og skellir hurðinni svo á eftir þeim. Ég tek upp útsnýttan pappírinn og hendi á eftir henni og blóta henni svo með sjálfum mér.

Ég teygi mig í geislaspilarann og ýti á play – Tom Waits syngur um að allir fari til helvítis. Ég hafði ekki velt þessu fyrir mér við dauðans dyr; hvert fer ég? Mér er í raun sama, held samt ég hvíli bara í gröfinni, rotni og blandait jarðveginum. Kannski ég setji fram einhverjar séróskir um jarðaförina. Láti brenna mig – láti jafnvel grafa mig nakinn í Sahara eyðimörkinni. Það þætti mér töff, verst að framkvæmdin yrði erfið – og ógleymt fjármagnið takmarakað, kerlingin myndi erfa þetta allt. Hún á það ekki silið, hugsaði ég. Ég tók skyndiákvörðun – tók upp símann og kippti öllu í liðinn – Lou Reed fengi allt mitt, fyrir utan það sem kerlingin verður víst að fá vena einhverra skitna lagalegra mála. Mér fannst ég svalur, alvöru nagli, Harry Callahan yrði stoltur af mér.

Ég heyrði fótspor kerlingarinnar nálgast dyrnar, þær opnuðust, hún steig inn – vopnuð sígarettupakka. Hún henti honum í mig reið á svip, “af hverju sígarettur?” spurði hún. Ég gat ekki svarað þessari spurningu, vissi ekki svarið. “Skiptir ekki máli”, sagði ég, tók kveikjara upp úr einni skúfunni og kveikti mér í rettu, fékk mér smók, blés upp sorpinu sagði henni svo rámri röddu “að drulla sér út, ég hafði fengið upp í kok af henni”. Hún mælti ekki orði, hlýddi og lokaði á eftir sér. Henni virtist vera saman – okkur var skítsama um hvort annað – ég var feginn að ég hafði gert þetta – við vorum frjáls – betra seint en aldrei. Ég kveikti mér í næstu sígarettu, næstu og svo næstu, hallaði mér aftur á beddann, lygndi augunum, gleypti reykinn og hlustaði á grófa rödd Tom Waits. “Af hverju grepi ég ekki daginn þegar ég gat?” hugsaði ég og reykti mig í gegnum síðustu augnablikin.