Vinsamlegast hafið í huga, að ég er helvíti léinlegur í stafsetningu og að þetta er smásaga, ekki ævisaga ;)

Önnur nótt, sit einn í herberginu með hundinn. Hann sefur sem og allir aðrir í húsinu, ég er einn vakandi nota raftækin sem mér hafa verið veitt til afþreyingar til að mér leiðist ekki eftir að ég hef snúið sólarhringnum við til að hitta fólk sem minnst. Það er samt ekki algjör einangrun, ég hef samskipti við fólk í gegnum internetið.

Fólk sem ég veit fyrir víst að ég mun ekki hitta, ég get talað við þetta fólk um hvað sem er og haft skoðanir sem ég get ekki rökstutt, skoðanir sem eru ekki réttar, oftar en ekki bara upp á það að þær láta mann vera öðruvísi heldur en maður er í alvörunni, ekkert endilega betri bara öðruvísi- það er allt sem ég vill. Þetta eru skoðanir á málefnum sem snerta mig ekkert í alvörunni og þessvegna get ég bara sagt það sem ég vill á netinu um þetta því að internetið bíður upp á það að manneskjur virðast ekki vera fólk og því get ég sagt hvað sem ég vill um hvern sem ég vill. Ég hef allt sem mig gæti mögulega langað í, og fjölskyldan mín hefur allt sem réttlátt gæti verið að óska sér.

Ætti ég ekki að vaka á daginn, fá mér vinnu og fara í ræktina og gerast eðlilegur til að geta verið vakandi á daginn talað við þau og ræktað samband við fjölskylduna - eignast líf eins og annað fólk. Hvers vegna ætti ég að vera búin að snúa deginum við, og eyða hverri vöku stund við tölvuna, kanski er það sjálfstraustið ég þoli ekki minstu höfnun og þó að það sé alveg víst að hana myndi ég ekki fá frá fjölskyldunni gæti það gerst ef ég fer að vera úti og gera hluti sem laðar að sér fólk sem ég þekki ekki, kanski mætti kalla þetta fóbíu. En mér finst þetta nú bara allt í lagi, ég nýt þess að vera með sjálfum mér- eða geri ég það kanski ekki?

Kanski er ég bara kominn í þjálfun, ég hef gert þetta svo lengi að ég er farinn að þola sjálfan mig, farinn að þola einangrun, ef ég væri settur í fangelsi- í einangrun og fengi tölvu með interneti þá væri ég eins settur og ég er í dag.

Maturinn og þrifinn gerast að sjálfu sér, ég tala ekki við neinn og ég þarf ekki að vinna né keyra, er þetta kanski sjálfskapar fangelsi? Er þetta kanski eigið víti, mun verra en nokkur höfnun sem ég gæti þolað frá einhverjum sem ég gæti mögulega hitt úti í hinum „harða” heimi? Nei- ég neita að trúa þessu, hver þarf tilfiningar, hver þarf vini- hver þarf að elska? Ekki ég, ekki hann sjálfur- meistarinn, það er það sem ég var kallaður- Meistari. Sakna ekki titilsins né félaganna, myrkrið og tónlistin heldur mér félagskap og auðvitað hundurinn. Haha hann hrýtur, þetta dýr er mikil gersemi fyrir fólk eins og mig, ef það er fólk til eins og ég.

Mig langaði bara að láta fólk vita- ég þarf ekki á ykkur að halda. Það eina sem ég þarf, eru orku drykkir, nammi og tölvan já ég held að þessi upplýsinga öld færi okkur nýjann lífsmáta, minna um snertingu, minna um samtöl og meira um fingrasetningu og klám, hversvenga ætti ég að koma mér í gott form, afhverju ætti ég að lifa lífi sem þótti eðlilegt fyrir minn tíma, fyrir tíma tölvunnar, fyrir tíma alnetsins?

Hefur hið eðlilega „líf” sem fólk á að eignast ekki bara breyst í nákvæmlega það sem ég er, og þessir útivista apar og fm hnakkar eru kanski bara skref afturá við í þróun samfélagsins? Sveita böll og country tónlist, er þetta ekki bara búið, er þetta ekki liðin tíð? Eða er ég kanski feilspor? Er tölvu elítan kanski smá prósenta sem á eftir að hverfa með tímanum þegar tölvan fer af skrifborðinu og inn líkaman eins og spáð er að eigi eftir að gerast?

Á fólk eftir að hverfa aftur til eldri samskipta máta til að komast frá ofurtölvuvæddu samfélagi í framtíðinni, er ég kanski fyrsta kynslóð af nokkrum sem eiga eftir að vera einmana og daprar áður en að mannleg samskipti verða endur uppgvötuð af einhverjum sjéní sem erfir fóbíuna mína nema hún mun hafa beinst gegn mér, gegn mínum líkum, nú vill hinn sjúki ekkert með hið rafræna hafa, nú vill hinn skrítni, sá sem á ekkert „líf” vill fara í sund á sunnudegi, og ganga á fjall á miðvikudagi. Á föstudegi er kíkt í pool og á laugardegi er vaknað klukkan 12:00 farið á kaffi hús og spjallað, svo fer fólk að skemta sér og dansar saman framm eftir nóttu alveg saman hvað hinum „eðlilegu tölvufíklum” finst. Er þetta eðlilega „líf" ekki bara það sem þykir venjulegt á viðeigandi tíma og er mismunandi eftir samfélögum.

Kanski er ég samt bara smá feilspor í hinni endanlausu sögu mannsins, kanski eru tölvur ekkert að breyta samfélagsmódelinu nema hjá okkur, hinum fáu sem leyfum raftækjum en ekki tilfiningum að stjórna lífi okkar, kanski er þetta bara tilgangslaus pæling, kanski.
Wolfgar The Venture Co.