Jæja gott fólk,ætla ég nú að reyna fyrir mér með að skrifa mína 1stu smásögu hér á huga. Vonandi getið þið notið hennar.







Hallgrímur sat einn og einmanna heima hjá sér og sötraði á kaffi sínu og heyrði vindinn blístra fyrir utan,og dönsuðu trén í takt við það. Hann hafði ávalt verið maður fjölskyldunar og þótti honum mjög vænt um konu sína og dætur,og þar á meðal styrkti hann góð málefni. Fór hann svo að velta því fyrir sér hve gott hann hefði það miðað við fólkið sem bjó í þróunarlöndunum. Hann var vel stæður í þjóðfélaginu og var í góðri vinnu. En eitt gerði hann sér ekki grein og var það að hann vissi ekki hvar sonur hans úr fyrra hjónabandi var. Sonur hans hafði ekki hringt né komið í heimsókn í mörg ár. Þessi tiltekni sonur bar nafnið Eyjólfur og hafði hann ávalt verið til vandræða allt frá blautu barnsbeini.

Meðan að hann var að hugsa þetta fór að rigna úti og fóru droparnir að slá takt þegar að þeir lentu á rúðunum. Kipti Hallgrímur sér lítið upp við það og sökkti sér í lestur af einu meistaraverki Steven Spielbergs. Eftir um klukkutíma lestur heyrði hann bankað á dyrnar á húsinu og fór hann rakleiðis til dyra,en um leið og hann opnaði dyrnar þá sá hann engan og lokaði hann því aftur dyrunum. ,,Þetta hljóta að hafa verið einhverjir krakkar að gera at'' tuldraði Hallgrímur. Fór þetta að valda Hallgrími hugarbrotum og því fór þetta rosalega í taugarnar á honum. ,,Hver gæti þetta verið hugsaði hann,hver,hver,hver!? Eftir um eins og hálfsklukkutíma bið heyrði hann hljóð fyrir utan dyrnar og kipptist hann við,en við frekari athugun voru þetta dætur hans og kona.
Eftir kvöldmatiinn fór Hallgrímur upp stiga einbýlishúss síns og háttaði sig,enda erfiður vinnudagur fyrir hendi næsta morgun. Eftir að Hallgrímur hafði slökkt ljós svefnherbergsins og lagst útaf og byrjað að dotta,þá heyrðist allt í einu svona hátt ,,donk'' á glugga svefnherbergsins. Hallgrímur stóð upp og gekk að glugganum til að athuga hvað væri á seyði,en þegar að hann kom að glugganum sá hann ekkert nema hávaxna birkitréð sem var þarna í garðinu hans.
Dró hann því þá ályktun að grein trésins hafði væntanlega rekist í gluggan. Fór hann því að sofa aftur eins og ekkert hefði í skorist og sofnaði.

Eftir það vaknaði Hallgrímur og fór á fætur.
Var kona hans að búa til morgunverð niðri og heyrði hún hávært óp eiginmans hennar. Hraðaði hún sér upp og opnaði dyr svefnherbergsins,og þar stóð maður hennar allur útataður af blóði og var búið að skera hann á báðum höndum,og lauslega um hálsinn. ,,Hvað gerðist elskan mín'' sagði kona hans í sjokki. ,,Ég bara veit það ekki elskan mín'' sagði Hallgrímur ruglaður,enda hafði blóðtapið verið mikið. ,,Ég skal sækja eitthvað til að stoppa blæðinguna'' sagði kona hans,sem stökk niður stiga hússins eins og hún ætti lífið að leysa.

Meðan á því stóð fór Hallgrímur að skoða sig um í svefnherberginu og sá hann að gluggatjöldin þar höfðu verið hreyfð til,og sá hann ógreinilega að eitthvað hafi verið ritað þar,og því kippti hann gluggatjöldunum frá og brá honum heldur betur í brún því ritað hafði verið með blóði: ,,Eyjólfur var hér!'' með tilheyrandi djöflastjörnu fyrir neðan nafnið. (Framhald)