Jónas Í Everglades í Flórída í Bandaríkjunum eru nokkrir kofar með einsetuköllum, þessi saga er um einn þeirra og krókódílinn Jónas.
Dag einn, eins og svo marga aðra, sat Hannes úti á verönd með hundinum sínum, með byssuna í fanginu að reykja pípu.
En það var eitthvað frábrugðið þessum degi, hann fann það á sér að eitthvað mundi gerast þennan dag.
Það var allt eitthvað svo kyrrt, það heyrðist ekki einu sinni tíst í fugli.
Eftir hádegið kom Hannes aftur út á verönd og ætlaði að fá sér blund. En hann bara gat ekki sofnað, það var eitthvað sem bannaði honum það. Eftir um það bil korter settist lítill fugl á veröndina hjá honum, spörfugl, ekki vissi hann hvað þessi spörfugl var að gera þarna, því ekki var hann vanur að fá spörfugla í heimsókn til sín á þessar slóðir. Fuglinn virtist vera mjög svangur og þreyttur, og Hannes, dýravinurinn mikli, ákvað að finna handa honum eitthvað til að gæða sér á. Hann fór inn í kofann en um leið og hurðinn lokaðist á eftir honum fór fuglinn að tísta og hundurinn að gelta. Hannes hljóp út, haldandi að hundurinn væri að reyna að éta litla fuglinn. En þegar hann kom út, sá hann nokkuð sem hann hafði aldrei á ævini séð! Algjöran risakrókódíl syndandi fyrir framan húsið sitt! Hannes var örlítið skelfdur, vanur maður kringum krókódíla, þótt hann hafi aldrei séð þá svona stóra, hann greip byssuna sína og skaut nokkrum viðvörunarskotum upp í himininn og vonaði að krókódíllinn mundi fara. Ekki varð hann hræddur, hann hreyfði sig ekki neitt. Hann lá bara þarna fyrir framan í tvo klukkutíma.
Næsta dag kom hann aftur á sama stað á sama tíma og fór aftur á sama tíma, þetta hélt áfram í langan tíma og var Hannes farinn að kalla krókódílinn Jónas.
Dag einn eftir marga mánuði, kom Jónas ekki á réttum tíma, heldur kom hann klukkutíma of seint og þá særður, hann hafði verið skotinn.
Hannes, hræddur, fór útí vatnið til hans til að reyna að hjálpa honum. Hann sótthreinsaði sárið, mjög hræddur allan tímann, því krókódílinn gæti étið hann í einum munnbita. Jónas lá þarna í marga daga og Hannes hjúkraði honum og gaf honum að borða eftir bestu getu, loks fór Jónas að braggast og gat loksins farið að hjálpa sjálfum sér. Sagan segir að hann hafði verið Hannesi svo þakklátur að hann var alltaf þarna nálægt húsinu og varð hálfgerður varðkrókódíll.
Just ask yourself: WWCD!