*Ég skrifaði þetta í word og c/p svo hingað inn þannig ég veit ekki hvort uppsetningin heldur sér. Ef þetta kemur allt bara í einni steik skal ég reyna að sansa það sem fyrst. Takk*

Borgarnes,
Mánudagurinn 19. Apríl 2004.

14:51
Það ýskraði aumingjalega í bremsunum á þessum fyrrum myndarlega Subaru stationbíl þegar hann beygði inná sjoppu planið, það litla sem eftir var af lit á honum hélt dauðataki í ryðið til að detta ekki af þegar bíllinn svo loks nam staðar við lúguna.
“Hææ, ka get ég gert fyrir þig Gunni minn?” mjálmaði afgreiðslustelpan með hátíðni tyggjósmjatts röddinni sinni og glotti. “Pulsu með tómat, sinnep og steiktum… og hálfa kók í dós”. Það hljómaði eins og hann hefði aldrei gert annað en að panta pylsur í bílalúgum alla sína tíð, slík var ákveðnin. “Vilt þú eitthvað Mikki?” “Já, ég ætla að fá lítinn jarðaberjasjeik… hafðu hann þunnann”. Farþeginn hallaði sér aftur og gramsaði í klofinu á sér eins og ekkert væri karlmannlegra en að fá sér lítinn jarðarberjasjeik og klóra sér svo í typpinu. Gunni horfði á þessa sérkennilegu sýningu, hristi á sér hausinn og snéri sér aftur að lúgunni.

Afgreiðsludaman var varla búin að klára að þakka þeim fyrir komuna þegar bíllinn rauk af stað og skyldi hana og glottið hennar eftir í mengunarskýi.
“Liggur þér mikið á Gunni minn?” muldraði Mikki. Það skein í gegnum brosið hans að hann vissi að það lá eitthvað meira á bakvið þessi samskipti Gunna og sjoppudömunnar. “Alveg frábært að þessi tuðra sé komin í bæinn, ha, já meiriháttar!” pylsubrauð frussaðiðst yfir allt mælaborðið þegar hann talaði “Ég plöggaði hana eftir eitthvað drullu ball uppá Hreðavatni og við fórum þarna eitthvað bakvið að… þúst, allavega, þá tók helvítis beyglan uppá því þegar leikar stóðu sem hæst að brjóta af litla trjágrein og reyndi að stinga henni uppí rassgatið á mér. Hitti sem betur fer ekki en þetta var verra en moðerfokker.” Sársaukanum voru svo gerð góð skil með öflugum grettum og óhljóðum. “Hehehehe jahá, kannski hefur hún bara gefist upp á því að græða landið og ákveðið að græða bara einn Gunna í staðinn. En hver er þetta samt?” sagði Mikki og fór að klappa sér öllum upp og niður að leita sér að kveikjara. “Æi hún heitir Sigrún, þetta er systir þarna Ölla og Búbba eða hvað sem þeir heita þarna ofbeldisbændurnir fyrir norðan. Enda ef þetta hefði ekki verið systir þeirra hefði ég líklega rotað hana”. Mikki virtist varla vera að hlusta og kveikjara leitin var orðin hálf örvæntingarfull. “Rólegur kúreki, það er kveikjari í hanskahólfinu… og skrúfaðu niður rúðuna”.

15:20
“Ég verð að viðurkenna að ég hefði ekki haldið að ég yrði svona fljótt leiður á að gera ekki neitt… rétt komnir þrír mánuðir og ég er að drepast úr leiðindum. Vonandi hressist heimilislífið eitthvað við að losna við mömmu og pabba til portúgal.” “Bíddu eru þau farin?” spurði Mikki sem var búinn að vera upptekinn síðustu 15 mínútur við að reyna að finna Bass/Treble stillingu á bílgræjunum. “Jamm fóru í nótt” “Fyllerí heima hjá þér í kvöld þá?” “Æi ég nenni því ekki, spá í að fá mér kannski einn bjór og smá í haus og horfa bara á Simpsons eða eitthvað” “úúú sweet, pant vera memm?” “Ávalt velkominn sykurpúði…”

Eftir langar og ýtarlegar umræður um hvaða Simpsons þátt væri skemmtilegast að horfa á undir áhrifum mismunandi vímuefna snérist umræðan brátt um það hvernig sjónvarpsþátt væri best að gera í þeirra ástkæra heimabæ. “Survivor: Bongó, henda liðinu útí Brákey” “Neineinei… CSI: Borgarnes! það er málið” “Já þeir gætu til dæmis rannsakað atvikið þegar þú týndir 500 kall í hyrnunni um daginn…” “Höhöhö… nei Gunnar minn Halldórsson þetta yrðu sko alvöru glæpir, manndráp, bankarán og svona sjitt” Gunni horfði þreytulega útum gluggann “Mhm, frábært, allt að gerast… mér finnst reyndar að við ættum að fremja fleiri glæpi”.


