2. kafli
Klukkan var orðin hálf tólf þegar Þróttur ákvað að leggja af stað í
mylluna hann sagði konunu sinni að hann væri að fara mala korn fyrir
morgundaginn svo að hann hefði meiri frítíma næsta dag.
Hann gekk hröðum skrefum í átt að myllunni og var kominn þangað mikið
fyrr en hann áætlaði, svo að hann ákvað að fara niður á akurinn að
týna hveitistrá til að mala á morgun hann fór eina ferð uppí myllu
og nennti svo ekki meiru. Hann settist á sama stað og Veltingur hafði
setið fyrr um daginn og tók upp pípu sína og kveikti í. hann átti
heima hjá sér lítið gróðurhús fullt af jurtum sem hann var vanur að
reykja við tækifæri. Í dag í bænum þínum myndir þú sjálfsagt kalla
þær jurtir maríjúana.
Þróttur var byrjaður að dotta þegar hann heirði rödd tala rétt fyrir
framan hann, seinna áttaði hann sig á því að þessarri rödd var
beitt til hans. “Þróttur ertu vakandi?” “ha jájá”svaraði hann og stóð
upp dauðþreyttur. í kringum hann stóðu fimm menn. “Komiði við skulum
fara inn.” sagði einn þeirra, sem þróttur giskaði á að væri Veltingur.
Þeir fóru allir inn og tóku sér stöðu í kringum einn stórann trékassa.
Veltingur kveikti á lukt sem hann hafði með sér og hengdi hana upp á
krók fyrir ofan kassann. “Nú þekki ég engann af ykkur hérna nema mig
og hann Ásgrím hérna við hlið mér.” sagði hann og benti á svipaðan
nánga og hann var sjálfur“…svo að það væri fínt að við mundum
fara yfir nöfnin áður en við höldum áfram. Sjálfur heiti ég Veltingur
Djákni og mun fara fyrir hönd þeirra sem ákveða að leggja leið sína
með mér til Dimmudala!”. “UUU…Dökkudala áttu sennilega við meistari”
sagði þá maðurinn við hlið hans sem var kallaður Ásgrímur. “uu það er
sjálfsagt rétt, jæja þú heitir Ásgrímur og við báðir komum úr norðri
úr stærstu borgum Ylmlanda.” Sagði veltingur og benti síðan á mann sem
sat vinstra megin við Ásgrím “ Ég er kallaður Lárus Ljóti en ef ykkur
væri sama þá væri gott ef þið kallið mig bara Lárus” sagði mjór og
ljóshærður maðurinn. “Ég heiti Jór. Hákon Hálfi og er einn af Jórunum
hér í borg” Sagði stór og sterklegur maður með svipað hár og Veltingur
nema með það brúnt, sá sat hliðina á Þrótti. Jórar eru hæst settustu
hermenn borga í Ylmaríki þeir voru sjaldan fleiri en fimmtán í hverri
borg og sjaldan færri en sjö. “Ég heiti Þróttur Kjeld” sagði Þróttur
þá. Loks lokaðist hringurinn með því að ljóshærður maður sagðist heita
Ólafur Erkill.
Veltingur tók upp pappír og skellti honum á borðið. Þegar hann sneri
pappírnum við sást að þetta var landakort. “Þetta er kort af
Dökkudölum!” sagði Hákon. “Það er rétt” sagði Veltingur. “Fyrir löngu
síðan Þegar ég var bara barn fór pabbi minn til dökkudala með litlu sex
manna föruneiti. Ekkert hafði heyrst til þeirra í mánuð þegar pabbi
kom einn hlaupandi Hingað í Túlon með þrjá bölvandi dvergdrísla á
eftir sér. Þegar hann kom að hliðinu sneri hann sér við og drap einn
þeirra en bogaskytturnar við hliðið hæfðu hina tvo. pabbi minn var
færður í hús bróður hans og þar sagði hann honum frá því sem við ætlum
að leita að, hann lét hann líka að hafa þetta kort hér. Þetta rataði
svo til mín í gegnum arfleiðingar þar sem ég var eini eftirlifandi
ættingi föðurbróðir míns.” “En hverju leitum við þá að?” spurði Þróttur.
“Það er einn ljós depill í landi dökkudala”sagði Veltingur og benti á
kortið. “Við leitum að dal afa míns, hann fann draumadal inní þessarri
hrúgu af dauðum dölum dvergdríslanna. hann lýsti honum með blómum
og trjám og það sem betra er gullið stóð berskjaldað útúr berginu!
að þessu leitum við kæru vinir!”. Þögn….“jæja hverjir ætla með?”
spurði hann svo. Þrótti vantaði peninga honum vantaði peninga til að
koma móður sinni og konu á sjúkrahús, ekki væri það slæmt að vaða í
gulli. “hve löng verður þessi för?” spurði Þróttur þá. “hvorki of löng
né of stutt. Við verðum sennilega innan við hálfan mánuð að finna
dalinn, en við þurfum að skafa gullið úr berginu. við verðum sennilega
einn og hálfan mánuð” svaraði Veltingur. Móðir hans og kona urðu að
þrauka það af. “hvernig veit ég að þið séuð ekki að gabba mig út í
einhverja vitleisu?” sagði Þróttur. “Málið er bara Þróttur að þú getur
ekki vitað það. Þú veist aldrei. Þú verður að halda eða trúa.” sagði
Veltingur. “Jæja, ég er með” Sagði Þróttur. og þrjár aðrar raddir tóku
undir. “Ágætt. Jæja, ég bað Hákon að þjálfa ykkur þrjá í að bera sverð. Þið
mætið allir fjórir bara hingað við mylluna um hádegi á morgun til að
byrja að æfa ykkur” sagði Veltingur þá.

