Hárið Rannveig litla Jökulsdóttir, 14 ára telputáningur skautaði niður brekkuna á nýju línuskautunum sínum.
Upp og niður, upp og niður, en aðallega niður. Hún var að fara í klippingu, loksins eftir 5 ára söfnun á hári fyrir fermingu ætlaði hún að láta klippa sig stutt. Hún línuskautaðist niður Laugarveginn og beygði svo inná hárgreiðslustofuna. Hún settist niður á gangstéttina og togaði bleiku og fjólubláu skautana af sér. Hún náði í bakpokann sinn og tæok skónna sína uppúr þeim, klæddi sig í þá og setti línuskautana ofan í bakpokann. Svo labbaði hún inní andyrrið. Þar var stór spegill, hún slétti úr gallajakkanum sínum og greiddi í gegnum hárið með puttunum áður en hún gekk inn á hárgeiðslustofuna.
Hún leit í kringum sig; þarna voru helling af konum í litun eða strýpun, sumar voru að láta þvo á sér hárið eða aðrar sem voru með rúllur í hárinu.
Hún hlammaði sér niður í stól og byrjaði að lesa Séð og Heyr blað. ,,Ert þú Rannveig?”spurði ein af hárgeriðslukonunum
,,Jamm…” Sagði Rannveig og stóð upp og hárgreiðslukonan fylgdi henni í stól sem hún settist í og hallaði sér aftur í á meðan hárgreiðslukonan, sem hét víst Júlía, þvoði á henni hárið með harðhenntum höndum. Eftir að hún var búin að þurrka það og greiða, settist Rannveig í annan stól og þar var klippt á henni hárið. Það var klippt stutt, allt of stutt miklu styttra en Rannveig hafði ímyndað sér.
En það varð bara að hafa það, engu hægt að breyta núna. Eftir að Júlía var búin að klippa hana stutt… eða það er að segja styttra en stutt, setti hún brúnann lit og ljósar strýpur í það litla há sem var eftir. Þegar þessu var öllu lokið losaði Rannveig af sér svunntuna og borgaði konunni. ,,8000 kall takk!”sagði Júlía frekjulega. Rannveig rétti henni peninginn tortryggin á svip, henni fannst þetta allt of mikið borgað fyrir ljóta klippingu. Hún setti skóna sína í pokann og tók upp línuskautana. Hún skautaði alla leiðina heim til sín óánægð með hárið á sér.
Rannveig litla Jökulsdóttir, 14 ára telputáningur hrökk upp af vondum draum í nýja rúminu sínu, hún greip um hárið á sér…það var ennþá sítt!
Ingalóa