Glugginn er skítugur og Bob Dylan er í tækinu að raula eitthvað um örlög og einfaldleika. Græni liturinn er farinn að dofna. Það er ekki langt í það að laufblöðin fara að umbreytast í gul, rauð og brún litbrigði sem skyggja á veruleikan. Haustlitirnir eiga það til að gera það, leiða hugann frá myrkrið, kuldan og hversdagsleikan. Það er að einhverju leyti ánægjulegt að horfa yfir blauta grasið og tréin sem taka á móti góðkunnuga norðanvindinn með blíðum hreyfingum. Allt gengur þetta upp á óskiljanlegan máta. Allt virðist eðlilegt en er það ekki. Ekkert er nokkurntímann eðlilegt….það er bara eðlilegt í sjálfu sér.
Þessi óendanlega hálfömurlega hringrás leiðir mann alltaf aftur á sama staðinn, en staðurinn breytir alltaf um form svo hann er aldrei auðþekkjanlegur. Þegar maður svo áttar sig á því að þetta er sami staðurinn og maður staldraði við á einum hringi fyrr er dapurlegt að sjá hvernig minningin hefur svikið mann. Auðvitað reynir maður alltaf að sjá fegurðina í augnablikinu, en hverju breytir það. Þá verður hvort eð er að gera það sama næst.
Hver er það svo sum sem ákveður það hvað hamingja er. Persónulega er ég viss um að það er bara enn eitt hugtak sem við höfum búið til yfir eitthvað sem við þekkjum ekki og getum ekki skilgreint. Við viljum bara búa það til, líkt og við viljum afhjúpa öll leyndarmál heimsins.
Móðir jörð hlýðir alltaf og fylgist sátt með á meðan mennirnir leika sér við að skilgreina allt sem vefst fyrir þeim. Alltaf birtast nýjar skilgreiningar og alltaf virðast þær svo réttar. Miklu réttari en þær gömlu, sem virtust svo réttar á sínum tíma.
Var það þetta sem okkur var ætlað?? Var okkur nokkurntímann ætlað eitthvað meira en að lifa? Þurfum við að ætla okkur eitthvað yfir höfuðið? Hvaðan kemur þessi þörf?
Varla getur Dylan svarað því þótt svo að hann sé nú ótrúlegur spekingur karlinn. Það eina sem mér dettur í hug að okkur var ætlað er ábyggilega að spurja spurninga, því alltaf erum við jafn forvitinn. Það sem við eigum erfiðast með er að efast aldrei eða vita ekki. Við eigum svo afskaplega erfitt með að horfa á hlutina með algjöra hlutleysi. En var okkur ætlað að svara spurningunum? Hugsanlega er það þar sem allt fór úrskeiðis.
En hver veit? Bod Dylan hefur á söng “Hjarta gosi” og allt virðist vera dásamlegt þrátt fyrir að haustið sé að koma.


Gagnrýni please:D
www.folk.is/inga_zeppelinfan