Ath þessi saga er löng, og sýrð, ég skrifaði hana 23 desember til að gefa í jóla gjöf, það kom mér mjög á óvart og afar og ömmur lásu söguna. Og ég ætla að vona að þú gerir það líka.



1. Kafli
Eini kaflinn í sögunni

“Ég hef verið hér í þessu þorpi í átta mánuðu. Ég get þetta ekki mikið lengur. Fyrir átta mánuðum síðan villtist ég á flugvélinni minni, allir mælar hættu að starfa og hring snérust bara, ég flaug bara áfram inn í þykka þokuna ég reyndar sá þar einhver skringileg ljós, blá og rauð og gul og fjólublár, örugglega bara norðurljósin að ná í gegnum þokuna. en allavegana ég flaug og flaug í þokunni þar til flugvélinn varð bensínlaus. Ég brotlenti henni og rotaðist. Svo vaknaði ég hérna í þessum bæ. Sem er hreint og beint snar klikkaður, allir eru klikkaðir. Plús það að ég er fyrsta utan að komandi manneskjan sem kem inn í þorpið. Þetta var í lagi fyrst en ekki lengur, ég get þetta ekki mikið lengur. Bíðið lof mér að útskýra afhverju þetta er svona slæmt. Byrjum á húsunum. Öll húsin eru hringlótt, til þess að það safnist ekki ryk í hornunum. Það er ekki til sjónvarp hérna, ekkert kaffi, enginn sykur ekkert. Ekki einu sinni útvarp. Þessi bær er bara einn stór brandari eða meira eins og Tívolí, allan daginn, alla daga
Bærinn er samt í rauninni bara 6 manns sem skipa borgarstjórnina, það eru bara einhverjir sem eru kosnir á 19 mánaða fresti í stöðu.
Borgarstjórinn er Alkebrun, lítill, sköllóttur, feitur með risa stórt eldrautt nef og hann talar eins eins og hann sé í mútum.
Endebran er löggustjórinn. Sem er í raun óþarfi því það eru engir glæpamenn hérna og slys eru fátíð. Það hefur verið eitt bana slys síðan ég kom og það var látbragðsleikarinn sem lokaði sig inn í glerkúlunni sinni og og dó úr hungri. Látbragðsleikarinn sagði ekki orð allt sitt líf.
Daltebren vísindamaðurinn í þorpinu. Hann var að finna upp Gufuknúna skóflu fyrir tveim dögum og þar á undan fann hann upp sjálf snýtara. Nafnið segir nóg.
Sá fjórði er Barknumasnibrin hann er Trúður.
Fimmti er Libran hann er Leikfangasmiður, býr til trúðadót, galdradót o.s.fv. hann er ríkasti maðurinn í þorpinu. Og sá valdamesti.
Sú sjötta er Sermanibren, hún er fallegasti kvenmaðurinn í þorpinu og sú skrítnasta og sú lauslátasta og hún er góð… en það skiptir ekki máli.
Þetta er hin frábæra borgarstjórn Villendorf bæjar.
Kannski er þetta ekki nóg lýsing fyrir ykkur, en endilega fylgist með í nokkra daga og þá munuð þið trúa mér.”
Í gegnum hringlóttan gluggan sést Trausti eini utanbæjarkomumaðurinn leggja frá sér pennann og bókina og fara að sofa. Myrkur leggst yfir litla sæta bæinn. Enn skyndilega fer að skjóta upp kollum út um allt. Fólk kemur í hópum inn í ráðhúsið. Þar er verið að halda mikilvægan fund.
Alkebrun stendur við ræðupúltið og horfir yfir skarann sem er kominn inn í húsið, örugglega 70 manns, allir í bænum.
“Dömur, herrar og trúðar, Þið vitið víst hví ég er hér eins og þú sem eruð hér í dag, eða nótt er það víst, býst ég við, að þið vitið það. Er það ekki.” segir Borgarstjórinn með fáranlegu og eðlilegu röddinni sinni hér.
