Fjóla var að fara að passa tvíbura. Hún mætti klukkan níu um morguninn og hlakkaði mikið til að fara að passa Birki og Viðar sem voru tveggja ára.

Stella var 26 ára móðir þeirra og hafði smá vantraust fyrst, en kynntist Fjólu alveg. Hún var soldið stressuð og skrifaði langan lista sem Fjóla varð að fara eftir í einu og öllu.

Þegar Fjóla var búin að passa þá í viku og allt farið að ganga eins og í sögu, þurfti Stella ekki lengur að skrifa eins langan lista…bara skilja eftir það mikilvægasta eins og að gefa þeim lyfin sín við óvirkum skjaldkirtli, sem þeir báðir höfðu og örfá atriði í viðbót.

Einn daginn fór hún með þá út í tvíburakerrunni. Hún ætlaði að stoppa í lítilli sjoppu en mátti ekki fara með kerruna inn. Hún lét þá hafa smá dót til að dunda sér við á meðan hún væri inni. Hún fór inn og keypti bland í poka, en þegar hún fór út voru tvíburarnir horfnir!!! Fjóla fékk áfall of hljóp útum allt og kallaði hástöfum á þá. Hvernig átti hún að vita hvort þeir færu í hvor sína áttina eða ekki? Hún varð dauðhrædd þegar hún fattaði að hún gleymdi að festa þá í kerruna. Það var lögreglustöð nálægt og hún fór þangað hágrátandi og áhyggjufull. Löggan reyndi að róa hana en það gekk ekki. Löggan bað hana að lýsa tvíburunum.

“Lágvaxnir,ljóshærðir, sjálf er ég varla farin að þekkja þá í sundur en Viðar er með fæðingarblett á vinstri öxl en Birkir á hægri fæti,rjóðir í framan og brosmildir,prakkaralegir og geta aldrei verið kyrrir í smástund.”

Löggan leitaði í smástund og var fljót að finna þá í gæludýrabúðinni bakvið sjoppuna. Stella var komin heim og varð mjög reið við Fjólu…trúlega vegna hræðslu en lögreglan talaði við Stellu áður en þær hittust. Þar sem Stella var mjög stressuð móðir gat hún aldrei aftur treyst Fjólu og rak hana.

Fjóla, sem var 15 ára var mjög sár og þorði aldrei að taka þessa áhættu aftur að passa ókunnug börn. Stella lét þá í pössun til ömmu sinnar sem aldrei gat litið af þeim heldur.

ENDIR