Ég vaknaði í morgun, og allt var eðlilegt.
Eins og venjulega lá ég bara í rúminu að lesa, en svo gerðist eitthvað, allt í einu leið mér eitthvað svo vel. Ég fann fyrir sól í andlitinu á mér og heyrði söng í fuglum. Mér fannst sem ég sveif, yfir haf og land.
Ég var örugg.
Svo sá ég framundan land sem virkaði mjög fallegt, en ég fékk slæma tilfinningu af því að horfa á það, ég reyndi að snú við, en það var eins og eitthvað togaði mig í áttina að þessu landi.
Allt í einu var ég stödd í dal, það var ekkert líf í þessum dal, það heyrðist ekki orð, ég heyrði ekki einu sinni í sjálfri mér kalla á hjálp.
Mér var farið að líða mjög illa, ég reyndi að labba af stað, en gat ekki hreyft mig, ég gat ekki einu sinni blikkað augunum.
Svo fór ég að sökkva, hægt og örugglega niður í jörðina.
Enn gat ég ekki hreyft mig, gat ekkert gert til að reyna að bjarga mér. Ég var bara að bíða eftir dauðanum. Ég lokaði augunum og reyndi að hugsa fallegar hugsanir. Þegar ég opnaði augun aftur, þá var ég ekki lengur á sama staðnum, heldur var ég einhverstaðar það sem ekket var, bara svart, en ég fann að ég var að detta… Það var ekkert fyrir neðan mig sem ég var að detta á, ég var bara að detta.
Féll niður… Langt, lengi, ekkert nema að detta…
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, hvað var ég að gera hérna? Af hverju var ég ekki í rúminu mínu, hvar var ég!?
Ég varð reið, öskraði og barðist um, það fór að hægjast á mér og ég fór að sjá ský í kringum mig, ég sá borg fyrir neðan mig.
Ég var aftur farin að svífa, hægt og rólega, niður á jörðina, Enn í náttkjólnum mínum, en hvar var ég?
Ég labbaði um, ég sá þetta netkaffihús og ákvað að biðja um hjálp, ég þarf að komast heim til mín!
Just ask yourself: WWCD!