Þriðjudagurinn 20. Apríl

14:10
Flautið úr Subaru drekanum rauf þögnina líkt og loftvarnarflauta, stuttu seinna kom Mikki þjótandi útí frostið og þeyttist inní bílinn. "Hún mamma mín, blessuð sé hún elskan, er að gera mig brjálaðann með þessu tuði… þú nennir ekkert að leita þér að vinnu, þið rúntið bara um bæinn allan daginn að reykja sígarettur, alltaf áttu efni á því að kaupa sígarettur blablabla, þið félagarnir ættuð nú að taka ykkur á og fara að reyna að koma ykkur í vinnu! …anyhow, meikaru að fara niðrí hyrnu, minns langar í beikónhammara“.

Meðan þeir félagar sátu að borða tók Mikki eftir því að Sigrún Trjáskeggur, eins og þeir ákváðu að kalla hana deginum áður, stóð fyrir utan að tala við gamla konu. ”Ætli þetta sé amma hennar?“ ”Amma hver, hvað? ertu ennþá freðinn?“ ”Nei amma hennar Sigrúnar í landgræðslunni, systir mín var eitthvað að tala um hana í gær og sagði að hún byggi hér hjá ömmu sinni“ … ”Hvar er hún?“ ”Þarna úti hjá bensíndælunum“ ”Jahá, frábært… éttu nú matinn þinn og förum að koma okkur nenni ekki að sitja hérna, ekkert nema helvítis túristar úr bænum“ … ”Eigum við að ræna henni?“ ”Ha? ræna hverri, hvað? Mikael er ekki allt í lagi með þig í dag?“

Mikki kveikti sér í sígarettu og skrúfaði niður rúðuna á bílnum sem sökum bilunar fór bara niður um tæpa tvo sentimetra. ”Mér finnst að við þurfum að ræða þetta mannráns dæmi betur“. Gunni leit á hann spurnar augum ”Mikael Fyodor! hva..“ lengra komst hann ekki því Mikki stoppaði hann af. ”Í fyrsta lagi, ekki kalla mig þetta, þú hljómar eins og mamma mín MIKAEL FYODOR GERÐARSON! Mikki er nóg. Í öðru lagi þá sagðir þú sjálfur í gær að við þyrftum að fremja fleiri glæpi, auk þess að það er greinilegt að þú hatar þessa beyglu“ ”Ég hef ekkert á móti ömmu hennar!“ ”Ohhh nei ég veit það, ég er að tala um Sigrúni, kommon, gerum trjáskegg smá grikk…. getum líka sent þessum psycho bræðrum hennar svona úrklippu lausnarbréf og heimtað eitthvað rugl… hest eða 57 lítra af Vals tómatsósu, bara uppá djókið. Besides þúst þá er þessi gamla örugglega algjör bikkja, allavega ef við tökum mið af restinni af fjölskyldunni“ Gunni vissi ekki alveg hvað hann ætti að segja en um leið og hann ætlaði að fara að segja eitthvað stoppaði Mikki hann aftur ”Ekki segja neitt, just think about it… meira simpsons og gras í kvöld? ég kem með bjórinn“

01:38
Bjórdósir og tómir doritos pokar flæddu yfir sjónvarpsborðið, uppáhalds Simpsons þáttur þeirra félaga, Cape Feare, var nýbúinn. ”Ok, rænum henni“ ”Hehe jess, ég vissi að þú mundir sjá snilldina í þessu, Gunni & Mikki: Take No Hostages dananana“ ”Ha? take NO hostages?“ ”Æi þúst, eitthvað, þú ert alltaf svo mikill fokkin buzzkiller. Er til meira gras?“.
Eftir að hafa grafið upp hvar amma gamla átti heima varð planið eitthvað á þessa leið: ”Við bíðum eftir því að Börkur fari í vinnuna, og svo…“ ”bíddu Mikki minn hver er þessi Börkur?“ ”Æi þúst trjábörkur, börkur… oóok ég er hættur í bili með þetta tré grín. Allavega, Sigrún fer í vinnuna, líklega kringum svona 7 þannig gamla er örugglega ein heima allan daginn og húsið eiginlega alveg afskert þannig við bíðum fyrir utan og þegar tækifæri gefst förum við og dinglum, grípum gömlu, setjum poka yfir hausinn á henni og hlaupum með hana útí bíl, hendum henni í skottið og brunum í burtu. Simple as shit“

