Gunnar heiti ég og er geit og bý í Geitabæ með fjölskyldu minni.
Konan mín heitir Gunna og er líka geit, við eigum tvo syni og eina dóttur,en þau eru að hálfum hluta geit og hálfum hluta broddgöltur. Ég held að það sé annaðhvort af því að langömmu bróðir minn var einn sextándi hluti broddgöltur eða þá að ég er ekki faðirinn.
Ég hallast að fyrri skýringuni því sú seinni er svo fjarstæðukennd.
Þau heita Gunnar yngri, Gunna og Gunnar yngri yngri (við geitur erum ekki mjög frumlegar).

Besti vinur minn heitir Magnús og er broddgöltur.
Hann hefur unnið með konuninn minni í mörg ár og það er svo mikið að gera hjá þeim að þau eru oft að vinna langt fram á kvöld.
Eitt kvöldið ætlaði ég að koma Gunnu á óvart í vinnuni og bjóða henni út að borða, þegar ég kom inná skrifstofuna lá Gunna ofan á Magnúsi en Magnús hafði misst linsu og þau voru að leita henni. Mér fannst þetta nú furðuleg leið til að leita að linsu en ég sagði ekki neitt því Gunna getur stundum verið dálítil ljóska.
Besta vinkona konunnar minnar heitir Sigurjón (já henni var strítt á þessu í æsku). Hún er með svefnsýki og getur þar af leiðandi sofnað hvar sem er. Hún var svaramaður konunnar minnar í brúðkaupinu okkar og þegar að hún ætlaði að skála fyrir okkur sofnaði hún og glasið datt í gólfið og brotnaði, (ég veit ekki hvort það boðar ógæfu).
Ég er alltaf að reyna að koma henni og Magnúsi saman en hún virðist haldin þeim ranghugmyndum að hann sé að halda við konuna mína (haha þvílíkt rugl).

Líf okkar er gott og vonandi verður það það áfram.
“I can blow anything” said Glod