Ég hleyp, ég er ekki viss hvað ég hef hlaupið lengi.. Það er einsog heil eilífð hafi liðið og ég hef ekki tekið eftir því.
Í rauninni hef ég bara hlaupið í 5. mínútur en hver mínúta hefur verið á við heilan dag að líða.

Fólkið í kringum mig horfir á mig furðulostið, ég finn þegar augu þeirra fylgja mér eftir og fólkið spyr sig hvað þetta fífl sé að gera. Fólk er ekki vant því að unglingur sé að þjóta framhjá því á ofsahraða, ég skeyti því engu þótt fólkið segi mér að hægja á ferðinni því ég varð að ná… Ég var í kapphlaupi við Tímann.
Ég lít á úrið mitt og það glottir, það veit að ég er í kapphlaupi við sig.. Ég heyri rödd innra með mér segja að ég eigi aldrei eftir að ná þessu, að Tíminn muni hafa betur í þetta skipti. Ég finn að mig langar að gefast upp, ég finn vonleysi læðast upp að mér og skríða í hverja glufu sem það finnur.

Fyrst fara handleggirnir að þreytast og síga niður hægt og bítandi, mig verkjar í brjóstið af súrefnisleysi… “Anskotans, afhverju gat ég ekki verið í betra formi” segi ég við sjálfan mig.
Uppgjöf var farin að bætast við vonleysið og ekki nóg með það, þorstinn var farinn að segja til sín líka. Ég þýt framhjá matvörubúð og þarnæst framhjá einhverri annari búð, ég hafði engan tíma til að athuga hvaða búð þetta sé. “Þetta er svo löng leið!” öskra ég innra með mér og finn fyrir sektarkennd fyrir að hafa ekki lagt fyrr af stað. Ég hafði nú hlaupið í 11. mínútur samfelt og fæturnir voru við það að gefa sig. Viljinn til að vera á undan Tímanum var það eina sem hélt mér gangandi, það er sagt að ef viljinn sé fyrir hendi þá er allt hægt en það virðist ekki eiga við hjá mér.

Allur líkaminn er farinn að segja “STOPPAÐU!” en ég heyri ekki, ég var farinn að hugsa um eitthvað lag með geðveiku sóló-i til að gefa mér kraft og ég fann lagið!
Avenged Sevenfold – Second Heartbeat hljómaði nú í hjartanu, hjartað tók kipp.. Viljinn gerði það sama og jók við sig margfalt meiri orku og kraft. Hver einasti vöðvi fylgdi taktinum í laginu, mér leið eins og að ég væri hetja í einhverri kvikmynd sem væri að bjarga heiminum með flottu lagi í spilun. Ég þaut með vindinn hjá mér, ég heyrði vindinn hvísla í eyrað á mér en ég skildi ekki hvað hann var að segja.. Kannski var hann ánægður með að ég skildi slást í för með honum.

Allt í einu er ég var kominn framhjá einum húsvegg þá blasti sólin við, hún skein beint á mig og smaug inn í mig, hún kveikti í sálinni þvílíkan eldmóð og ég hljóp sem aldrei fyrr. Það var einsog sólin hefði vitað af mér og beðið eftir mér til að gefa mer styrk til að halda áfram, styrk til að sigrast á Tímanum.

Ég vissi að ég átti ekki mikið eftir og endalokin nálguðust. Tímanum var hætt að lítast á blikuna og reyndi að berja niður alla von sem ég hafði. Hann sagði mér með sinni tómu og líflausri rödd að ég eigi aldrei eftir að sigra hann, að Tíminn hafi alltaf betur á endanum. Ég svaraði á móti: “Fokk jú, ég rústa þér!”
Það voru aðeins 3. mínútur eftir og ég nálgaðist óðfluga. Ég hafði þá hlaupið í 27. mínútur stanslaust og líkaminn keyrði nú aðeins á viljastyrk og von.

Sem betur fer veit ég að það sem ég hafði verið að stefna að sé á bakvið grasgrænan hól. Sóleyjar og Fíflar fylgdu mér upp hólinn, vindurinn var hættur að fylgja mér og var farinn út í eilífðina. Loksins var ég kominn upp á hólinn og þá sé ég endalínuna. Gangstétt, gata og einbýlishús blasti við mig og nálgaðist mig óðfluga. “Aðeins lengur!” hugsa ég með mér. Ég hleyp yfir gangstéttina, þarnæst yfir götuna og stekk svo yfir lága girðingu, ég þýt upp tröppurnar og slengi hurðinni upp og öskra með öllum lífs-og sálarkröftum: “ÉG VANN!!”
Mamma og pabbi horfa á mig undrandi eins og að ég væri búinn að tapa vitinu, því næst segja þau mér að setjast við borðið því matartíminn var við það að hefjast.

Tíminn veit að hann tapaði þessari lotu en það gerir ekkert til því minn tími mun koma, á endanum.

p.s. Þetta er mín fyrsta saga en öll gagnrýni er vel tekin (á vinsamlegum nótum takk fyrir) og já ég veit að endirinn er crap :
osomness