Kaffistofan, kaffistofan er mitt helvíti. Sumir trúa því að þetta sé staður í yðrum jaðar, sumir eru hálfvitar. Helvíti er staður sem ég fer á þrisvar á dag og hlusta á leiðinlegt fólk tala um leiðinleg málefni. Fellihýsi, sólarlandaferðir, brandarar sem allir fatta nema ég. Ég er skrýttni gaurinn á svæðinu, gaurinn sem segir ekki neitt og fittar ekki inní hópinn. Allir eru eins nema ég, ég veit ekki hvort það sé góður hlutur eða slæmur. Hvað þá hvernig ég komst hingað, heppni býst ég við….. eða óheppni. það eru alltaf sömu týpurnan á svona stöðum, ein stressuð, ein kát, ein reið, og ein feit. Það bregst ekki, hvert sem maður leggur leið sína er alltaf ein feit týpa á svæðinu. En hvert sem ég fer, finn ég aldrei mína týpu af fólki, hvar ætli hún sé geimd. Ég hef sennilega bara lekið úr einhverjum krana sem hefur ekki verið skrúfað frá í þrjátíu ár. Einmanna vatnsdropi í leit að hamingju í þessari grimmu veröld.

Veröldin… veröldin tekur ekki eftir mér, enginn þarfnast mín. Heill dagur lýður án þess að nokkur þurfi að tala við mig. Ef að ég dey í dag finnst ég sennilega eftir margar vikur.
Ég vorkenni mér alltof mikið til þess að halda áfram að lifa, og ef að ég hætti að lifa þá veit ég ekki einu sinni af því. Bara endalaus svefn.

Ég loka augunum og á einu augnabliki er ég kominn inní aðra vídd. Hugarheimur minn. Staður sem ég fer stundum á. Vindurinn fangar mig og ber mig langar leiðir, uppá fjöll og ég er staddur á fjalli. Fjalli sem stendur hæst allra fjalla, og það sem meira er, ég stend uppá því. Klukkan er eitt og því er hæstur allra í heiminum. Alsæla.
Pot. Einhver potar í mig. Ég datt. Hrundi niður hlíðina með hamagangi. Algjör hörmung. Hörmuleg alveg.

Það sem ég geri á daginn er óraunverulegt, ég sit fyrir framan óraunverulegann skjá og horfi á hluti sem eru ekki til í raun og veru. Augu munnur, ég slæ inn tölur og út úr honum koma blöð. Kúkur, skjárinn kúkar á mig blöðum í hvert skipti sem ég ýti á “enter”. Þegar ég lít í kringum mig sé ég bara yfirborðskenda myglu, fólk í öðrum ham. Þau eru kurteis hvort við annað þó svo að þau vilja það ekki, ég líka, ég er svona. Ég er svona gallaður gaur sem læt heiminn stjórna mér með eftirvæntinga fjarstýringu.

Leiðin heim, er fremur stressuð. Ljós eftir ljós. Strætó eftir strætó, Má ekki missa af næstu leið. Leið 8. Ég ætla að búa til nýja leið. Leið 1, leiðin mín. Leiðin heim. Heima, eini staðurinn sem ég get verið á, og liðið eins og ég sé í samræmi við umhverfið. Myglaðir veggir, Nákvæmlega eins og ég vildi hafa þá. Veggirnir eru myglaðir vegna þess að ég er myglaður, ef að ég væri ekki myglaður þá væru veggirnir það ekki heldur. En þeir eru samt tómir. Ég sit og horfi á tóma veggina og finn út að ég á heilmargt sameiginlegt með þeim. Ég loka augun aftur eitt augnablik og finn mig svo liggjandi daginn eftir.

Ég finn það í sálinni minni að þessi dagur er öðruvísi. Í dag ætla ég að gera eitthvað annað. Ég ætla að skipta um líf gleyma því gamla og skipta bara.

Svo fór ég inní kommpu henti kaðli yfi snaga sem var illa skrúfaður í vegginn, setti hausinn inní lykkjuna, steig uppá stól lét mig detta niður og vaknaði í Indlandi.

Endir.