“Við erum hér en ekki annarstaðar því við erum hér og til að ræða um utanaðkomumanninn. Sjá og skilja og vita það sem við vitum ekki og komast að því sem enginn veit til að vita svo allir vita það sem enginn veit og hví staddur er, og hvenær hann fer, og hvað hann vill og afhverju hann fer ekki og afhverju hann er ekki eins, eins og hinir sem eru ekki öðruvísi eins og hann.” Segir Sermanibren skvísan fallegri og tælandi röddu, svo stolt að vita svarið. Og allir taka undir þetta svar.
“Hvað er að honum sem er ekki eins.” heyrist úr salnum. “hvað er það sem gerir hann ekki eins og hví þarf hann að fara þó hann sé ekki eins, því enginn er eins nema þeir sem eru tvíburar eða bara mjög líkið eða bara eins.”
“Vel spurt, ekki illa og ekki ágætlega heldur vel” segir Daltebren, Vísindamaðurinn. “1. Hann talar svo skringilega, ekki eins heldur öðruvísi. Maður á báðum áttum er og er ekki viss hvað hann á við því hann talar ekki eins og hvað hann segir er óráðið þó stundum megi skilja smá, sem stundum skilst ekki, en þó stundum smá glæta sem maður sér, en heyrir hvað hann meinar en meinar þó ekki því maður er ekki alltaf viss hvað hann segir. 2. Hann hegðar sér undanlega, hlær ekki þegar aðrir hlæja finnst ekki fyndið það sem okkur finnst, hegðar sér ekki eins og er bara einfaldlega ekki eins.”
“Kannski getur hann lært að vera eins skilja það sem við skiljum tala eins og við tölum og tala ekki öðruvísi og hegða sér ekki eins og öðruvísi heldur eins og við sem erum eins en ekki eins og hann sem er öðruvísi.” Segir rödd úr salnum.
“En að breyta, höfuð skreyta, bæta nöglum, skrúfum, lemja fast og oft, losa allt loft, skera gat, fylla með mat, slá svo til og frá þá má sjá að hann er eins, undir eins að ekkert er öðruvísi.” segir Trúðurinn Barknumasnibrin og hoppar og dansar fram og til baka.
“Það er rétt,” æpir Libran leikfangasmiður, “rétt en ekki rangt. Breytum honum í okkur því hann er ekki við og ekki rangt við það sem var rétt hjá Barknumasnibrin sem sagði að ekki er neitt eins sem er öðruvísi og því skal hann vera eins.”
“Rangt samkvæmt lögum,” kallar Endebran Lögga “ekki rétt samkvæmt reglum, því enginn skal meiddur ef ómeiddur sem meiddur er, því sárt er að meiðast nema ekkert finni til og rangt er það því það er ekki rétt, en fyrir þessu skal ég augum loka og líta undan svo ekki ég sjái það sem þið gerið og gerið ekki því ég veit það ekki og sé það ekki og get því ekkert gert þar sem ekkert er gert og enginn eru lögin brotinn því lögreglumaður sem heldur uppi lögunum en brýtur þau ekki niður sér ekkert illt með lokuð augun horfandi í aðra átt en rétt átt er til að sjá glæpinn.”
Úr Ráðhúsinu heyrast köll og fagnaðarlæti þar sem ákvörðun var tekinn. Utanaðkomumaðurinn skal fá nagla og skrúfur í hausinn, smá af húmor og galdradót og kökur, tívolíbombur og Asnaeyru, til að hann verði eins allir hinir. Svo var ákveðið hvað skal gera, hvernig skal gera og hvenær það skal gera.