Miðvikudagurinn 21. Apríl

10:22
Gemmsinn vældi einhverja afbakaða útgáfum af partýbæ með Ham og Gunni reyndi að draga sængina yfir höfuðið á sér til að fela sig fyrir hávaðanum. Eftir að síminn var búinn að hringja út þrisvar sinnum svaraði hann loksins ”JÁ!“ ”Gunnar minn ég er búinn að vera hérna alveg helspenntur að bíða eftir þér í 20 mínútur, er búinn að finna kúbein og allt saman, en aldrei kemur græna þruman! á lappir með þig dreng andskoti og förum að ræna gömlum kellingum… hehehe“ Gunni strauk sér um höfuðið og nuddaði stírurnar úr augunum ”Jájá ég er að koma, fáðu þér bara sígó og slappaðu af…. hvað ertu samt að gera með kúbein?“ ”æi ég veit ekki, bara júnevvernó“ ”Jamm sjáumst eftir tíu“.

Þeir lögðu fyrst svolítið frá húsinum. Það var sama og engin umferð þarna í kring þannig þeir ákváðu að drífa bara í þessu. Gunni bakkaði bílnum í innkeyrsluna og þeir stigu út úr bílnum. ”Hefðum við kannski átt að vera með sólgleraugu?“ ”Þegiðu Mikki“. Ómurinn af dinglinu glumdi um húsið. ”Yippee ki-ay, motherfucker!“ sagði Mikki og brosti. Enginn kom til dyra. ”Sko sjáðu, afþví þú svafst yfir þig þá er kellingin farin út eða dauð ellidauða eða eitthvað… frábært. Minntu mig á það að næst þegar við förum að ræna einhverjum að vekja þig fyrr. Getum við ekki bara farið og rænt einhverjum öðrum, feitu kellingunni sem vann í bakaríinu eða eitthvað?!“ ”Feitu kellingunni sem vann í bakaríinu?“ ”Já æi mannstu ekki, ég sagði þér að hún nuddaði örugglega glassúr á rassinn á sér til að fá eitthvað action og þú hlóst svo mikið að það kom kók útum nefið á þér“ ”Jáá…“. Þeir voru búnir að snúa baki í hurðina og voru að labba aftur útí bíl þegar hurðinn opnast og lítil gömul kona segir eitthvað við þá á útlensku. ”Er þetta hún?“ spyr Gunni, Mikki virðir hana aðeins fyrir sér ”Ég hélt að hún væri stærri en þetta hlýtur að vera hún“. Gamla konan var með spyrjandi bros á vör og horfði til skiptis á þá ræða málin á sínu framandi tungumáli.
”Ok, skelltu pokanum á hausinn á henni og drífum okkur“. Mikki setti upp skrítinn svip, ”Shit ég gleymdi pokanum útí bíl, geturðu tafið hana meðan ég næ í hann?“ ”Tefja hana með hverju?!“ ”Það veit ég ekki, talaðu bara um jesú eða eitthvað, allir gamlingjar fýla jesú, og ekki gleyma að brosa svo þú fælir hana ekki aftur inn til að hringja í lögguna eða eitthvað“ sagði Mikki og setti upp stórt bros áður en hann hljóp útí bíl. ”Haha jess ví arr fromm ðe borgarnes njú feiðklöbb, dú jú lof dísús?“ Svitinn var farinn að brjótast fram á ennið ”ví ar nott selling eníþíng nónó…“. Lengra komst hann ekki því Mikki kom svífandi fyrir hornið og skellti strigapokanum sem þeir höfðu fundið inní kústaskáp hjá Gunna yfir hausinn á kellingunni og vippaði henni uppá öxlina á sér eins og þetta væri einhver íþrótt.”OK, let's go!“.
”Kíktu og atugaðu hvort það sé einhver útá götu“ … ”All clear“. Gunni hljóp og opnaði skottið ”Fljótur, inn með hana“. Mikki hennti henni í skottið og stökk svo inn farþegameginn. ”Skrítið að hún sé ekkert að öskra eða neitt, ætli hún sé vön svona meðferð, svona sé að taka leigubíl í heimalandinu hennar… eða ætli hún sé bara dauð“ ”Mikki minn potaðu bara í hana og tékkaðu á þessu og haltu svo kjafti…“ Gunni ræsti bílinn og þeir keyrðu af stað. Mikki teygði sig afturí og fann að kellingin var með púls ”Jájá hún er á lífi, ekki keyra of hratt svo við verðum ekki stoppaðir“ ”Jamm… ….en Mikki, hvert erum við að fara?“ …”Heim til þín, hvert annað?“ ”HEIM TIL MÍN!?“ ”Já, meina þú ert einn heima, hvert ættum við annars að fara?“ Gunni blés þungt frá sér ”Það veit ég ekki. Er bara farinn að hafa efasemdir um að það hafi verið góð hugmynd að brugga þetta plan í vímu.“

