Ég ætla að reyna að senda hérna inn nokkuð ímindunarveika,
tímalausa og máske illa stafsetta fantasiu sögu.
Ég er búinn að skrifa fjóra kafla og er með grind af
sögu, ég vona að þið lesið þetta og hafið gaman af en
virðið það að þetta er það fyrsta sem ég hef skrifað
ps. var ekki alveg viss með nafnið eða hvernig það ætti að vera



1. Kafli
Þróttur var að hvíla sig eftir erfiða klukkutíma í myllunni áður en
hann þurfti að bera hveitipokana aftur til bakarans.
Þróttur var frekar hávaxinn maður með blá augu,sítt, dökkt, liðað hár, grannur
og sterkur eftir allan þennan hveitipoka flutning. Fjölskylda hans var
ekki stór en hann átti enga að nema veika móður sína ólétta konu sína
og uppstökkan bakara. faðir hanns var dáinn og kona hans hafði slitið
sig algjörlega frá fjölskyldu sinni.
þau bjuggu öll í börginni Túlon. Túlon var syðsta borg í Ylma veldinu
og var við landamæri Ylmlanda og dökkudala.

Eftir svolitla stund stóð Þróttur upp og tók upp tvo hveitipoka hvern
undir sinn handlegg. Hann hefði ekki þurft að þreyta sig svona mikið
á þessari vinnu hefðu andskotans hjólbörurnar ekki fallið saman af
álagi. Þróttur gekk út í steikjandi hitann og horfði í kringum sig.
Langt í fjarska sá hann upphaf dökkudala, en þangað hafði faðir hanns
farið í ævintýraleit en sneri alldrei aftur.
Hann gekk áfram með hveitipokana og skilaði þeim niður í bakarí.
Þá gekk hann þessa hundrað metra upp hæðina aftur tilbúinn að ná sér
í næstu tvo poka sem lágu í hrúgu með 15 öðrum. hann tók þá og lagði
af stað út, þegar hann heyrði kallað á hann:“Hey þú! komdu hingað!”.
Þróttur leit ekki við en var nokkuð viss um að bakarinn væri eitthvað
að skammast í honum aftur.
Hann kallaði til baka: “Hvað gerði ég nú vitlaust?”. Þögn þar til
“Ekkert svo að ég viti til!” heyrði hann sömu rödd svara undrandi.
Hann sneri sér við og sá að þar var alls einginn þybbinn kokkur,
heldur Hávaxinn og sterklegur maður, með sítt svart hár og mikið skegg.
Mennirnir tveir horfðu undrandi á hvorn annann. Sá ókunni rauf þögnina
“Ég er að leita að Þrótti Kjeld” sagði hann. “veistu hvar ég get
fundið hann?” spurði hann síðan. Þróttur gekk upp að honum og sagði
“má vera, en leifist mér að spurja hver þú sért og hvað þú viljir
honum?”. “það leyfist þér að spyrja en ekki er víst að ég svari,
ég er kallaður Veltingur Djákni og erindi mitt til hanns er sá að ég
ætla að bjóða honum að vera með að skipuleggja leit, leit að einhverju
sem einginn má vita um, nema hann ég og þeir sem okkur munu fylgja.”
“svo ertu reyðubúinn að segja mér hvar ég get fundið Þrótt?”.
“Hann stendur nú beint fyrir framan þig hér og nú.” svaraði Þróttur
hæðnislega.
“nú fyrst svo er skaltu klára að vinna þitt dagsverk, en ef þú leyfir
mér að fylgjast með þér vinna verkin, mætti ég þá setjast hérna fyrir
utan mylluna?”Sagði og spurði Veltingur þá.“Ekki get ég bannað þér
það.” svaraði þróttur þá.

Þróttur hélt áfram að bera pokana í bakaríið og gesturinn kom sér vel
fyrir upp við mylluna og fylgdist með hverri hreyfingu hanns.
Ef satt skal segja fannst Þrótti þetta óbærilegt að einhver ókunnugur
maður sat í mestu makindum og fylgdist með hverri hreyfingu hans og
Þróttur var ólmur í að vita erindi hanns hingað að myllunni.
Loksins, þegar hann var búinn að bera tólf poka að bakaríinu, Stóð
maðurinn upp og bauðst til að bera fimmtánda pokann á meðan Þróttur
bæri þrettánda og fjórtánda. Þróttur þáði það með þökkum en var samt
fúll yfir því hvað hann hafi boðist til að bera lítið.
Þegar mennirnir tveir voru við hús bakarans bað Veltingur Þrótt um
að mæta uppí myllu klukkan stundarfjórðung í miðnætti.
Þróttur féllst á það tortrygginn. Fóru þeir svo hver sína leið.


:D