Næsti dagur var ekki sá dagur en enga að síður vaknað Trausti við hlátur fólksins fyrir utan, hann leit út um gluggann og horfði á mann í ljósum logum hlaupa fram og til baka, öðrum til skemmtunar. Hinu megin við götuna var svo dóta búðin og alltaf var að koma nýtt og nýtt dót. Fólk að saga hvert annað í sundur með galdrasög og hlæja hátt. Tívolíið var opið eins og alla aðra daga ársins. Fólkið allt var löngu komið með hrukkur kringum munninn af því að brosa allann daginn og alla nóttina.
Trausti gat ekki verið þarna lengur, hann hljóp út úr bænum og fór að flugvélaflakinu þar sem hann var vanur að vera þegar hann var búinn að fá nó. Hann horfði á skælbrosandi dýrin ganga framhjá og litlu maurana sitja í hring og horfa á maur hoppa í heljarstökk og lenda á hausnum. Hann horfði dapur til fjallanna sem lágu allt í kringum þorpið.
“Ég veit ekki hvar ég er staddur, í hvaða landi, á hvaða jörð.” hugsaði Trausti með sjálfum sér. “En eitt veit ég að ég verð að komast í burtu, ég verð að fara, á morgun safna ég mat og vatni og nóttina eftir það fer ég í burtu, gangandi, auðnin er skárra en þetta, allt er skárra en þetta.”
Trausti gekk til baka og inn í húsið sitt og lagðist upp í rúm og lá þar þar til hann sofnaði. Næsta morgun vaknaði hann snemma og byrjaði að finna til vistir. Hann bjó til góðan bakboka úr trúðsbuxum og fyllti hann með mat. Svo fór hann heim til sín og beið eftir að bærinn sofnaði. Leið og myrkrið kom yfir fóru að heyrast hrotur um allan bæinn, Trausti greip bakpokann og hljóp að bæjar mörkunum, hann leit einu sinni enn á skiltið sem á stóð: “Velkominn til Villendorf bæjar, það er að segja ef þú ert að koma, því annars ertu að fara nema farinn eða komandi sért.” Trausti tók á sprett í átt að einu fjallinu og hljóp upp það þar til hann gat ekki meir, þá hvíldi hann sig og hugsaði með sér að nú væri ekki langt eftir. Hann var kominn upp á fjallið við sólarupprás og hann sá annan bæ hinu meginn við fjallið, ekki gat það verið, hafði alltaf verið svona stutt í næsta bæ. Hann hljóp niður fjallið og uppgvötaði að hann var kominn í Villendorf bæ aftur. Hvernig gat það verið, það gat ekki verið. Hann tók nú stefnuna í aðra átt, upp fjallið og niður hinum meginn, aftur var hann kominn í Villendorf bæ. Það var ekki hægt að komast héðan. Það var komið kvöld og hálf grátandi hélt hann að húsinu sínu og lagðist dauðþreyttir niður og sofnaði strax. Hann var varla sofnaður þegar hann vaknaði við það að hurðinni hans var sparkað upp og inn þursti trúðurinn með poka sem hann tróð trausta í. Allt varð svart og eftir smá stund leið Trausti út af vegna súrefnisskorts. Trausti vaknar bundinn niður í stól. Er allt í kringum hann. Trúðurinn dregur upp vélsög og ræsir hana. Áður en langt er liðið dettur efsti hluti höfuðkúpunnar á Trausta niður á gólf, hann finnur nístandi sársauka og sér í speglinu fyrir framan hann hvernir Trúðurinn kippir heilanum úr honum og kastar út um gluggann. fólkið kemur hlaupandi að til að setja hluti ofaní hausinn á honum, brandarabækur, galdradót, leikföng, hlátur, asnaeyru, allt sem þeim datt í hug. Í því líður Trausti út af.
Vikum síðar horfum við eftir götunni á bænum og sjáum hvar Trausti stendur upp á litlum svölum, vinsælasti trúðurinn í bænum, sem eitt sinn var maður en núna einn af þeim. Og er auðvitað kominn í Borgarstjórnina.

Endi