Eftir að hafa smyglað kellingunni inní hús þá settu þeir hana niður í sófann í stofunni. ”Hvað er eiginlega málið með að þykjast vera dauð eða hvað sem hún er að gera“ ”Dunno, taktu af henni pokann“ ”Ég? gerð þú það bara sjálfur“ ”úúú Gunni er hræddur við gamlar konur“ Mikki teygði sig yfir kellinguna og lyfti pokanum varlega af hausnum á henni. Þegar pokinn var kominn af sat konan í sófanum, með sama skrítna brosið og horfði á þá. Þeir litu hvor á annan og ypptu öxlum. ”Þessi kelling hræðir mig, við verðum að læsa hana einhverstaðar inni“. Í því sem Mikki sleppti orðinu byrjaði kellingin að öskra eins og ljón. Það lá við að rúðurnar springu undan látunum. ”Fljótur rotaðu hana!“ ”ha?“ ”Gunni! Rotaðu kellinguna áður en allt hverfið heldur að við séum búnir að opna einhvern helvítis pyntiklámsklúbb hérna eða séum að myrða einhvern.“ Gunni greip hana og henntist með hana inní kústaskáp og skellti hurðinni. Um leið og hurðin lokaðist þagnaði hún. ”Dísús kræst, þetta er snarbilað gerpi“ ”You can say that again, ekki er amma mín svona… settu stól fyrir hurðina líka. En áttu sígó? allt þetta stress er alveg búið að fara með mig“ ”Nei, nenniru ekki bara að fara útí sjoppu og kaupa sígó?“ ”Jiss sir, má ég ekki taka bílinn?“

11:15
Ýlfrið í dekkjunum heyrðist langt áður en bílinn renndi í innkeyrsluna og Mikki kom eins og hvirfilbylur innum hurðina. ”Gunni…. GUNNI! GUNN“ ”Jájá rólegur, er kviknað í punginum á þér eða eitthvað?“ ”Mmmm nei, smá prúblem, þegar ég fór inní sjoppu var Sigrún trjáskeggur að tala við ÖMMU SÍNA! og þær voru að tala um einhverja pólska vinkonu ömmu hennar sem kom hingað í gær!“ ”Frábært, þannig við erum með vitlausa, snargeðveika, gamla konu sem við höfum ekkert að gera við inní kústaskáp“ ”dingding, correct“.
Þeir félagar settust útá tröppur og fengu sér sígarettu. ”Við skilum henni þá bara“. ”Gunnar minn, við getum ekkert bara skilað henni, hún ber kennsl á okkur undir eins“ ”Við hótum henni þá bara einhverjum hrylling gegn því að hún haldi kjafti þegar við skilum henni“ ”Hvernig ætlar þú að fara að því? Sýndist þér hún skilja staf í íslensku eða ensku?!“ ”Nei en ég meina sagðiru ekki að hún væri Pólsk? Þú ert Rússi, getur þú ekki bara talað við hana?“ ”Pabbi minn var Rússi og dó þegar ég var eins árs og ég er alinn upp í Hveragerði, það eina sem ég kann í rússnesku er eitthvað fóstbræðra dabrasskí vodka bull!“ ”Fuss, hugsum bara málið aðeins, okkur hlýtur að detta eitthvað í hug“.

13:30
Brúnaþungir sátu þeir félagar við eldhúsborðið og ræddu málin. ”Hvað ætli kellingin geti verið lengi þarna inni áður en súrefnið klárast?“ ”Það veit ég ekki, örugglega lengi, kemst líka örugglega loft þarna undir hurðina eða eitthvað“ ”Við þyrftum eiginlega að setja páfagauk þarna inn þannig við vissum ef að loftið væri að klárast“ ”Páfagauk?“ ”Já þúst menn í gamladaga notuðu svoleiðis í kafbátum og í námum og svona sjitt til að vita þegar loftið var að klárast“ ”Voru það ekki kanarífuglar?“ ”Hver er munurinn?“ ”Það veit ég ekki, annar er gulur en hinn ekki… svona tweety er það ekki? og hinn svona sjóræningja dót bara líka til minni og æi það veit ég ekki! En ok segjum sem svo að við settum fugl þarna inn hvernig ættum við þá að sjá hvort fuglinn væri að drepast eða ekki?“. ”Það er svosem góður punktur, en hey ég ætla að skjótast aðeins heim, be right back“ ”Jamm… Hey Mikki, keyptu líka pepsí“ ”Pepsí? hvað er að kók?“ ”Keyptu bara pepsí og þegiðu!“

