Tumi litli átti afmæli. Hann var orðinn fjögurra ára og foreldrarnir ætluðu með hann í ítilegu því nú voru allir komnir í sumarfrí. Þau ætluðu að keyra eitthvað um landið án þess að ákveða alveg fyrirfram hvert þau ætluðu. Tumi var spurull og fróðleiksfús strákur og spurði hvert þau ætluðu næst.“Við erum að fara til Vopnafjarðar, elskan”. Sagði mamma hans. Tumi var vanur að fylgjast vel með öllu í kringum sig og fylgdist oft með fréttunum. Nýlega var hann búinn að fræðast um Víetnamstríðið sem var. Það fékk hann að heyra frá pabba sínum. Við þessu svari varð hann hræddur og sá fyrir sér Vopnafjörð sem einhvern stríðsstað og neitaði að fara þangað útaf öllum Vopnunum. Þau flissuðu í hljóði og pabbi hans byrjaði aðeins að stríða honum:“Við hittum hermenn í svona ”riffluðum“ vestum. Tumi varð enn hræddari. ”Ég vil fara til Egilsstaða, þar getum við keypt Egils appelsín, því ég er þyrstur“. Þau hlógu að honum og fannst þetta mjög gaman, en Tumi var lítill saklaus strákur sem skildi ekkert í því af hverju hlegið var að honum. Að lokum spurði hann svo:”Kaupa hermennirnir riffluðu vestin sín í Vest-mannaeyjum?“

Tímarnir liðu og ferðalagið var langt. Tumi var sofnaður og var greinilega að dreyma eitthvað mikið um Vest-mannaeyjar þar sem hermennirnir áttu að hafa keypt riffluðu vestin sín og fóru svo til Vopnafjarðar. Þó hann hafi verið hræddur, var honum farið að finnast þetta mikið ævintýri. Það var ekki oft sem maður upplifði eitthvað svona á afmælinu sínu.

Þegar þau komu úr ferðalaginu 4 dögum seinna, bað Tumi ömmu sína að baka köku sem var eins og riffill í laginu. ”Jesús minn!“ Sagði amma hans þá. ”Hvar fékkstu þessa hugmynd. Vildu ekki Mikka mús kökuna sem þú baðst mig um áður en þú fórst í ferðalagið…eða hvert sem þið fóruð, ef það var nú ekki bara Víetnam!“ ”Nei, það var Vopnafjörður…en ég vildi ekki fara þangað fyrst."sagði Tumi þá.

ENDIR