Formáli:
Dauðinn er náttúrulegur og fallegur hlutur.

Vikan sem leið

Fyrir viku stóð hún við eldhúsvaskinn og vaskaði upp diska, nú var hún látin síga nötur hægt ofan í jörðina. Mamma mín dó í þessari viku. Þetta er eins og að vera alltí einu uppiskroppa með vatn. Ég veit ekkert hvað ég á að gera, eða hvernig.

Hún var hálfur ég, sá til þessa að ég æti. Ég var á aftasta bekk í kirkjunni, til þess að komast fyrst út, og svo að fólk sjái mig ekki, ekki gráta.
Allir gráta nema ég. Þótti mér ekkert vænt um hana, eða er hægt að gráta án þess að fella tár. Kistan er fallega, viðarlituð, ég valdi hana. Mér þótti vænt um hana. En þó sagði ég henni það aldrei. Ekki einu sinni á ævinni hef ég sagt henni það. Ég hef ekki einu sinni haft það í mér að faðma hana.
Presturinn er viðkunnalegur maður á fimmtugsaldri. Svona eiga þeir að vera, prestarnir. Minnir mig á afa. Lítur út fyrir að vera gaur sem á alltaf Prins og Kók.

Menn í svörtu, bera kistuna út. Fólk sem ég hef ekki séð áður, allt klætt í svart. Kanski hefði ég átt að fara úr grænu peysunni. Ég hef aldrei áður farið í jarðarför. Kanski vegna þess að ég þekki ekki Guð.

Þegar ég kom heim lagðist ég á rúmið mitt. Aldrei áður hefur húsið verið jafn tómt, mér fannst allt bergmála. Skellurinn af hurðinni hljómar ennþá í hausnum á mér. Hann yfirgnæfir hugsanir mínar.
Loksins finn ég kjark til þess að fara fram í eldhús, gólfið er eitt, mest fyrir
framan vaskinn. Mér líður illa. Ég brotna niður.
Þarna lá ég á gólfinu og taldi augnablikin. Taugahrúga, tár, silast niður kinnina. Ég var jafn hissa og það. Ég hafi ekki hitt það í mörg ár.
Bank, bank, ring, ring. Bjallan glimur, hópur fólks stendur fyrir utan.
“Partý!!!!!!!!!!”, öskrað í eyrað á mér, og stuttu seinna kom: “frétti að þú værir einn heima”. Zakarías stenur fyrir utan með vinum sínum úr KSS (Kristinleg Skóla Samtök). Ég hafði það ekki í mér að öskra hærra en nokkru sinni áður og lét mér nægja að loka hurðinni rólega.
Þessir mormónar kunna sér ekki hóf, halda að maður sé alltaf til í hakkí sakk. Þeir eru bara með eina gerð af andliti. Skilningsríkt ánægt og fullnægt andlit. Andlit sem er ekki hægt að segja ljóta hluti við. Eins og smábörn.

Gólfið er mjúkt, þarna vil ég vera. Þar sem enginn truflar mig og ég get legið umvafður hugsunum.
Ég finn að ég er óheppninn, allstaðar umvafður ólukku, staðirnir ellta mig. Fyrir hverja er þetta, þetta líf, einhverja ódrepandi endurskoðendur á plánetunni Tilgangur. Besta jobb í heimi.

Á endanum er ég kominn í bólið, velti mér nokkrum sinnum áður en ég tek eftir littlu umslagi á náttborðinu mínu. Þetta er bréf frá mömmu.

Hún segist hafa farið á annann stað, fattað tilganginn. Fattað plottið í lífinu og

núna er hún á leiðinniá einhvern stað sem er kallaður: Staður 1. Svo stendur líka að hún vilji að ég heimsæki sig. Ég legg af stað. Eins og oft áður er ég kominn með byssuna að hausnum, nema í þetta skipti er þetta öðruvísi, ég tók í gikkinn.

Núna ligg ég við hliðiná henni. Alsæll.

Blóðið rann innanundir peysuna mína, það fór einhver messti hrollur um mig sem ég hef nokkurtíman fundið. Samt var þetta eitthvað svo gott. Ég var eitthvað svo laus við allt. Eina skuldbindingin sem var eftir hjá mér var að mæta í jarðsettninguna.

Núna getur líf mitt haldið áfram, milljón augnablik framundan og ég hef ákveðið að lifa. Lifa stórt. Stefna hátt. Leggja veröldina að fótum mér. Rannsaka vetrarbrautina, og hvert sem ég fer verður mamma mín alltaf með mér. Því að hún er ástæðan fyrir veru minni hér, og þar.

Eftirmáli:
Elsku mamma, ég elska þig svo mikið að ég myndi deyja fyrir þig. Bara ef ég gæti það núna.

Endir.