3. kafli
Þróttur ákvað að halda áfram að týna strá og var byrjaður að mala fyrir
morgundaginn. Hann vissi að ef hann hefði ekki byrjað hefði hann aldrei
klárað vinnuna fyrir hádegi. Klukkan var orðin mjög margt og það endaði
með því að hann sofnaði í myllunni.
Þegar hann vaknaði var klukkan orðin tíu og hann átti eftir að bera
alla hveitipokana niður í bakarí. Hann hófst strax handa og var búinn
að bera tíu poka niður þegar þegar klukkan sló tólf það hringdi í
klukkum bæjarins til matar, hann átti ennþá sjö poka eftir. Hann þurfti
að skila þrettán pokum til bakarans svo að hann tók þrjá í hvelli og
geymdi hina fjóra. hann lagðist í grasið og dottaði.

Hann vaknaði þegar Jórinn kom, stuttu á eftir komu Ólafur og Lárus.
Allann tímann voru þeir Hákon að kenna þeim að svefla sverði og bera
það vel. Þá fjóra hveitipoka sem voru eftir notuðu þeir í æfingar sem
fórnarlömb.
Þeir tóku tvær klukkustundir í erfiði og töluðu svo saman í hálfann tíma
um heima og geyma.

Svona héldu þeir áfram með æfingar á hverjum morgni í tvær vikur. En
eftir fjórtánda tímann komu Veltingur og Ásgrímur líka, gerðu voða fátt
annars en vildu tala um förina í lok æfingarinnar.

4. kafli
Veltingur sagði þeim að þeir yrðu að leggja af stað strax næsta dag af
því að halla var tekið of mikið að vetri. Þróttur fannst hálf ömurlegt
að þurfa að kveðja alla strax. Hann fór til bakarans og heimtaði launin
sín og fór heim. Hann taldi peningana, óánægður með upphæðina. Hann fór
út í gróðurhúsið og tók upp pípuna. Hann reykti og borðaði dýrindis epli.
Hann sá konu sína þrífa borðið í gegnum gluggann, hún var falleg.
Hann fór inn, kyssti hana en sagði henni ekkert. Hún vissi ekki að hann
væri að fara á morgun. Hann fór til móður sinnar og settist hjá henni í
rúmið.
“Ég fer á morgun” sagði hann.
“Nú? Hvert þá?” var svarað.
“Í ferðalag”
“hvenær kemurðu aftur?”
“Ég veit það ekki, eftir sex vikur, Kanski átta…En ekki tíu.
Ég ætla að biðja Maríu að sjá um þig. Ég borga þig inn á græðingarhúsið.”
“Það er algjör óþarfi”
“Nei, ég vill að þú fáir meðhöndlun af græðara. Ég vil ekki að þú deyjir”
“Allir deyja…sem betur fer”
“En ég vil að þú lifir lengu. Ég vil að minnsta kosti sá þig aftur.”
“Ekki eyða öllum peningum þínum í það.”
“Ég kem heim með allt fullt af gulli.”
“Nú jæja en hvað ef þú kemur ekki aftur?”
“Ég kem aftur og sé þig stálhrausta á ný og Maríu með barnið okkar í höndunum,
án bumbunnar sem stóð útí loftið og lífið verður ein sæla það sem eftir er”
Hún var sofnuð. Þróttur gekk fram og settist á móti Konu sinni.
“María” sagði hann
“Þróttur” svaraði hún
“Ég fer á morgun”
“Svona fljótt?”
“Já áður en að fyrstu snjókornin falla”
“En…”
“Vertu róleg. Ég ætla að borga mömmu inná græðingarhúsið og
ná líka í pláss fyrir þig ef barnið fer að bæra á sér.”
Hún svaraði engu. Þróttur gekk út, og tók að labba upp hæðina að græðingar-
húsinu. Hann labbaði alveg við brún bjargsins og horfði niður það.
Hann sá sjóinn fyrir neðan kastast á klöppina. Hann fór inn.