Jæja, þá er komið að því.Jarðaförin þín.
Ég hafði kviði þess dags í viku og nú var komið að honum. Í gær var kistulagningin, hún var rosalega falleg. Ég fékk smá stund með þér alein, með þér ástin mín.
Ég hef verið að reyna og reyna en virðist bara galtóm, ég finn engar minningar af okkur saman.
Ætli mér sé að dreyma? Ertu kannski ekki til?

Mig svimar, ég er búin að gráta og hugsa svo mikið….”hversvegna ég?” og “af hverju gerðiru mér þetta?”

Við keyrum á eftir bílnum sem ber þig, og göngum inní kirkjuna.
Þegar kirkjuklukkurnar hringja vakna ég loksins upp úr hugsunum mínum og sé fallegu hvítu kistuna. Mér verður hugsað til allra spítala ferðanna.
Athöfnin klárast og við förum útí kirkjugarð, þar sem búið var að grafa gröf fyrir þig.
Mig langar mest að stökkva þarna niður með þér, klára lífið með þér.

Ég stend og græt, græt öllu því sem ég veit….öllu lífinu.
Ég óska mér þess að þú bankir í kistuna og berjist um að komast út.
Ég hugsa með mér…”ég hefði átt að setja GSM símann þinn hjá þér, til öryggis”
Þetta hugskot líður hjá, og ég held áfram að gráta.

Eftir erfisdrykkjuna höldum við heim, og ég græt ekki meira.
Ég hugsa bara…..og hugsa.
Á næstu dögum hugleiði ég að kveðja lífið líka, alveg eins og þú.
En í stað þess að mistakast, skal mér heppnast.

Ég geng útí sjoppu, og ég sé bíl stefna í átt að mér, aðeins örfáar sekúndur til þess að forða mér.Ég stend þarna stjörf, þakka Guði fyrir að hafa svarað bænum mínum.
Ég hugsa á nokkrum sekúndubrotum, “Takk, þér hafið uppfyllt æðstu ósk mína.”
Bíllinn lendir á mér…..þungt högg og mikill sársauki sem fjarar svo út.
Ég sé ljósið mynda andlit þitt ástin mín, þitt fallega andlit eins og það var áður en þú lást inni.
Ég teygi mig í átt að þér.

Þú sagðir við mig að ég ætti að lifa lengur, og allt verður svart.
“Fjandans Guð, ég hata þig”


Þetta er eitthvað sem ég gerði fyrir svolitlu síðan…..veit ekki hvort þetta sé smásaga eða bara yfirgnæfandi leiðindi.
Afsakið allar stafsetningarvillu
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"