Lífið að handan Lífið að handan.

Kæra dagbók.

Fyrirgefðu hvað það er langt síðan ég skrifaði í þig seinast, eit ár…frekar langt.

Ég sit hér og skrifa hugsanir mínar og gjörðir eftir daginn sem leið, velti því fyrir mér hvað ég gerði rétt, hvað ég gerði rangt, hvað ég hefði getað gert betur, því sem verður ekki breytt, hvers vegna ekki, það hefur orðið að fortíð.

Hugsaðu þér hvað lífið væri auðvelt ef maður gæti farið til baka í tímann, breytt því sem við gerðum rangt, engar áhyggjur, enginn ótti. Hakuna Matata.

Þú spáir sjálfsagt í það hvers vegna ég skrifaði ekki í þig í ár. Ég var að uppgötva lífið, eða hálfpartinn…því lífið, er líka dauðinn.

Fyrir ári, þegar ég var 13 ára, vorum ég og vinur minn, verðandi kærasti minn á stefnumóti svokölluðu, sátum við ána undir tunglsljósinu í þessum rómantíska anda kvikmyndana, þetta dæmigerða.

Við horfðum ofan í straumharða ána, jökulána, eins og það kallast. Nálægt bakkanum lá rauð rós með gylltum stilk, svo falleg, svo sérstök. Ég gekk að ánni og seildist eftir henni, en náði henni ekki. ‘'bíddu, ég skal ná henni’' sagði hann. Ég sveiflaði dökku síðu hárinu aftur og brosti. Hann teygði höndina að rósinni sem sat föst milli tveggja steina. Það vantaði u.þ.b. 3 cm upp á að hann næi henni, svo hann teygði sig lengra, staðráðinn í að ná henni, en hann missti jafnvægið og féll í ana. Hann rak upp óp, og skolaðist burt með straumnum.

Ég öskraði líka. Skelfingu lostin seildist ég eftir símanum. Ég var svo stressuð og hrædd að ég stimplaði óvart inn 122 í staðinn fyrir 112. ‘'FOKK’' sagði ég upphátt. Í annari tilraun tókst mér að stimpla inn rétta númerið. ‘'Bíb’' Battery low, ‘'Fokk’' sagði ég aftur. ‘'Neyðarlínan’' heyrðist rödd segja í símanum. ‘'Já, ég er hérna við einhverja á, jökulá, í Glerarþorpi Akureyri, vinur minn, féll í ána’' Hann sást hvergi, horfinn. ‘'Halló’' sagði ég, ekkert svar, ég leit á síman n, dauður, alveg steindauður. ‘'FOKK’' öskraði ég í þriðja sinn.

Ég hljóp hinum megin við brúna, en sá hann hvergi, ég brast í grát. ‘'Allt þetta fyrir eina rós, eina helvítis rós!’' öskraði ég …..''handa mér'' Ég hafði ekki einu sinni kysst hann. Hann var dáinn.

Ég þurfti að ganga upp á lögreglustöð. Hágrátandi stóð ég varla í lappirnar af andlegum sársauka og reiði. Ég gat ekki bjargað honum. Ég kom grátandi inn á lögreglustöðina og 4 konur og einn karl þyrptust að mér og spurðu átal spurninga sem hringsóluðu í höfðinu á mér, ‘'hvað er að’' ‘'hvað gerðist’' aður en ég gat svarað leið yfir mig.

Ég vaknaði á spítala. Mamma, pabbi, hjúkrunarkona, lögregluþjónn og foreldrar hans sátu í kringum rúmið mitt og sögðu ekki orð. ‘'Hvað er ég búin að vera hérna lengi?’' spurði ég. Mamma andvarpaði, ‘'ohh ástin mín, ég var svo áhuggjufull, er allt í lagi með þig?’' ‘'jú’' svraði ég og brosti, mamma brosti líka ‘'og já, 36 mínútur’' svaraði mamma. Ég hló veikum hlátri ‘'Og hve margar sekúntur?’' spurði ég. Mamma leit á úrið sitt ‘' c.a. 23’' svaraði mamma og hló. Mamma kyssti mig á ennið, það gerði pabbi líka, en sagði ekkert.

''Hefuru nokkra hugmynd um hvar strákurinn er''? spurði lögregluþjónninn kurteisislega. Brosið hvarf af andlitinu mínu og sorgarsvipur kom í staðin. ‘'Já’' svaraði ég. ‘'Hvar er hann’' spurði hann svo. ‘'Dáinn’'. Móðir hans var byrjuð að grenja. ‘'Ég ætla að fá að yfirheyra dóttur ykkar, ef ykkur væri sama’' sagði lögregluþjónninn, og bætti svo við ‘'í einrómi’' Mamma, pabbi, hjúkrunarkonan og foreldrar hans gengu út. Ég sagði lögregluþjóninum allt. ‘'Þakka þér fyrir hjálpina’' sagði lögregluþjónninn og gekk út.

Mamma og pabbi komu til mín, mamma faðmaði mig. ‘'Þið meigið fara heim núna’' sagði júkrunarfræðingurinn. ‘'Takk fyrir’' Sagði mamma og brosti. ‘'Komum heim’' sagði mamma. Ég svaraði engu, stóð upp og elti mömmu og pabba út í bíl.

Ekkert var sagt í bílnum á leiðinni heim. Ég fór beint út í garð, en mamma og pabbi inn. Ég settist á stein og grét dágóða stund, svo ákvað ég að fara að ánni. Rósin var þar ennþá, fallega, sérstaka djöfullega rósin. Ég kenndi henni um allt, en það var ekki rétt.

Ég heyrði aftur ópið sem hann rak upp er hann féll í ána, þetta atvikaðist allt aftur í huga mér þegar ég lokaði augunum, en þegar ég opnaði þau aftur stóð hann fyrir framan mig. Ég öskraði og tók skref aftur. ‘'Ekki vera hrædd’' sagði hann, hann rétti mér rósina, rósina sem hann ‘'dó’' fyrir. ‘'Þú, þú ert á lífi’' Sagði ég. ‘'Nei’'.

Kem með framhald ef dómar verða góðir ;)