14:10
Gunni sat í sófanum inní stofu og var að horfa á Homer the heretic þegar Mikki kemur inn. Hann hélt einhverju fyrir aftan bak. ”Hvað ertu með? keyptiru ekki pepsí?“ ”Jú… en hérna, lofaðu að verða ekki reiður, ok?“ ”get ekkert lofað því, en jájá, hvað ertu með?“ Mikki lyfti þá upp fuglabúri sem í var hvítur og blár páfagaukur að nafni Stjáni Blái. ”Mamma á hann“ ”Hehehehe þú ert endanlega búinn að reykja frá þér allt vit. Hvað ætlaru svo að gera við þetta?“ ”Nú, setja það inní skáp hjá kellingunni“ ”Jahá, alright, passaðu bara að festa hurðina vel á eftir þér“

Stuttu seinna kom Mikki aftur inní stofu með hendur í vösum og var að flauta eitthvað lag með Cure. ”Hvað sagði kellingin gott?“ ”Hún sat bara þarna og sagði ekki neitt, horfði bara á mig og fuglinn og brosti“

19:43
”Mikki! Pizzan er komin!“ Þeir tóku við pizzunni og borguðu, óttinn við að kellingin mundi taka aðra öskur rispu nagaði þá í hnakkann en hún var búin að þaga svo lengi að þeir ákváðu að taka sjensinn vegna þess að þeir nenntu ekki út.
Þegar þeir voru við það að klára pizzuna sagði Gunni ”Ætti ég kannski að fara og gefa kellingunni eina sneið og eitthvað að drekka? hún er ekki búin að fá vott né þurrt í allan dag“ ”Mjájá go for it“. Smá stund leið og það lagðist furðuleg þögn yfir húsið þangað til Gunni rauf hana og kallaði ”Mikki, koddu aðeins… …þú þarft að sjá þetta“

Mikael spratt á fætur og skokkaði fram, þar stóð Gunni og horfði með daufum svip inní skápinn. Mikki kíkti yfir öxlina á honum og sá þá hvað Gunni var að stara á. Gamla konan sat útí horni, með glottið sitt, en það var eitthvað skrítið við þetta. Hann fattaði það ekki strax en svo sá hann það, það stóð hluti af fjöður útúr munninum á henni. Mikki leit snöggt á búrið og það var tómt. Hann byrjaði að skima í kringum sig eftir fuglinum. Gunni snéri sér við, enþá með þessum fjarræna furðulega svip ”Fuglinn er ekki hérna ég er búinn að leita, hún hefur étið hann og kafnað“ ”Ha? er kellingin dauð?“ ”Alveg stein“ ”Sjitt…Mamma á eftir að verða brjáluð, hún elskaði þetta kvikyndi“. ”Ertu að segja mér að við sitjum uppi með áttræða pólska páfagaukaætu dauða inní kústaskáp og þú hefur áhyggjur af því hvað mamma þín á eftir að segja?“.

Reykjarmökkurinn fyllti stofuna og öskubakkinn var við það að fyllast. ”Við gætum farið með hana uppí baðkar og tæmt úr henni allt blóð, verðum að nota hendurnar á henni eins og pumpur, skera hana svo í búta og dreyfa henni í ruslatunnur útum allan bæ“ Gunni horfði undrunar augum á vin sinn ”Allan þennan tíma sem ég hélt að þú værir bara atvinnulaus aumingi Mikki minn þá ertu algjör stoneface killer! En ég held við verðum bara að henda henni í sjóinn“.

03:48
Bíllinn stoppði við endann á brúnni útúr bænum. Ýlfrið í bremsunum hljómaði eins og hundur sem búið er að sparka í. Tveir skuggar stigu út og tóku stóran poka úr skottinu og héldu á honum að handriðinu. ”Ættum við ekki að segja eitthvað? Svona minningarorð?“ …”Þetta hefuru fyrir að éta annara manna páfagauka, hvíl í friði, amen“.

Ljósin á Subaru Legacy station lýstu upp nóttina… ”Fokking CSI: Borgarnes"